Heimilistíminn - 22.03.1981, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 22.03.1981, Blaðsíða 8
Barnamorðing- inn í Atlanta myrti soninn Það var fallegur haustmorgun fyrir rúmu ári. Nánar til tekið var þetta sunnudagurinn 21. október árið 1979. Fullorðin kona, sem býr i næsta húsi bauð Yusuf 17 cent fyrir að hlaupa fyrir sig út i búð og kaupa handa henni neftóbak. Ekkert hinna barnanna hafði nennt að fara fyrir aðeins 17 cent, en Yusuf þótti vænt um gömlu kon- una. Hann spurði mig hvort hann mætti fara og ég sagði já. Þetta var í síöasta sinn, sem Camille Bell, 33 ára gömul, sá niu ára gamlan son sinn á lifi. Atján dögum siöar fannst lik hans þarsem það haföi verið skiliö eftir i skólabyggingu, sem ekki er lengur i notk- un. Drengurinn hafði veriö kyrktur. Þrátt fyrirþaö aö lögreglan i Atlanta i Georgiu rannsakaði málið fannst ekkert, sem gat gefiö til kynna, hver framiö heföi þennan hræðilega glæp. Fljótlega hætti fólk að hafa áhuga á málinu. Camille Bell var harmi slegin og lika æfareiö. Næstu mánuöi á eftir las hiín æ ofan i æ fréttir af þvi, að börn i Atlanta hefðu horfiö og verið drepin. 011 virtust tílfellin svo ótrtílega llk. 011 voru fórnar- lömbin, falleg, skarpleg svertingjabörn, og á aldrinum 7 til 15ára. Flest barnanna höfðu verið kyrkt. 1 sumum tilfellum höfðu börnin verið afklædd og öll börnin nema eitt höiðu horfið um hábjartan dag- inn títi á götu. í mai sfðastliðinn hóf frú Bell að ná sambandi við mæður barnanna, sem horf- in voru eða myrt. — Við komum saman til þess í byrjun að veita gagnkvæma huggun, segir hún — og þegar við fórum að ræða málin komumst við að þeirri niðurstöðu, að engri okkar hafði tekizt að fá lögregluna til þess aö halda sambandi við okkur. Lögreglan vildi greinilega ekki að við fengjum að fylgjast með málunum. Ekkert var að- hafzt. Yusuf Bell er einn þeirra barna, sem drepinn hefur verið f Atlanta í Georgiu. t jtíli' náði Camille Bell sambandi við Lee Brown yfirmann almannavarna. — Hann sagðist ekki vilja vekja ugg hjá fólki, segir htín. — Þá voru átta börn horf- in, og hann vildi ekki vekja ótta hjá fólki almennt. t næsta mánuði þar á eftir var tala látinna eða týndra komin upp 1 12, og Camille og sjö aðrar mæður höfðu sett á stofn nefnd, sem þær kölluðu „Nefndin sem stöðva á barnamorðin”. — Við hvöttum fólk til þess að kynnast nágrönnum sínum, segir Bell. Við hvött- um þá, sem höfðu verið með nefið niðri 1 hvers manns koppi, að halda uppteknum hætti. Við sögðum, að héldi fólk áfram að láta glæpina viðgangast óátalið, væri ekki von á góðu. Camille Bell heldur þvi fram, að nokkur breyting hafi orðið á afstöðu manna, eftir að Clifford Jones, 13 ára drengur sem kominn var frá Cleveland, var rænt og hann kyrkcur. Þar sem drengurinn var gestkomandi i Atlanta var sagt frá dauða hans i' blöðum um gervöll Bandarikin. Það dró athygli fólks að morðunum sem fyrr höfðu verið framin. Það var ekki fyrr ♦ Maynard Jackson borgarstjóri í Atlanta situr hér fyrir miðju með öryggisverði að baki sér. Fyrir framan hann eru 100 þús- und dollarar, sem heitið hefur verið í laun, hverjum þeim sem getur gefið upplýsingar um barnamorðingjann. 8

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.