NT - 29.05.1984, Qupperneq 1
Líf og fjör
í farsinu!
■ Kjötfars og fiskfars sem
haft er til sölu í verslunum á
Reykjavíkursvæðinu er sumt
yfirfullt af alls konar gerlum.
Gerlar þeir sem eiga sér bú-
stað í einu grammi af fiskfarsi
reyndust þannig í einu tilviki
jafnmargir íbúum Banda-
ríkjanna þegar Neytendafélag
Reykjavíkur og nágrennis
rannsakaði gerlainnihald í
kjötfarsi og fiskfarsi fyrir
skömmu.
Niðurstöður rannsóknar-
innar voru birtar á aðalfundi
félagsins í gærkvöldi. Á fund-
inum var ennfremur rætt um
innflutning á kartöflum og
grænmeti en þau mál hafa
verið mjög í brennidepli að
undanförnu sem kunnugt er.
Þá var kjörin ný stjórn. Form-
aður var kosinn Sigurður Sig-
urðsson og tekur hann við af
Jóhannesi Gunnarssyni.
Sjá nánar um rannsóknina á
bls. 4
Tveirfélluaf
vinnupalli
og slösuðust
■ Tveir menn slösuðust
í gær er vinnupallur við
hús við Óðinsgötu brast
undir þeim. Féllu þeir
niður á gangstétt, þriggja
til fjögurra metra fall og
öklabrotnaði annar, en
hinn brotnaði á báðum
hælum. Þriðja manni sem
var við vinnu á pallinum
tókst að verjast falli.
Maðurinn sem ökla-
brotnaði er iðnaðarmaður
en hinn sem hælbrotnaði
er eigandi hússins, sem
verið er að vinna við, Arn-
ar Jónsson leikari. Þeir
voru báðir fluttir á Borgar-
spítalann. Rannsóknar-
lögreglan, Vinnueftirlitið
°g Öryggiseftirlit borgar-
innar rannsökuðu vett-
vang og er helst álitið að
leyndur fúi í þverbita hafi
valdið slysinu.
Árekstur í kappakstri
■ Um þessar mundir fer fram kappaksturskeppni í Indianapolis komast lífs af. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús, þar sem
í Bandaríkjunum. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér, þá hann hefur legið á gjörgæslu.
< hefur keppnin ekki verið áfallalaus. Annað slys setti svip sinn á þessa keppni. Gordon Johnson
Bandarískur kappakstursmaður, Patrick Bedard, ók á öryggis- þekkt kappaksturshetja, fór út af brautinni, ók á öryggisgirðingu
girðingu kappakstursbrautarinnar, og gjöreyðilagðist ökutækið , og kastaðist út fyrir hana. Nærri lá að ökutækið ienti á einum af
eins og sjá má. Undravert má teljast að ökumaðurinn skyldi bitvélavirkjum keppninnar. Gordon slapp með öklabrot.
Áburdarskort-
ur í Gufunesi
- verksmiðjan stopp í þrjár vikur vegna bilunar
■ Tilfínnanlegur áburðar-
skurtur hefur verið hjá Áburð-
arverksmiðju ríkisins í Gufnesi
að undanförnu og hefur það
víða bitnað á bændum. Ástæð-
an er að sögn Þorsteins V.
Þórðarsonar sölustjóra að sýr-
uverksmiðja fyrirtækisins bilaði
um mánaðamótin aprfl-maí og
komst fyrst í lag fyrír nokkrum
dögum. Af þessum sökum
stöðvaðist öll framleiðsla í þrjár
vikur en á þeim tíma átti að
framleiða um 5000 tonn af tún-
blöndum fyrir bændur. Nú er
væntanlegur til landsins skips-
farmur með áburði frá Noregi,
um 2500 tonn. Upphaflega
pantaði verksmiðjan 5000 tonn en
vegna verkfalls í Noregi tókst
ekki að koma nema einum
skipsfarmi úr höfn þar ytra.
„Við eigum ennþá nóg af
kjarna, magna og garðáburð í
kartöflugarða en vantar tún-
blöndur", sagði Þorsteinn, „að
undanförnu höfum við selt sól-
arhringsframleiðsluna af henni
á einum degi, en þar kemur
fleira til. Það hefur vorað óvenj-
usnemma í ár ög þá fyllast
bændur bjartsýni. Þeir bæta við
fyrri pantamr og hætta við að
hætta búskap", sagði Þorsteinn.
Þá kom fram hjá Þorsteini að
norski áburðurinn væri væntan-
legur til landsins á næstu dögum
og er þá búist við að vandinn
verði úr sögunni.
Loðin svör í
heróínmálinu
■ „í stuttu máli: við erum
bara engu nær eftir þetta skeyti“
sagði Arngrímur Isberg fulltrúi
lögreglustjóra um svar sem
. barst frá norskum yfírvöldum í
gær við fyrirspurn íslenskra lög-
regluyfirvalda vegna ummæla
Oddmund Dahle, starfsmanns
norsku fíkniefnalögreglunnar í
Pakistan, við fréttamann ríkis-
útvarpsins um að ísland væri
líklegur viðkomustaður þeirra
sem vilja smygla heróini til Evr-
ópu.
„Það er ekkert handfast að
finna í skeytinu um hvort þetta
er raunhæfur möguleiki. Þarna
virðist vera um ákveðinn orð-
róm að ræða sem menn geta
síðan lagt sitt mat á“ sagði
Arngrímur.
Arngrímur sagði að Dahle
hefði sent norskum lögregluyfir-
völdum skýrslu um þetta í vetur
en hún hefði aldrei borist
hingað, enda væri erfitt að henda
reiður á upplýsingunum.
„Það er sem sagt enginn
ákveðinn grunur á einn eða neinn
og ekkert staðfest. Það er ekk-
ert hægt að vinna eftir þessu og
einnig væri hvort cð er erfitt að
eiga við þetta því ísland er
engin endastöð samkvæmt þess-
um orðrómi. Það væri nánast
útilokað nema fá öruggar upp-
lýsingar frá annaðhvort upp-
hafsstað eða endastað. En fyrst
þetta vrðar okkur ekki á annan
hátt lilýtur öll vinnan að beinast
í aðrar áttir."
Olafur Jóhannesson
jarðsunginn í dag
■ í dag verður Ólafur Jóhannesson, fyrrum forsætisráðherra,
borinn til grafar frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Utförin er gerð
á vegum ríkisstjórnarinnar og hefst athöfnin kl. 13.30. Þórir
Stcphensen, dómkirkjuprestur jarðsyngur og dómkórinn flytur
útfararsálm.
NT vottar aðstandendum hins látna samúð á útfarardaginn.
Ólafs Jóhanncssonar er minnst í aukablaði NT í dag, á
blaðsíðum 11-18.