Heimilistíminn - 29.03.1981, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 29.03.1981, Blaðsíða 13
„Já... en..” stamaði Tommi og var auð- sjáanlega enn á báðum áttum. „Ég er nú fyrst og fremst að hugsa um frúna”. „Frúna?” sagði pabbi, „það er áreiðanlega engin frú til i heiminum, sem er hættuminni en mamma. Hún er sú persóna sem þú þarft allra sizt að óttast”. En Tommi var ekki fús til að trúa þvi strax. Hann kvaðst alltaf hafa átt erfitt með að lynda við konur, og sagðist enga þekkja sem gæti un- að með honum einn einasta dag, hvað þá leng- ur”. „Nei, nú ertu óttalegur bullukollur”, sagði pabbi. „Nei, alls ekki”, sagði Tommi ákafur og ranghvolfdi augunum. „Hún frænka hans Kola-Pésa kastaði einu sinni regnhlifinni sinni á eftir mér, — já, hugsaðu þér annað eins. Og ég gleymi aldrei, hve reið hún varð af þvi að hún hitti ekki. En regnhlifin rifnaði i tætlur, — og þá varð kerlingin enn þá reiðari”. „Já, það má nærri geta” sagði pabbi og hló. „En mamma kastar ekki regnhlifum á eftir krökkum. Og auk þess erum við mamma yfir- leitt sammála. Og fyrst skoðun min er sú, að þú sért skemmtilegur og góður strákur er ég viss um, að henni finnst það lika”. „Ég... ég... stamaði Tommi. Hann var enn alls ekki öruggur. „Konan þin og börnin vita ekkertum migenn þá, — eða er það ekki rétt?” spurði hann. „Jú, vist er það rétt, — og þetta á að verða óvæntur viðburður fyrir þau”, sagði pabbi og kinkaði kolli. Hann horfði út um gluggann á stýrishúsinu. „En nú skulum við tveir gera ofurlitið að gamni okkar. Við skulum láta sem svo, að þú sért bara venjulegur laumufarþegi, og svo skulum við veita þvi athygli, hvað þau segja. Skilurðu hvað ég á við?” „En ég er bæði i buxum og skyrtu sem Tam- ar á. Finnst þér það ekki dálitið skritið ef við ákveðum þetta?” sagði Tommi. „Jú, það er alveg rétt hjá þér”, sagði pabbi. „Flýttu þér nú inn farðu úr þessu og klæddu þig i fataræflana sem þú áttir i Ameriku... og gleymdu ekki hattinum”, kallaði hann á eftir Tomma, sem var þegar að fara út úr dyrunum. Skömmu seinna lá Trinita bundin við hafnar- bakkann og litill hópur manna hraðaði sér upp landgöngubrúna. Tai-Mi, Tamar og Tóta voru i fararbroddi. Raunar var Snati á undan þeim öllum. Hann mundi vel, hvert leiðin lá upp á stjórnpallinn, og hljóp nú á hraða spretti yfir þilfarið upp stigann og hafði næstum þvi hrundið pabba um koll en hann kom einmitt út rétt i þessu. Og börnin komu lika öll að vörmu spori. Þau föðmuðu pabba að sér af fögnuði og mösuðu hvert i kapp við annað. Og svo kom mamma hlæjandi siðust af öllum, bauð pabba velkominn og sussaði á börnin og Snata, sem dansaði geltandi i kringum þau. Þetta var i raun og sannleika mikill hávaði og mikil fagnaðarlæti. En það furðulegasta af þessu öllu — já, alveg óskiljanlegt, var það, — að skipstjórinn skyldi vilja vera verða pabbi hans. Og Tommi reyndi að vera alltaf sem næst honum og virða hann fyrir sér, eftir þvi sem hann bezt gat, til þess að reyna að skilja þetta leyndarmál—þó að það væri erfitt. „Pabbi!” hugsaði hann með sjálfum sér og starði á þennan stóra og myndarlega menn, með ljóst hörund og blá augu. „Pabbi minn”, hugsaði hann, — „pabbi minn, — pabbi minn.” En hann gat samt engan veginn skilið þetta leyndarmál, hvernig sem hann velti þvi fyrir sér. Fjórir dagar voru nú liðnir frá þvi að þetta gerðist. Tommi hafði breytzt svo mikið á þessum fáu dögum, að enginn á skipinu þekkti hann fyrir sama dreng. Hann var alltaf svo stilltur og prúður, að háttvisari dreng var tæp- ast hægt að hugsa sér. Aðeins einu sinni kom ofurlitið óhapp fyrir þessa daga. Það var þegar hann rakst á vatnsfötu i eldhúsinu, svo að fatan fór um koll og vatnið rann út um allt- gólf. „Geturðu ekki horft i kringum, kjáninn þinn litli”, æpti Pétur langi öskuvondur. — „Afsakið”, var allt sem Tommi sagði einkar kurteislega. Þvi næst náði hann i gólf- rýju og fór að þurrka vatnið af gólfinu. Nú bar hann ekki við að kalla Pétur apakött eða aula- bárð, eða eitthvað þess háttar, eins og hann var vanur. Það var augljóst mál, að Tommi var eins og i öðrum heimi. Og Pétur langi klóraði sér i kollinum. „Jæja, karlinn, við skulum þá ekkert vera að' tala um þetta frekar. Farðu bara frá, ég skal þurrka þetta upp sjálfur,” sagði hann. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.