Heimilistíminn - 15.03.1981, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 15.03.1981, Blaðsíða 12
Hvernig gat eiginlega staðið á þvi, að skip- stjórinn skyldi segja, að hættulegir staðir væru alls staðar hér á skipinu? Hér var einmitt allt svo hljótt og friösælt. Það var bara hann sjálf- ur, hann Tommi litli, sem var stundum dálitið óheppinn öðru hverju. Siðan reikaði hann um skipið drjúga stund og hjálpaði svo Pétri langa við að hreinsa gulræt- ur. En innan skamms varð hann ókyrr á ný og ofurlitið leiður. Þá sá hann allt i einu loftræstingaropið i eld- húsveggnum. En þvi var nú einu sinni þannig varið með hann Tomma litla, að þótt hann hefði oft séð hlut eða tæki, án þess að gera sér nokkra grein fyrir þvi, varð honum oft skyndilega ljóst, til hvers mátti nota hlutinn. Þetta loftræstingarop, sem i rauninni var að- eins litið, lá inn i eldhúsið, til Óla matsveins, og var rétt ofan við bekkinn, þar sem hann stóð jafnan, þegar hann var að matreiða. Og nú datt Tomma allt i einu i hug, að það mundi vera ákaflega gaman að stinga kollin- um i gegnum gatið og gera óla illt við, þar sem hann væri að bauka og bjástra i eldhúsinu. Þetta var svo góð hugmynd, að hún var alveg ómótstæðileg. Auk þess var þetta alveg hættu- laust. Tommi sótti tóman kassa, sem ekki var langt frá, og léthann upp við vegginn. Þvi næst klifr- aði hann upp á kassann, stakk höfðinu i flýti gegnum opið og drundi hátt: ,,Bö-ö-ö!” ,,Nei, hvað er nú á seiði?” kallaði Óli mat- sveinn. Hann hrökk svo við, að hann missti sleifina i pottinn, og súpan skvettist út á gólf. ,,Hvað ertu eiginlega að þvælast þarna, draugurinn þinn?” ,,Ég ætlaði nú bara að sjá þig að gamni minu,” sagði Tommi glettnislega. ,,En nú er ég fús til að fara aftur.” ,,Þá þarftu auðvitað kippa kollinum til baka drengur, eins og þú hlýtur að geta skilið.” ,,Já, það er nú einmitt það, sem ég er að reyna,” sagði Tommi en tekst ekki. Hvernig sem á þvi stóð, gat hann alls ekki dregið höfuð- ið til baka, og það fannst honum alveg óskiljan- legt. Fyrst hann hafði auðveldlega getað þrýst þvi inn, hlaut hann að geta komið þvi út aftur. Óli andvarpaði og settist á eldhússtólinn. „Já, ég gat einmitt búizt við þessu,” sagði hann. „Við verðum að ná i grænsápu.” „Sápu? Þú ætlar þó ekki að fara að þvo mér,” kjökraði Tommi. „Mér var þvegið hátt og lágt á miðvikudaginn.” „Já, ég þykist muna það,” sagði Óli mat- sveinn og lokaði eyrunum. ,,,Stöðvaðu þoku- lúðurinn tafarlaust og reyndu að vera róleg- ur.” „Já, ég skal reyna,” vældi Tommi. „Viltu þá iosna úr gatinu, karlinn, eða viltu það ekki?” spurði Óli alvarlegur i bragði og brá höndum á mjaðmir. „Auðvitað vil ég losna,” sagði Tommi, „en þú þarft nú liklega ekki að þvo mér fyrir það.” „Jú, ég þarf nú einmitt að gera það,” sagði Óli. „Sápan er hál, og þá verður auðveldara fyrir þig að koma kollinum út. Skilurðu það? „Jæja, þá það,” tautaði Tommi. Hann lokaði augunum og beit á jaxlinn meðan óli makaði kollinn hans svarta i grænsápu. Og loks, eftir 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.