Heimilistíminn - 15.03.1981, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 15.03.1981, Blaðsíða 15
r III |j r nátl iiinnnnr Einn merkilegasti fiskur, sem til er, lifir i vötnum i Mið-Afriku, allt frá sunnanverðu Egyptaiandi til Zaire. Á fiski þessum er eins konar rani, og bætir hann sér upp iélega sjón með nokkurskonar rafskynjun. Með þessari raf- skynjun sinni getur fiskurinn fundið jafnt bráð sina sem óvini. Fiskurinn, sem hér um ræðir, kallast á latinu gnathonemus numenius, en mormyrid á Norðurlanda málum. Hann var nokkurs konar heigitákn fyrr á öidum, og margar myndir eru af honum á musterisveggjum I Egyptalandi. Innfæddir i Afriku bera enn óttablandna virðingu fyrir þessum fiski, og leggja sér hann helzt ekki til munns, þótt hann sé góður tii matar. Spóamormyridinn er með langan rana eða nef, sem likist einna mest nefinu á spóanum, og af þvi dregur hann nafn sitt. Aðrir fiskar af þessari ætt hafa fengið filaviðurnefni, eða þeir eru nefndir eftir ibis-fuglinum, sauðum og hestum og öðrum dýrum, sem þeir þá likjast einna mest. Eru þær eins? Lausn af 2. siðu Fremst á rana spóamor- myridsins eru nokkurs konar varir. Þær getur hann hreyft til, og tekið fæðuna með þeim. Með rananum rótar fiskurinn einnig i botnlaginu og nær þannig fórnar- dýrum sinum. Þarna finnur hann snigla, kræklinga og egg fjöl- margra fisktegunda. Þegar fiskurinn rótar upp botn- laginu verður vatnið eins og skiljanlegt er mjög gruggugt og við það verður útsýniö slæmt. Þess vegna gæti fiskinum ekki nægt góð sjón. Náttúran hefur þvi búið hann öðrum skynfærum i stað sjónarinnar. Hann er búin rafskyni,sem myndar eins konar straumsvið umhverfis hann, og með þvi skynjar hann allt um- hverfið. Ef einhverjar truflanir koma frá á rafsviöinu eru þaö boð um að fórnardýr hans er á næsta leyti. Hann skynjar á þennan hátt bæði stærð og staðsetningu fórnardýrs, sem og reyndar lika óvina sinna. övinir fiskanna á þessum slóðum eru margir. Fyrst má telja manninn, sem er við veiðar, og siðan krókódila, haf- erni og aðra fugla. 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.