Heimilistíminn - 22.03.1981, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 22.03.1981, Blaðsíða 10
 Brad horfði alvarlegur á hana, eins og hefði hann aldrei séð neitt þvi likt áður. — Þetta er auðvitað nokkuð, sem þú myndir ekki geta skilið, svaraði hann alvarlegur i bragði. Svo sannarlega ekki! Og ég vil það heldur ekki, svaraði hún um hæl. Nokkra stund horfðust þau i augu, en svo kom Steve inn i húsið, þreyttur og uppgefinn, en i tæka tið fyrir móttökuna á stofunni. Merry heyrði fótatak hans, og þaut fram að dyrum. — Steve, hrópaði hún, og næstum kastaði sér i fangið á honum. — ó, elskan min, mikið er gott að þú skulir vera kominn. Steve viltu fara heim með mig. Það er búið að vera hræðilegt hér. Ég vil aldrei þurfa að sjá þetta fólk aftur. Steve brá greinilega. Hann lagði handlegg- inn um axlir hennar og leit i áttina til dyranna inn i ibúð Andreu, þar sem Andrea og Brad stóðu og vilti þau fyrir sér. Andlit Steves dökknaði af reiði, og hann tók fastar utan um Merry. Hann sagði ekki eitt ein- asta orð við Brad eða Andreu heldur leit niður á Merry, sem hékk utan i honum. Hún var greinileg að þvi komin að bresta i grát. Hann var mjög bliðlegur i málrómnum, þegar hann sagði: —Þú hefðir ekki átt að koma hingað Merry. —Ég veitþað núna, sagði hún hálfkjökrandi. — En þú vildir ekki koma til þess að tala við mig, elsku Steve. Ég varð að hitta þig. Komdu hem með mér i mat núna, og svo getum við far- ið i útreiðartúr upp i sveit á eftir. Þar getum við talað saman. Ó, elsku hjartað mitt, ég þarf svo margt að segja þér. —■ Ég get það ekki Merry. Ekki núna. Við- talstiminn er að byrja. Sjúklingarnir biða eftir mér, og svo þarf ég að fara i nokkrar vitjanir i 10 kvöld, svaraði Steve varfærnislega. — En komdu nú. Ég skal fylgja þér út i bilinn. Hann leit til Andreu og Brads og það var kuldasvipur og fjandskapur i augnaráðinu. Siðan snéri hann sér við og hélt enn utan um Merry. Hann ýtti henni á undan sér út á* tröppumar og i áttina að bilnum hennar. — Gerðu það Steve, sagði hún biðjandi, og staldraði við á gangstéttinni, á meðan hann var að opna bilhurðina fyrir hana, — komdu heim með mér. — Ég get það ekki Merry, sagði hann. — Ég skal hitta þig fljótlega. — En hvenær, Steve? — Strax og ég hef lausa stund. — Það nægir ekki að segja svona Steve. Ég vildi ekki hitta þig smástund. Ég vil vera með þér klukkustundum saman, eins og við vorum vön að vera, þegar þú varst á spitalanum hjá pabba og vannst þar bara ákveðnar vaktir, en ekki svona allan sólarhringinn, eins og þú gerir núna út af þessum aumingjum hér, sem geta ekki einu sinni borgað reikningana sina. — Elsku Merry min, það mátti greina, að þolinmæði Steves var á þrotum, — það, sem ég hefði getað lært á sjúkrahúsinu hjá pabba þin- um hefði ekki nægt til þess að gera mig að full- komlega hæfum lækni með alhliða þekkingu. Reynsla min hér hefur hins vegar mikla þýð- ingu fyrir mig. Ég þarf ekki að vera hér nema i eitt eða tvö ár, og svo... — Ár, veinaði Merry. — Steve það er ekkert nema timasóun fyrir okkur. — Við erum bæði ung, vina min. Steve brosti til hennar og reyndi að fá hana til þess að brosa á móti. — Og þegar ég hef lokið starfi minu hér, mun ég geta séð sómasamlega fyrir þér. — Það gætirðu gert nú þegar, ef þú bara leyfðir pabba...

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.