Heimilistíminn - 22.03.1981, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 22.03.1981, Blaðsíða 12
BERIT BRENNE TOMMI bróðir Tamars, Tótu og Tœ-Mí *&%£*** ,,Já, auðvitað hélt ég það,” svaraði Tommi og saup hveljur”. Ég er alltaf að gera ein- hverja vitleysu svo þú hlýtur að sjá, að ég get ekki verið á svona finu og fallegu barnaheimili eins og þú varst að tala um.” Pabbi gekk frá Tomma og hallaði sér út á borðstokkinn. Hann var lengi hljóður og hugsi, og hugur hans reikaði viða. Hann hugsaði til pabba Tomma, — til afa hans og langafa, sem hann ekkert þekkti til, en höfðu sennilega verið þræl- ar hinna hvitu. Ef til vill hafði langafi Tomma verið hlekkj- aður i litlu þorpi og seldur á torgi. Ef til vill höfðu kona hans og börn einnig verið seld út um hvippinn og hvappinn, eins og skynlausar skepnur, og fjölskyldan aldrei borið gæfu til að hittast á ný. Hann sá i anda sársaukann i svipnum og grátbólgin augu, þegar miskunn- arlausir harðstjórar sundruðu heimilinu. Hvers vegna var farið svona hræðilega með þessa menn? 12 Af þvi, að þeir voru svartir. Pabbi horfði út á hafið, sem var lygnt og heillandi blátt, eins og langt og augað eygði. Og honum varð hugsað til stórra borga i Vestur- heimi, þar sem hann hafði oft verið. 1 mörgum þessum borgum mátti viða sjá stór og áberandi spjöld, sem á var letrað: „Svertingjum bann- aður aðgangur”. ,,Ekki tekið á móti negrum.” Voru þá kannski allir svertingjar glæpamenn og ræningjar? Nei, þvi fór fjarri. Pabbi þekkti marga negra, og sumir þeirra voru beztu menn, sem hann hafði nokkru sinni hitt. Hann dró hiklaust þá ályktun, að likt mundi ástatt meðal hinna svörtu og þeirra hvítu, að þar væri misjafn sauður i mörgu fé. En eitt var vist: Hinir svörtu sýndu mjög mikið þolgæði, já næstum furðulegt þolgæði að sætta sig svo lengi við þessi auglýsingaspjöld, þetta rpikla misrétti. Þeim var bannað að ganga i sama skóla og þeir hvitu, bannað að liggja á sama sjúkrahúsi, bannað að aka i sama sporvagni, bannað að borða og drekka á sömu veitingahúsum. Pabbi sneri sér við og leit á Tomma. Hann var hörkulegur á svip, og Tommi varð mjög hræddur. En pabbi stóð kyrr i sömu sporum. ,,Þú ferð ekki á barnahælið,” sagði hann. ,,Ef þú vilt það ekki sjálfur, skal ég sjá um að svo verði ekki.” ,,Ó, hvað mér þykir vænt um”, sagði Tommi og geislaði af gleði. ,,Þú ferð ekki heldur til Kola-Pésa,” sagði pabbi. „Ó..Ó, — en hvert á ég þá að fara?” spurði Tommi. Hann vissi ekki um fleiri staði, sem til greina komu, og hann áttaði sig ekki á þessum hörkulega svip pabba. „Komdu, góði minn”, sagði pabbi og gekk inn. Tommi kom sér fyrir við borðsendann og horfði á hann með eftirvæntingu. „Tommi,” sagði pabbi, — „viltu vera hjá mér og konu minni og börnunum okkar þrem- ur?” „Hvað... hvað segirðu?” spurði Tommi. „Viltu vera drengurinn minn?” spurði pabbi. „Ó.. hvað... hvað segirðu?” stamaði Tommi og trúði ekki enn þvi, sem hann heyrði. Pabbi brosti. „Ég er að spyrja, hvort þú gæt- ir hugsað þér að eiga mig fyrir föður,” mælti hann, — „og vera drengurinn minn?” Nú settist Tommi niður. Augu hans urðu óvenju stór, og þegar hann tók til máls, var hann svo ákafur, að hann stamaði.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.