Heimilistíminn - 29.03.1981, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 29.03.1981, Blaðsíða 10
— Elskan min! Elsku saklausa stúlkan min! svaraði Brad. — Þegar þessi svipur er kominn á stúlkuna, og hann var svo sannarlega á Merry, þá er úti um manninn. Hann getur þá allt eins vel gefizt upp með glæsibrag, vegna þess að það er ekki til neins fyrir hann að reyna að hlaupast á brott. Þessar Merry-stelpur hlaupa hraðar en nokkur karlmaður hefur nokkru sinni getað gert. — Þú talar aldeilis vel um kvenfólkið, eða hitt þó heldur? Andrea hló, en það var alvara i hlátrinum. — Ég kann vel að meta þær konur, sem það eiga skilið, svaraði hann. — En ég get þvi mið- ur ekki sagt það sama um stelpur á borð við Merry. — Þú varst nú rétt að hitta hana, andmælti Andrea. — Finnst þér þú ekki vera svolitið ósanngjarn gagnvart henni? — Finnst þér það? — Nú, ég þekki hana tæpast. — Þú heyrðir hana tala. Finnst þér ekki tals- mátinn gefa nokkuð góða mynd af þvi hvernig hún er? — Jú, að sjálfsögðu. Og svo þekki ég lika föður hennar... — Og hún er grein af þeim meiði eða hvað? sagði Brad og brosti til hennar. — Jæja, ég held ég ætti að fara að koma mér af stað. — Brad, viltu ekki biða og borða með mér kvöldmatinn, sagði hún biðjandi. Og hún var greinilega jafnundrandi á sjálfri sér og hann var. —-Ég skal búa til humarsalat, og svo á ég tómata og salatblöð og bakarisköku, engla- köku. — Þú veizt vel, að ég get það ekki elskan, sagði Brad vingjarnlegur. — Ég er nú þegar búinn að vera i burtu of lengi. Ée verð að fara 10 aftur i vinnuna, og sjá hvað er að gerast. —Mikið vildi ég, að þú hefðir tima til þess að vera kyrr og borða með mér, sagði Andrea, og brosti til hans. — Er þetta ekki skrýtið? Ég hef þráð allt mitt lif að eiga heimili út af fyrir mig, og nú þegar ég hef eignazt það, finnst mér þreytandi að þurfa að borða ein. Brad hló við —Komdu þá með mér i sjúkraskýlið og borð- aðu þar kvöldmatinn, sagði hann. —-Ég er viss um, að á heitu sumarkvöldi eins og þessu verða þau með svinasteik og hvitkál, og baunir, og svo verða niðursoðnar ferskjur á eftir eins og vant er. Andrea hló. — Ég held að mig langi meira i humarsalat, jafnvel þótt ég verði að borða það ein, svaraði hún. — Ég vildi lika miklu frekar borða það en skyldan kallar og ég verð að koma mér af stað sagði Brad. Hann fór svo, og veifaði til hennar glaðlega i kveðjuskyni um leið og hann fór út og lokaði á eftir sér. Andrea gekk eirðarlaus um stofuna og fór svo með bakkann fram i eldhúsið. Hún bjó sér til salatið, og settist niður við litið borð úti við gluggann þar sem stóð röð af geranium i pott- um. Einhvern veginn fannst henni þó salatið enn minna spennandi en hún hafði búizt við, þegar hún ákvað að borða það. Hún þvoði upp diskana, tók vandlega til i eld- húsinu og fór svo inn i svefnherbergið, fór i sturtu og klæddi sig i hreinan einkennisbúning. Hún átti að fara aftur i sjúkraskýlið vegna kvöldmóttökunnar. Hún opnaði gangadyrnar, læsti svo á eftir sér með lykli og var að leggja af stað fram að úti-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.