Heimilistíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 13
nú virti hún svip pabba fyrir sér enn þá betur en áður, alveg eins og hún skynjaði þar eitt- hvað, sem hún gat ekki skilið. Börnin stóðu öll hreyfingarlaus, hljóð og hugsi. Þeim var ljóst, að pabbi var eitthvað svo sérkennilegur, eitthvað svo ólikur þvi, sem hann var vanur að vera. Og milli hans og mömmu hafði nú myndast einhver óvenjuleg spenna, eitthvað furðulegt og dularfullt, sem þau gátu alls ekki skilið. Nokkra stund var algjörlega hljótt i klefanum „Hm!” sagði pabbi að lokum, gekk til Tomma og fór að athuga landakort, sem hékk á veggnum. Og allt i einu sýndist Tamari, að pabbi deplaði augunum kankvislega til blökku- drengsins. Að minnsta kosti brosi Tommi strax til pabba, þaðsá Tamar alveg greinilega. Og auðvitað fannst honum það ákaflega skritið, þvi að eitthvað hlaut að búa þarna að baki, það gat ekki farið á milli mála. Það var mamma, sem rauf þögnina. „Hvert ætlar svo drengurinn að fara?” spurði hún og leit á bakið á pabba. „Við verðum vafalaust að senda hann aftur til Ameriku,” tautaði pabbi. „Og hvert þá eiginlegaa? Á barnaheimili? ” ,,Ne....nei,” sagði pabbi með semingi, „hann hefur nú engan hug á þvi, enda á hann þar ekki heldur heima, þvi að hann er mesti óþekktar- angi, sem til er á byggðu bóli, og hefur ekkert uppeldi hlotið. „Hvaða vitleysa er þetta.” sagði mamma ákveðin og röddin var næ^wíim reiðileg. Dreng- urinn stendur þarna hljóður og prúður og virðist vera hinn kurteisasti.” ,,Já, en það er nú bara eitthvað sérstakt þessa stundina,” sagði pabbi og leit nánar á kortið. Og nú sá Tamar greinilega á ný, að pabbi dreplaði augunum kankvislega til Tomma. Þetta var i meira lagi skritið. „Hvað er það þá, sem hann brýtur sérstak- lega af sér?” spurði mamma. ,,Ja, það er nú svo margt, góða min. Hann hefur til dæmis farið eina ferð upp i tunnuna i reiðanum og var að þvi kominn að detta niður,” sagði pabbi og snéri við. Hann hefur stungist á höfuðið niður stigann i vélarrýmið og skrámað sig og marið meira og minna. Og einu sinni lá við, að við þyrftum að saga sundur skipið til þess að ná kollinum á honum út úr einu loftræstingaropinu.” „Já, þú segir fréttirnar,” sagði mamma og starði á pabba. „Já, og svo kallar hann okkur marga vafa- sömum nöfnum, — til dæmis kallar hann mig gamla Skrögg,” sagði pabbi að lokum. „Gamla Skrögg?” kailaði Tóta undrandi. „Hugsa sér annað eins”, sagði Tamar. Aldrei hefði honum dottið i hug að 'ségja neitt slikt við fullorðinn mann. En mamma virtist allt ekkert móöguö. ,,Já, —enþetta hefurþá verið skoðun hans,” mælti hún lágt. „En hvert fer þá blessaður drengurinn eiginlega, ef hann á ekki að fara á barnahæli?” „Ja....hvað skal segja?” mælti pabbi, snéri sér á hæl og horfði upp i loftið á ný. „Hann verður vafalaust að fara aftur til Kola-Pesa.” „Hvað ertu að segja?” kallaði mamma. „Á hann að fara aftur til þessa Kola-Pésa, þræla hjá honum, — hafa götuna fyri heimili sitt og svelta oft heilu hugri? Nei, nú hef ég aldrei heyrt annað eins.” „Nei, nú hef ég aldrei heyrt annað eins,” endurtók Tóta. Hún gat alls ekki þagað lengur, þvi að nú var pabbi svo ósanngjarn og misk- unnarlaus. Tamar sagði ekki neitt. Hann hugsaði bara með sjálfum sér, að brátt mundi eitthvað óvenjulegt gerast. En Tai-Mi gekk til Tomma og horfði innilega i augu hans. „Langar þig til þess?” spurði hún ákveðin En Tommi horfði spyrjandi til pabba, þvi að han skildi ekki það, sem Tai-Mi sagði. En nú stóð mamma á fætur, gekk til Tomma og tók um axlir hans. „Hvað heitir þú, drengur minn?” spurði hún á máli Tomma. „Ég heiti Tómas William Smith,” svaraði Tommi, eins vel og hann gat, þó að hann ætti raunar dálitið erfitt með essin. „En ég er kallaður Tommi,” bætti hann við brosandi. „Langar þig til að fara aftur til borgarinnar stóru Tommi?” spurði mamma. „Nei, mig langar ekki mikið til þess, frú”, svaraði Tommi. „En hvað viltu þá helzt gera?” Tommi leit til pabba, „Ég vil helzt vera á þessu skipi, frú.” „Kanntu þá kannski vel við þig hér?” spurði mamma. „Já, vissulega frú,” sagði Tommi ákafur, — „miklu betur en i borginni stóru.” Mamma snéri sér snögglega við og horfði ákveðin til pabba.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.