Heimilistíminn - 22.03.1981, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 22.03.1981, Blaðsíða 13
„Áttu... áttu við, að ... að þú verðir pabbi minn?” spurði hann. „Já, ég á einmitt við það,” sagði pabbi. „Og.. og að ég... ég fái að eiga heima á þessu skipi?” „Já,” sagði pabbi. „Og.. fái að fara méð þér til ... til landsins, sem þú hefur stundum sagt mér frá? spurði Tommi „Já, til Noregs,” sagði pabbi. „Og.. og fái að leika mér við börnin þin?” stamaði Tommi. „Já, ég á einmitt við það,” sagði pabbi og kinkaði kolli. Andlit Tomma geislaði af gleði, og fögnuði. Svo sló hann krepptum hnefanum i borðið svo að buldi i rak, upp gleðióp og dansaði stundar- korn hringinn i kringum borðið. En svo féll hann allt i einu saman, fleygði sér niður á borð- ið og fór að hágráta. „Nei, hvað er nú að, Tommi?” spurði pabbi óttaleginn. En svo ákvað hann að láta Tomma afskipta- lausan um stund. Hann hafði áreiðanlega fulla þörf fyrir að gráta af ýmsum ástæðum. „Það er allt i lági, vinur minn, — gráttu bara um stund,” sagði pabbi og strauk litlu svötru höndina sem lá á borðplötunni. Skömmu seinna var drepið á dyrnar. Það var Óli matsveinn. Tommi var hættur að gráta, en augun flóðu enn i tárum. Nú þurrkaði Tommi sér um augun með vasaklút pabba og snýtti sér kröftuglega. „Kom inn”, sagði pabbi. „Ég ætlaði að minnast á þessar tunnur,....” sagði óli matsveinn. En svo veitti hann þvi strax athygli, að hér var eitthvað alveg sér- stakt að gerast. Sú mikla gleði og hamingja, sem geislaði útur svip Tomma, bar ekki sist vott um það. „Já”, sagði pabbi og stóð upp. „Það er Tómas, sonur minn, sem þú sérð hér.” Óli virti þá báða fyrir sér stutta stund. „Hm,..... þetta vissi ég fyrir löngu”, sagði hann ibygginn. „Já, einmitt það”, sagði pabbi glaðlega, — vissirðu það kannski á undan mér?” „Það var nú reyndar ekki erfitt að fara nærri um það”, sagði Óli matsveinn brosandi. „Ég gat þess fljótlega til með sjálfum mér, að þú myndir falla fyrir þessum órabelg fyrr en varði. Til hamingju, skipstjóri!” „Þakka þér fyrir, óli,” sagði pabbi og klapp- aði á koll Tomma. 10. kafli Tommi hugsar Næstu daga var Tommi oft annars hugar og i, þungum þönkum. Það var sem hann sæi nú allt i nýju ljósi, fólkið, skildi — allt, sem fyrir augu bar. Já, veröldin hafði algjörlega breytt um svip, eftir að skipstjórinn hafði spurt, hvort Tommi vildi verða drengurinn hans. Ekki var þó svo að skilja, að neitt hefði breytzt i bókstaflegum skilningi, þvi að ekki. verða nú hlutirnir, yfirleitt, annað en það, sem þeir eru. En engu að siður var sem allt væri gjörbreytt, allt hefði fengið nýjan svip, án þess að Tommi gæti gert sér grein fyrir af hvaða ástæðum það var. Ef til vill var það vegna þess, að nú var hann staddur hér með algjörlega nýjum hætti. Fyrir tveimur dögum var hann aðeins laumufarþegi, drengur, sem átti ekkert nafn, drengur, sem alltaf var að gera einhverja vit- leysu, án þess að vilja það, drengur, sem ekk- ert vissi, hvert hann var að fara. Nú var hann á vissan hátt orðinn alveg nýr drengur, — átti sitt eigið nafn, vissi hvert hann ætlaði og hvar hann átti heima. Já, þetta var i meira lagi skritið! Og það tók hann langan tima að átta sig á þvi til fulls. Tökum til dæmis borðsalinn fallega, Áður var þetta salur, þar sem Tommi þorði alls ekki að far inn. Nú var þetta borðsalurinn hans pabba. Nú gat hann farið þangað inn, hvenær sem honum sýndist og sagt við sjálfan sig: „Þetta er aðeins litilí hluti af öllu skipinu stóra, sem hann pabbi minn ræður yfir, og ég hef leyfi til að vera hér. Ég get komið hingað, án þess að hafa nokkuð að óttast, þvi að nú mun enginn reka mig út. Og svo var það hann óli matsveinn, Pétur langi og Pétur stutti, Kalli spilari, Halli og Billi og allir hinir. Áður voru þeir bara óviðkomandi persónur á ókunnu skipi, sem kom frá ókunnu landi. Og þó að þeir væru yfirleitt góðir við hann, gat hann aldrei treyst þvi, — að minnsta kosti ekki full- komlega, að þeir fleygðu honum ekki fyrir borð, einhvern daginn, þegar þeir væru orðnir leiðir á honum. En nú var Tommi algjörlega öruggur. Nú mundi enginn á skipinu gera honum mein i neinni mynd enginn mundi láta sér detta i hug að fleygja syni skipstjórans fyrir borð, — þvi gat hann treyst fullkomlega. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.