Heimilistíminn - 15.03.1981, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 15.03.1981, Blaðsíða 13
langa mæðu, tókst honum að koma kolli drengsins út úr gatinu. Tommi stökk niður af kassanum og leit inn til Óla matsveins. ,,Hvað er að sjá þetta, drengur minn,” sagði Óli, ,,núliturðu þokkalega út eða hitt þó heldur. Skyrtan þin er orðin grútskitug úr loftræst- ingaropinu og einnig með oliublettum. Farðu nú strax upp og þvoðu þér og hafðu skyrtu- skipti.” „Já, það er liklega bezt,” sagði Tommi og kinkaði kolli. „Og þvoðu sápuna úr hárinu,” sagði Óli mat- sveinn. „Og þarf ég nú lika að þvo á mér kollinn?” „Já, þú kemst ekki hjá þvi.” „Jæja, það er vist ekkert við þvi að segja,” tautaði Tommi og rölti af stað. Óli stóð um stund i gættinni og horfði brosandi á eftir hon- um. Þegar Tommi kom upp i klefa skipstjórans, var hann harla vesaldarlegur. Eyrnasneplarnir voru skrámaðir og sárir, og hárið allt strokið af grænsápunni. Skyrtan var öll blettótt, og handleggir og fætur með plástr- um, hér ogþar, eftir ferðina frægu niður i véla- salinn. Auk þess var hann enn þá sár i baki og átti erfitt með að sitja. ' Pabbi var að færa skipsdagbókina, þegar Tommi kom inn og leit nú upp. „Hvað hefurðu nú verið að bauka, Tommi litli?” spurði hann. ,,Varstu kannski að baða þig i einhverri oliutunnunni?” „Nei, það er að mestu leyti grænsápa,” sagði Tommi. „Hvað segirðu? Grænsápa?” „Já, eyrun min voru of stór, skal ég segja þér, — eða kannski hefur loftræstingaropið á eldhúsveggnum verið of litið. En það tókst með grænsápu.” Pabbi var hljóður og hugsi um stund. Það var dálitið erfitt að átta sig fullkomlega á þvi hvað komið hafði fyrir. En svo varð honum það allt i einu ljóst.. ,,Ó..ó, — þú hefur liklega gægzt að gamni inn til Óla matsveins.” „Já, — það var einmitt það, sem ég gerði,” sagði Tommi. „Og svo náðirðu ekki kollinum út á ný?” „Nei, það tókst ekki i fyrstu,” sagði Tommi „Já, ég gat búizt við þvi,” sagði pabbi og . kinkaði kolli. Og honum varð hugsað til þess, að hefði óla ekki tekizt að losa drenginn með grænsápu hefðu þeir orðið að skemma skipið. „Heyrðu, Tommi litli,” sagði hann mjög al- varlegur, og lagði pennann frá sér, — „taktu nú vel eftir. Ef þú fremur eitthvað enn af þessu tagi, set ég þig einan á fleka út á Atlantshaf. Gerirðuþér fulla grein fyrir þvi, sem ég segi?” „Já, fullkomlega,” sagði Tommi og brá aug- sýnilega i bili. „Þú finnur hreina skyrtu i klefanum,” sagði pabbi og hélt áfram að skrifa. „Þökk fyrir”, sagði Tommi og rölti inn. Nokkru seinna kom hann aftur fram fyrir. Hann hafði þvegið grænsápuna úr hárinu, sem nú var orðið eðlilegt á ný. Hann hafði einnig fundið hreina skyrtu og klætt sig i hana. Pabbi sat enn við borðið og var að skrifa. Allt var kyrrt og hljótt. En að nokkrum tima liðnum, veitti pabbi þvi athygli, að það var eitthvað svo óvenju hljótt. Og i rauninni var það harla furðulegt, þvi þeg- ar Tommi var nærri, hafði alltaf verið einhver kliður eða ókyrrð i kringum hann. Pabbi sneri sér við og leit upp. Jú, Tommi var einmitt þarna. En aldrei þessu vant stóð hann alveg hreyfingarlaus og horfði, eins og i leiðslu út um opnar dyrnar. „Jæja, Tommi litli, þú ert þá kominn, án þess að ég yrði nokkuð var við,” sagði pabbi. „Hvað ertu eiginlega að hugsa um núna?” Tommi hrökk við, hann var svo annars hug- ar. En nú leit hann fremur feimnislega til pabba. „Ég... ég var bara að hugsa,” sagði hann lágt. „Um hvað varstu að hugsa, góði minn?” spurði pabbi. „Ég var.... ég var að hugsa um það, hvernig .... hvernig ég ætti að komast i land á þessum fleka... og ... og til hvaða lands ég mundi þá koma. Ef til vill mundi ég lika lenda á ein- hverri eyðiey,” sagði hann og horfði aftur i leiðslu út um dyrnar. Pabbi lagði pennann frá sér og stóð upp. Hann gekk til Tomma, tók um axlir hans og horfði i augu drengsins. „Hélzturaunverulega, Tommi, að ég væri að tala i fullri alvöru um þennan fleka?” 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.