Heimilistíminn - 22.03.1981, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 22.03.1981, Blaðsíða 3
FINGUR■ BLAÐ ÞOLIR ILLA STERKT SÓLSKIN Fingurblað köllum við þetta blóm á islensku. Á latinu heitir það hins vegar dizygotheca elegantissima og frændur okkar Danir kalla það finguráralíu. Þessi planta er upprunnin á Nýju Kaledoniu og vex á Kyrrahafeyjunum flestum ef ekki öllum. Þar er hún likust smákjarri, þótt hún minni okkur ekki mikið á það, þegar hún er komin heim i stofuna okkar. Blaöstönglar fingurblaðsins eru óvenjulega mjóir, en plantan er þó nokkuð falle'g. Lengi vel kölluðu menn fingurblaðið áraliu eða töldu hana af þeirri ætt, sennilega vegna þess að blöðin eru ekki ósvipuð, þótt helmingi mjóvaxnari séu. Rætur fingurblaðsins eru heldur lit- ilfjörlegar og þess vegna veröur að vökva plöntuna af mikilli nákvæmni. Hún má aldrei þorna alveg. Þá er hætta á að blöðin taki aö falla af henni. Ekki má heldur ofvökva hana. Af báð- um þessum sökum getur farið svo að neðstu blöðin falli öll af, og aðeins verða eftir efstu blöðin eins og nokkurs konar sólhlif. Ef ykkur þykir plantan ekki falleg lengur er vist ekki um ann- að að gera en kasta henni þar sem Blómin okkar fjölgun er næstum ómöguleg, ef ekki algjörlega ómöguleg heima i stofunum okkar. Fingurblaö þarf mikla birtu, en þó ekki sterkt sólskin. Það þolir plantan ekki. Sagt er að versti óvinur hennar sé þurra loftið i stofunum, of mikil áburðargjöf og svoskjaldlúsin. Bezt er ef hægt er að hafa fingurblaðið á fremur köldum stað á veturna. [b. Ég hef skrifað niður á hverju kvöldi, það sem ég er aö hugsa um... — Þá hlýturöu aö vera næstum búin aö fylla heila siðu. Heyrðu Jói væri ekki betra fyrir okkur að taka leigubii heldur en vera að biöa þetta eftir strætis- vagninum.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.