Heimilistíminn - 03.05.1981, Síða 13

Heimilistíminn - 03.05.1981, Síða 13
KÁLFA BORGARI MEÐ EGGJUM OG HRÍSGRJÓNUM Þessi fíni „kálfborgari" er góðor bandariskur réttur, og það er sannarlega ómaksins vert að reyna hann. Ef þið berið fram hrísgrjón og steikt egg með borg- aranum er hann hinn bezti máls- verður, og ekki mikil fyrirhöfn að búa hann til. Það sem i kálfborgarann þarf eru 400- 500 grömm af hökkuðu kálfakjöti, 2 dl. af hrísgrjónum, vatn og hænsnakjötstening- ar, 1/2dl. brauðmylsna, 2dl. vatn, 1 egg, 1 tsk. pipar, 1 pressað rif úr hvitlauk. Veltið borgaranum upp úr svolitlu hveiti og rifn- um sterkum osti. 2 msk. smjör eða smjör- liki þarf til steikingar og fjögur egg eru notuð með, ef fjórír eru i mat. Leggið brauðmylsnuna i bleyti i vatnið. Blandið saman egginu, hakkinu, sal.ti og pipar. Pressið hvitlaukinn og hrærið sam- an við kjötíð. Veitið fjórum borgurum upp úr hveitiog rifnum osti. Látið vel af hveit- mu og ostinum á hvern borgara. Siðan eru borgararnir steiktir i smjöri eða smjör- liki. Steikið eggin og berið fram með hris- grjónunum. — Ég geri ráð fyrir, að það sé rétt, svaraði frú Judson. — Þú varst búinn að segja, að ég mætti velja sjálf hjúkrunarkonuna. Ég hef valið Andreu. Hún á að fá herbergi við hliðina á sjúkrastof- unni minni. Ég veit, að ef ég get ekki sofið á nóttunni, kemur hún áreiðanlega inn til min og situr hjá mér og talar við mig. Hún krefst þess áreiðanlega ekki, að ég troði mig út á svefn- lyfjum til þess eins að sofna. Dr. McCullers horfði fjandsamlegum augum á Andreu. Hún lét engan bilbug á sér finna og horfði á hann á móti. Það var eins og svipurinn á andliti hennar færi eitthvað i taugarnar á honum. — Ekki þyrði ég að treysta þvi, Elizabeth, sagði hann stuttarlega. — Eftir þvi sem ég hef komizt næst er ungfrú Drake ekki sérlega sam- vinnuþýð hjúkrunarkona. Satt bezt að segja hefur hún verið mjög erfið viðfangs og óhlýðin. — Ég veit það, Jason, en ég er mjög hrifin af Andreu, og ég veit, að henni fellur vel við mig. Mér liði miklu betur, ef ég fengi að hafa hana, og svo varstu lika búinn að segja, að ég mætti ráða þessu sjálf. — Mér datt ekki i hug, að þú myndir halda fast við að velja hana. — Ég sagði þér, að mig langaði til þess að hafa hana eina. — Jæja þá, það þýðir ekkert að vera að þrátta um þetta núna. Ef þú vilt þetta endilega, þá geri ég ráð fyrir að ég geti ekkert gert til þess að breyta þvi. Dr. McCullers lét undan, en var þó mjög óánægður og óánægjan kom fram i svip hans, rétt eins og væri hann smádrengur. — Ég veit hversu þrá þú ert og stif á mein- ingunni. Nú kom reiðiglampi i augu frú Judson. — Hvers vegna ætti ég lika ekki að vera það, úr þvi um er að ræða mitt eigið lif, hreytti hún út úr sér. Dr. McCullers var nú aftur orðinn eins og honum var eðlilegt. Hann var læknirinn við rúm sjúklingsins. 13

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.