Heimilistíminn - 15.03.1981, Blaðsíða 11
þurfum við að vinna sex klukkutima á viku við
að lesa upphátt fyrir börnin og skemmta þeim.
Sex heilar klukkustundir!
— Það er þó hræðilegt, sagði Brad, — Heilan
klukkutima á dag.
— Ég vinn tvo tima annan hvern dag, og
þannig get ég haft meiri tima fyrir sjálfa mig á
milli, svaraði Merry. Henni var greinilega alls
ekki ljóst, að hann var að hæðast að henni. —
Það er agalegast við þetta, að kerlingin, sem
skrifaði mig niður valdi mér timann frá
klukkan tiu til tólf. Og mér er næstum ómögu-
legt, að vakna svo snemma á morgnana. Tvis-
var sinnum hef ég komið of seint, og maður
gæti helzt haldið að ég hefði framið einhvern
glæp, ef dæma má af orðunum sem formaður-
inn valdi mér út af þessu. Hún hótaði að reka
mig úr félaginu. Ég held nú samt, að hún
myndi aldrei þora að gera það.
Hún leit með sakleysissvip á Brad, sem sagði
mjög alvarlegur á svipinn. — Auðvitað ekki.
Ertu ekki dóttir McCullers læknis?
Merry hló glaðlega.
— En pabbi hefur svo sannarlega ekkert
með barnaspitalann að gera. Hann ver öllum
sinum tima i Cannon Memorial. Hann gefur
reyndar af og til góð ráð, ef á þarf að halda á
barnaspitalanum. En ég er viss um, að þeir
myndu ekki biðja hann um ráðleggingu, nema
beir eætu boðið honum eóða bóknun fvrir.
Andrea hlustaði á það, sem Merry sagði og
henni leið illa við að heyra orð stúlkunnar,
þrátt fyrir það að hún vissi, að hún var að segja
sannleikann.
— Mér skilst, að faðir þinn sé heilmikill karl,
sagði Brad eftir augnablik.
— ó, hann er stórkostlegur, sagði Merry
glaðlega. — Og allt það, sem hann hefði getað
gert fyrir Steve, ef hann hefði ekki verið svona
þrár. Allt þetta kjánatal um að gera eitthvað
fyrir mannkynið og að fara og vinna fyrir fá-
tæklingana, þar sem hans sé þörf. Hvers
vegna. Það eiga eftir að liða ótalmörg ár þang-
að til hann getur farið að vinna sér inn nógu
mikla peninga til þess svo mikið sem láta sér
detta i hug, að geta gift sig. Pabbi var reiðubú-
inn til þess að hjálpa honum að setja upp stofu,
svo við gætum gift okkur hvenær sem við vild-
um.
— ó, hó sagði Brad, — ertu trúlofuð Jordan
lækni?
Merry veifaði hendinni.
— Ekki svona opinberlega auðvitað. Ég gæti
ekki trúlofast honum á meðan hann er með
þessar kjánalegu hugmyndir um að vera með
lækningastofu hér i Frogtown. Það er ekki
hægt að hugsa sér hræðilegri stað. Það fór
hrollur um hana.
Hún þáði aftur i bollann, þegar Andrea bauð
henni te, og brosti til Brad.
—Ég leyfi Steve auðvitað ekki að vera hér til
eilifðar, sagði hún og það var auðsjáanlegt, að
hún gerði sér ekki grein fyrir þvi sjálf, hvilikur
hroki fólst i orðum hennar, en hrokinn virtist
vera aðaleinkenni stúlkunnar.
Andrea sagði snöggt: — Ætlar þú ekki að
leyfa honum það?
Merry varð hissa.
— Nei, auðvitað ekki, sagði hún i mótmæla-
skyni. — Hvernig gæti ég gert það, þegar ég
veit, hvað honum er fyrir beztu? Það er einmitt
það, sem pabbi er að bjóða honum. Hann er
bara of mikill hugsjónamaður til þess að gera
sér grein fyrir þvi sjálfur.
— Og ég imynda mér, að þú sjálf sért það
ekki, bætti Brad við.
Nú var eins og hún i fyrsta skipti gerði sér
grein fyrir að i rödd hans fólst ekki eintóm að-
dáun.
— Nú, auðvitað ekki, svaraði hún hálfmóðg-
uð. — Konur eru ekki hugsjónamenn. Þær þora
ekki að vera það. Þær verða að hugsa um
framtiðina, um öryggi sitt og stöðu i þjóðfélag-
inu.
— Og um börnin, bætti Brad við bliðlega.
Merry lyfti hökunni, og það kom kuldasvipur
i augun.
— Og börnin, auðvitað. Hvar væru menn á
borð við Steve staddir, ef þeir fengju vilja sin-
um framgengt? Ekkert nema hugsjóna-
mennskan, og svo eru þeir alltaf að fórna sér
fyrir aðra, svaraði Merry hranalega.
— Þeir gætu svo sem verið býsna hamingju-
samir, heldurðu það ekki? spurði Brad.
Það kom roði i kinnar Merry, og augnaráðið
var siður en svo vinsamlegt.
—Og ég sem hélt, að við ættum eftir að verða
vinir, byrjaði hún.
— Hélztu það? Ekki skil ég hvers vegna,
svaraði Brad.
Merry var staðin á fætur og greinilega orðin
reið og miður sin.
— Ég hefði svo sem mátt vita, að þú værir
ekki hér á þessum óhuggulega stað, ef þú værir
ekki eins mikill bjáni og Steve, staurblindur á
annað en að vera að gera einhver góðverk á
þessum aumingjum hér i kring, sagði hún ofsa-
reið. — Og hvað færðu svo út úr þvi?
11