Heimilistíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 11
sjáanleg. Andrea heilsaði sjúkingunum um leið og hún gekk fram hjá þeim, en heyrði þá raddir berast fram úr herbergi hennar sjálfrar, og þekkti þar rödd Mörtu. Eitthvað alvarlegt hlýtur að hafa komið fyrir sagði hún við sjálfa sig, og flýtti sér i áttina að dyrunum og opnaði Marta snéri sér snöggt við um leið og hún kom inn, en kinkaði kolli, þegar hún sá hver var komin. — Það var timi til kominn, að þú mættir, sagði hún reiðilega. — Hér er svolitið, sem ég ræð ekki við. Hún benti á feitlagna, rauðhærða stúlku, grátbólgna i andliti sem sat i hnipri á stól An- dreu. — Spurðu mig ekki að þvi, hvernig hún komst hingað inn, án þess að ég tæki eftir henni, sagði Marta. — Hefði ég ekki heyrt hana vera að bjástra við lyfjaskápinn, og reyna að opna. hann, veit ég ekki hvað hefði gerzt. Andrea horfði undrandi og um leið spvriandí á Mörtu. — Já, þú átt kollgátuna, sagði Marta, eins og hún væri að svara spurningu frá Andreu — Hún heldur þvi fram, að hún hafi heyrt að gott væri að taka inn of stóran skammt af svefntöflum til þess að stytta sér aldur. Og þar sem hún er þreytt á lifinu... Stúlkan leit upp til Andreu grátbólgnum aug- unum og Andrea sagði: — En þú ert bara barn. Hvernig getur þú verið þreytt á lifinu? Það er hreint og beint hlægilegt að segja þetta. — Það er þó satt, sagði Marta, og mátti greina fyrirlitningu i röddinni. — Hún hlýtur svo sannarlega að vera að minnsta kosti 16 ára gömul, eða hvað? Ég vildi bara óska þess, að ég vissi ekki meira en þú um lifið og tilveruna. — Þið skil’jið þetta ekki, veinaði stúlkan, og tárin tóku að streyma, — Þið eruð báðar falleg- ar og gáfaðar, og eigið kærasta, og þiðeigið heima i fallegum húsum. Hvað á ég? Marta svaraði: — Ég læt þig um hana, Andy, vina min. Ef ég verð hér kyrr legg ég hana á hné mér og rassskelli hana, kjánann þann arna. Hurðin féll að stöfum á eftir henni. Andrea settist niður við borðið.brosti til stúlkunnar, og rétti henni svo bréfvasaklút til þess að þurrka burtu tárin, sem enn runnu niður rauðar kinn- arnar. — Segðu mér nú allt af létta, og við skulum sjá, hvort við getum ekki eitthvað gert til þess að bæta úr vandræöunum, sagði hún bliðlega. — Það er ekkert hægjt að.gera, sagði stúlkan þurrlega. f ? —Ég vil bara fá á'ð deyja, og það ætla ég mér að gera. — Jæja,* en ég er hrædd um, að við getum * ekki leyft slikt, sagði Andréa og brosti vin- gjarnlega. — Hversvegna ættl stúlka eins og þú, ung og falleg... Stúlkan stökk á fætur og sfiltti sér upp fyrir framan Andreu. Augun skutu gneistum. — Falleg? Ég? sagði hún ofsalega reið, eins og Andreu væri um að kenna. — Horfðu bara á mig. Ég er feit, og fitan er á röngum stöðum. Hárið er með gulrótarlit og stritt að auki. Ég er með græn augu. Ég lit alveg hræðilega illa út. Aftur fór hún að gráta, og henti sér niður i stól- inn við hliðina á borði Andreu, Hún huldi and- litið i höndum sér. —Hvað heitirðú, vina min, sgurði Andrea ró- lega. — Francine, stamaði stúlkan og var komin með hiksta. — Og er nafnið lika hlægilegt? Að ég svona feit og ljós skuli heita öðru eins skrautnafni ogFrancine. Mikið hafa krakkarn- ir i skólanum íika haft gaman af að striða mér út af nafninu. — Francine, hlustaðu nú á mig, sagði Andrea. — Þú þarft ekki að vera feit og ljót, nema þú endilega viljir það sjálf. Francine stanði á hana, og virtist hlusta á hvað hún var að segja, að rhirinsta kosti eitt augnablik, — Ég meina það, sem ég segi, sagði Andrea brosandi. —-Þú getur losnað við fituna. Þú get- ur farið i matarkúr og svo getur þú farið að stunda leikfimi og æfingar þar til þú verður bú- in að fá faliegan voxt, og þá batnar húðin lika. Og hárið, já', góð hárgreiðsla gæti breytt miklu þar um. — Kannski gæti ég litað á mér hárið? spurði Francine, stóreygð. — Auðvitað áttu ekki að gera það, kjáninn þinn. Háraliturinn er mjög faílegur. Augun eru heldur ekki hversdagslega græn, og þrátt fyrir það að svo væri gætir. þú glaðst yfir þvi, vegna þess að græneygðar og rauðhærðar stúlkur eru taldar stórglæsilegar. Augun i þér eru mógrá, með grænni slikju. Þú getur verið ánægð með það ef þér finnst það betra. Andrea hélt áfram og fylgdist vel með þvi, hvernig tók að birta yf- ir andliti stúlkunnar. — Vist þarftu svolitið á þig að leggja til þess að losna við aukakilóin, en ég er viss um að þú verður bæði hamingjusam- ari og fallegri án þeirra. f

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.