Heimilistíminn - 26.04.1981, Side 5

Heimilistíminn - 26.04.1981, Side 5
Stlgvélin eru ekki til útinotkunar heldur til þess að klæöast i inni á dag- inn eða kvöldin. Þau eru sérlega hentug til þess aö halda ykkur heitum á fótunum, og þaö er einmitt mjög nauösynlegt nú á dögum slhækkandi oliuverös, þegar allir keppast viö aö draga úr hitanum á heimilinu. Já, og meira aö segja hitaveitan sem lengst af hefur veriö ódýr er lika farin aö hækka upp úr öllu valdi. Þaö sem í stigve'lin þarf eru 70 cm af 140 cm breiöu loðnu efni. Ef þú vilt aö stigvélin veröi stif getur þú keypt jafn- mikiö af fliselini. Leggöu efniö tvöfalt og klipptu tvo sóla og fjórar hUöar. Brotna linan er innan fótar á stigvél- inu. Saumiö saman hliöamar, og saumiö svo sólann neöan i. látið loö- mullina sníia inn á meðan þiö saumiö. Fallegt er aö stinga skábandi inn i sauminn áöur en þiö saumiö sólann i stigvélin. Þá kemur þaö eins og skemmtileg brydding i kring um sól- ann, þegar stigvélinu er snúiö viö. Vel getur veriö, aö ykkur langi til þess aö hafa þessi stigvél varanlegri, og þaö mætti gera meö þvi aö sauma þau úr snöggklipptri gæru, en hana má fá i sútunarverksmiöjum t.d. hjá Sláturfélagi Suöurlands. Þá væri meira aö segja hægt aö láta gæruna snúa inn og viö þaö yröu stigvélin enn heitari en ella. En ef þiö viljiö þaö ekki, þá búiö þiö stigvélin bara til úr loðnu efni, eins og hér hefur veriö stungiö upp á. Þaö má Hka fóöra stig- vélin, og þá setja fliseliniö á milli, og þá siga þau siöur niöur um leggina. \

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.