NT - 29.05.1984, Side 2
Þriðjudagur 29. maí 1984 2
Listahátíðin:
Opnuð með veglegri hátíð
■ Listahátíð verður
opnuð formlega í
Laugardalshöll n.k.
■ Sprelligosarnir í Bob Kerr's
Whoopee Band eru að eigin
sögn í tölu skemmtilegustu
manna Bretaveldis og þeir
verða meðal þeirra sem eiga að
létta skap landans á opnunar-
hátíðinni.
föstudag, 1. júní og
verður þar margt gert
til að gleðja augu, eyru
og maga. Húsið verður
opnað kl. 20.00 og kl.
21.00 leikur Sinfóníu-
hljómsveit íslands há-
tíðarmars Páls ísólfs-
sonar og því næst held-
ur menntamálaráð-
herra setningarræðu
sína. Eftir það verða
atriðin öll heldur af
léttara taginu.
Tveir flokkar erlendra lista-
manna koma fram um kvöldið
Bob Kerr’s Whoopee Band
frá Englandi standa tynr
uppákomu, en þeir félagar
segjast vera þeir þriðju
skemmtilegustu í heimalandi
sínu. Tónlist þeirra og fram-
ganga öll á sér einkum þann
göfuga tilgang að kitla hláturs-
taugar viðstaddra, svo sem
nafnið bendir raunar til. Þá
verður einnig um kvöldið
uppákoma viðfrægs banda-
rísks leikflokks, Morse Mime
Theater en flokkurinn er nú á
löngu leikferðalagi og tókst að
fá hann til að staldra hér við.
Sendibílstjórar í stríði við DV:
Teljafariðinná
á sitt verksvið
■ Sendibílsstjórar stöðvuðu
dreifingu DV í hádeginu í gær
með því að leggja bflum sínum
fyrir framan prentsmiðju Morg-
■ Magnús Einarsson aðstoð-
aryfirlögregluþjónn les bréf frá
samgönguráðuneytinu sem
sendibflstjórar lögðu fram til
stuðnings kröfum sínum en þar
telja þeir vera skýrt kveðið á um
verksvið sendibflstjóra.
unblaðsins í Skeifunni þar sem
DV er prentað.
Lögreglan var kvödd á
staðinn. Að sögn Magnúsar
Einarssonar aðstoðaryfirlög-
regluþjóns báru sendibílstjórar
að þeir væru að mótmæla því að
farið væri inn á þeirra verksvið
með því að DV fengi ökutæki
sem ekki væru inni á sendibíla-
stöðvum til að dreifa blaðinu.
Dreifingarstjóri DV taldi hins
vegar að þarna væri um verk-
taka að ræða sem sæju um
blaðaútkeyrslu. Um þetta var
rituð lögregluskýrsla og sendi-
bílstjórar yfirgáfu síðan vett-
vang að beiðni lögreglu.
„Þetta snýst um að við erum
að reyna að fá fólk til að fara
ekki inn á okkar verksvið eins
og gert er hjá DV“ sagði Björn
Baldursson bílstjóri hjá sendi-
bílastöðinni, Þresti við NT í
gær. Björn sagði að þetta væri
gert víðar en vildi ekkert segja
um hvort svipaðar aðgerðir
væru fyrirhugaðar við fleiri
fyrirtæki.
FILLCOAT
^ NOXYDE
gúmmíteygjanleg
samfelld húð
fyrir málm- og
pappaþök
• Ervatnsheld
• Inniheldur cinkromat og hindrar
ryðmyndun
• Odýr lausn fyrir vandamálaþök.
LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA
■ Sendibflarnir fyrir utan prentsmiðju Morgunblaðsins en sendibflstjórar töfðu dreifingu DV um
klukkutíma í gær með mótmælastöðu.
NT-mynd Sverrir
Að fletja
málin út
■ Örugglega ekki, er svar
formanns Sjálfstæðisflokksins
við þeirri spurningu mogga-
mannsins Bjöm Bjarnasonar
hvort ekki sé tilhneiging til
þess hjá alþingismönnum að
fletja málin út og teygja allt á
langinn. Umrætt viðtal sem
birtist í Morgunblaðinu í gær
er fyrir marga hluta sakir
merkilegt og ef tekið er mið af
orðum Þorsteins sjálfs verður
að teljast með ólíkindum að
það sé við alþingismann...
Leggja
lóðsar á?
■ Maður nokkur konr að
máli við blaðið og sagði að ef
reynt væri að ná sambandi við
hafnsögumenn í Reykjavík á
nóttunni, þá lyítu þeirtólinu af
símanum og legðu hann á
borðið en svöruðu ekki. Blaða-
maður prófaði'þetta á föstu-
dagskvöld - - en ætlaði reynd-
ar í leiðinni að fá upplýsingar
um skipaferðir. Og víti menn
þetta stóðst. Það var reynt
tvisvar að ná sambandi en í
hvorugt skiptið tókst það. Sím-
anum var lyft af en síðan
gerðist ekkert.
í gær var haft samband við
skrifstofu hafnsögumanna og
sagði sá er fyrir svörum varð
að það hefði líklega verið um
bilun í skiptiborði að ræða.
Skulum við vona að það sé satt
-- hitt væri leiðinlegra að
þurfa að trúa slíkri mannvon-
sku upp á hafnsögumenn, jafn
ágætir og þeir nú sjálfsagt eru.
Rússinn
og konan
■ í bæjum og þorpum lands-
ins eru sveitarstjórnir víða um
þessar mundir að fjalla um
ráðningu umsjónarmanna með
unglingavinnu sumarsins. Slíkt
ráðningamál var m.a. tekið
fyrir í sveitarstjórn á Blöndu-
ósi nýlega. Meðal umsækjenda
var ung kona á staðnum.
Gamlir, reyndir og vísir
hreppsnefndarmenn fundu
því ýmislegt til foráttu að ráða
þessa ungu konu til starfans,
ekki síst það að umsjónarmað-
ur þarf að flytja á Rússajeppa
garðyrkjuáhöld og annað sem
til þarf við fegrun bæjarins. Sú
breyting hefur hins vegar orðið
á hreppsnefndinni á síðustu
árum (og vísast ekki til bóta)
að þar eiga nú einnig orðið sæti
hinar mestu kvenréttindakon-
ur, sem tóku hin gildu rök
gegn ráðningunni ekki til
greina og komu því til leiðar
að konan unga var ráðin. Er
nú eftir að sjá hvernig henni
gengur að glíma við Rússa-
jeppann góða í sumar.
y
Kirkjuvegi 3A Hafnarfirði, símar 54766 og 50538