Heimilistíminn - 26.04.1981, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 26.04.1981, Blaðsíða 7
Klux Jl\Lc]jI1 Hópur Ku Klux Klan-félaga lagöist út til æfinga i af- skekktu fjalllendi i norðanverðu Alabaraa ekki alls fyrir löngu. Mennirnir stefna að því að þjálfa sig sem bezt til þess að vera I framtiðinni færir um að verja mót og fundi Klananna, ef þörf krefur. Meginástæðan fyrir æfingunum mun þó vera sú, að mennirnir hyggjast undirbúa dráp á svertingjum i kynþáttastyrjoldmnl sem fyrirliðarnir segja að hcíjist áður en langt um Hður 1 þessum hópi manna er einvalalið sem á um leið að vera úrvalið úr Ku Klux Klan. Roger Handley stórdreki i Alabama lýsti þvi yfir i viðtali nýlega, að mennirnir eigi að vera tilbúnir tií þess að tryggja að borgir eíns og Birmingham og Decatur i Alabama „verði ekki nýtt Miami." Þessar borgir báðar hafa oft orðið miðpunktur kynþáttaóeirða, og þar er stöðugt veriö að flytja og dæma i alls konar deilumálum hvitra og svartra. Ekki alls fyrir löngu hófust málaferli yfir 50 ára gömlum negra, Curtis Lee Robinson. Hann er ákærður fyrir að hafa skotið David Kelso og þrjá aðra i kynþattauppþoti i Decatur fyrir tveimur árum. Kelso var háttsettur innan Klan-hreyfingarinnar. Þá hafa staðið yfir i Birmingham réttarhöld yfir svertingja nokkrum, "¦ sem sakaður er um að hafa nauðgað hvitri konu. Verði hann fundinn sekur halda Ku Klux Klan þvi fram, að svertingjarnir i Birmingham eigi eftir að gera borgina að vigvelli. — Við getum ekki látið viðgangast, að svertingjar drepi hvita menn. Sér- þjálfaöar sveitir Klananna munu hefna þeirra, sem falla, segir Hand- ley, sem er varaforseti heildarsam taka Ku Klux Klan i Bandarikjunum. | Orvalslið Ku Klux Klan var sett á fótt fyrir um það bil einu ári, eftir að gerö var tilraun til þess aö röða fyrir- liöa Klananna af dögum. 1 liðinu eru nokkrar deildir, en Handley vill ekki gefa upp hversu fjölmennt liðið er. Handley ræddi við fréttamann um æfingar Klananna og hafði þá með sér fjögurra ára gamlan son sinn. Hann vildi þó ekki segja, hvar liðið væri við æfingar, en gat þess, að æfinga- buðirnar væru stöðugt fluttar úr stað i þeim tilgangi, að hvorki her né lög- regla gæti komizt á snoðir um, hvar þær væru, og reyndu að koma i veg fyrir að æfingarnar gætu farið fram. Ku Klux Klan og bandariskir nazistaforingjar hafa tekið höndum saman I baráttunni gegn svertingjun- um, og vinna markvisst að þvi að til &- taka og óeirða komi. þfb. Ertu viss um, að hann hafi ekki skiliö eftir sigeinhverja peninga? — Alveg viss, ættingjarnir eru enn jafngóðir vinir og áður. Ku Klux Klan fyrir framan brennandi kross.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.