NT


NT - 29.05.1984, Side 9

NT - 29.05.1984, Side 9
■ Frá einvígi Kasparovs og Smyslovs í Vilnus í Sovétríkjunum. 4 þúsund lesendur tímaritsins „Ogonjok“ tóku þátt í getraun um lokaniðurstöðuna. Meðal þátttakenda var heimsmeistarinn Anatoly Karpov. Hann gat sér til um að Kasparaov ynni 81/2:41/2 og hafði þar á réttu að standa. ann fyrir hinuni sálfræðiiega þætti. Hanngerirútum málin. Hvað varðar líkamlegan undirbúning legg ég stund á íþróttagreinar - hlaupogsund. Það hleypur allur þjálfarahóp- urinn - nema mamma. - Garrí. í viötölum og við- ræðum hafið þér oftar en einu sinni sagt, að skákin sé fremur list í yðar augum en vísindi eða íþróttir. Það væri gaman að fá að heyra víðtæka túlkun á orðinu „skáklist“ - Sérhver skák er list. Ég held því fram, að við skákborð- ið sé hægt að skapa dýrgripi og þau auðævi muni veita fólki andlega ánægju - er slíkt ekki áhrif sannrar listar? - Að búa til safn skáklistar- innar, ef svo mætti að orði komast, þar sem sýningargrip- irnir eru bestu skákir meistara allra tíma og þjóða. Ég held, að það mundi ekki veita minni ánægju heldur en fagur vefur eða leirskál, sem meistari hfur skapað. - Ég styð hugmyndina. Að vísu má segja að ekki sé eins auðvelt að skilja skákina. Það þarf undirbúning og vissan styrkleika til að skilja bestu skákirnar. Eins og til að skilja alvarlega og þunga tónlist. Gerum ráð fyrir að þér séuð, að sigra í skák. Hvaða leið veljið þér til sigurs - fallega taflmennsku eða stystu leið- ina? - Það væri best að þetta tvennt færi saman. Ef staðan er ótvíræð, þá gétur stórmeist- ari leyft sér að tefla falleg innan vissra marka. En gerið yður í hugarlund flókna og snúna stöðu - þá vonast maður til þess að koma'st út úr henni án þess að tapa. Þegar staðan er erfið, fer maður ekki að hugsa viturlega, heldur velur bestu og stystu leiðina. En ég verð að segja: Skákin er svo samhljóma í sér, að stundum er stysta leiðin til sigurs jafnframt fallegasta leið- in . Fegurð og einfaldleiki fara saman. - Það mætti kannske segja, að einfaldleikinn væri bróðir skáksnilldarinnar... - Kannski. f skákinni ríkir eigin fegurð og hún er eins fjölbreytt og fegurð lífsins. Hin samhljóma fegurð er fyrir hendi í skákinni. Vasilí Smysl- ov sýndi hana á sínum bestum árum. Það er til fegurð Tal- fórnarinnar. Af eigin skákum er ég hrifnastur af níundu skákinni, sem ég tefldi við Smyslov í Tallin og fimmtu skákinni við Beljavskí. Hin sanna fegurð skákarinnar er fólgin í réttri ákvörðun, sem ætíð á að vera samhljóma. - Þeir, sem aðhyllast íþróttamennskuna í skákinni eru á öðru máli. Þeir telja, að þegar verið sé að velja besta leikinn, eigi ekki aðeins að taka þann leik með í reikning- inn, lieldur aðra þætti: Tíma- þröng, tilraun til að flækja stöðuna í því markmiði að búa andstæðinginn undir tíma- þröng, sem er í nánd o.s.frv. - Eg er ekki á sama máli. Lymska við skákborðið er andstæð skákinni og fjarri íþróttaandanum. - Hvað gerið þér í tóm- stundum yðar? - Ég held, að lesturinn gegni tvíþættu hlutverki hjá mér. Eg les til að slökkva upplýsingaþorstann og svo hjálpa bækurnar mér til að fullkomna mig fagurfræðilega séð, eins og öllum lesendum. Auðvitað hef ég ekki lesið allt, sem hægt er að vera búinn að lesa á mínum aldri, þó áð ég hafi frá byrjun lesið góð verk samkvæmt meðntælum for- eldra minna. Ég er mjög hrifinnaf róman- tískum verkum Gorkí. Ég les hvenær sem ég get verkið „Náttbólið". Bækurnar „Hundrað ára einsemd” eftir Mafques og „Hverjum klukk- an glymur" eftir Hemmingway höfðu mikil áhrif á mig. Sam- tölin í síðari bókinni eru snilld. það býr svo mikið að baki þeirra. Það er furðulegt hversu vel Hemmingway tekst að koma svo mikilli hugsun og tilfinningum inn í stutt samtöh Hann er í mínum augum einn besti rithöfundur heimsins. Við þennan ófullkomna lista bæti ég Feichtwanger, sem er eftirlætishöfundurinn minn. Skrif hans eru full af heim- spekilegum hugleiðingum og hafa mikil áhrif á mig. Af ljóðskáldum er ég mjög hrifinn af Púshkin og Lermont- ov. Ég er andlega skyldur Lermontov. Af nútímaskáld- unum er ég hrifnastur af Evtús- henko. Ég kann utan að kvæð- in "Bratskraforkuverið" og „Háskólinn í Kazan" Ef við tökum tónlistina, þá er ég afar hrifinn af Mozart og af tónlist samtímans er ég hrifnastur af lögum með Öllu Pugachevu. Ég varð einnig mjög hrifin af verkum Sajat- Nova, sem Gegam Grigorjan, einsöngvari við Óperuna í Vilnjus, hefur sungið. Listin er mér nálæg í skák- inni, en í listinni er mér það nálægt, sem færir fólki visku og gleði. Vettvanqur ■ Júlíus J. Daníelsson Ráðstafanir til að tryggja tekjur bænda Þó tekist hafi í flestum Evrópulöndum að þoka tekj- um bænda nær tekjum viðmið- unarstéttánna hefur markið ekki náðst. Tekjur keppinauta evrópskra bænda þ.e. bænda í Norður-Ameríku, Ástralíu og Nýja-Sjálandi ráðast hinsvegar meira af því hvernig heims- markaðurinn þróast. Af nýlegri heimild frá OECD kemur hinsvegar fram að í öllum löndum er bændum ábyrgst visst verð fyrir vörur sínar með opinberum aðgerð- um til þess að tryggja tekjur þeirra. í Evrópu er verðið ákveðið fyrirfram fyrir ákveð- inn tíma og tryggt með ýmsu móti. Fram að þessu hefur reglan verið sú að ábyrgjast allaframleiðsluna. Viðkvæmar vörur eins og mjólkurvörur og sykur hafa þó ekki verið að fullu verðtryggðar hjá EBE. Þær aðferðir sem notaðar hafa verið af opinberri hálfu til að verðstyðja búvörur í Evrópulöndum eru mismun- andi eftir vörutegundum. En aðalaðferðin er jafnaðarverð eða verðtrygging, sem á að gefa bændum öruggt lágmarks- verð. Nokkrar grunnvörur svo sem korn, mjólk, nautakjöt og kálfakjöt fá ótakmarkaða verötryggingu. Á sykurfram- leiðslu er ákveðinn kvóti verð- tryggður. Engin verðtrygging er á eggjum, kjúklingum eða svínakjöti. Verðtryggingakerfið í Efna- hagsbandalagslöndunum er víggirt með innflutningstollum og útflutningssjóðum. Útflutn- ingssjóðirnir eru notaðir til að greiða mismuninn á heima- verði og útflutningsverði þegar flutt er út fyrir bandalagið. Uppbætur eru greiddar á nokkrar framleiðsluvörur, svo sem hveiti, olivuolíur og jurta- olíur eða að fast gjald er greitt á hvern hektara, sem ræktaður er svo sem af hör, hampi og humal. Samanlagt njóta um 3% af búvöruframleiðslu EBE slíkra uppbóta. í löndum Evrópu utan EBE er verði á korni. mjólk, nauta- kjöti og kálfakjöti haldið uppi hve mikið sem framleitt er. Þó er kvóti á nijólk í sumum löndum svo sem Sviss, Aust- urríki, Noregi og Finnlandi og aðeins hann verðtryggður. Af öðrum aðferðum til verð- tryggingar má nefna beina fjár- styrki í Svíþjóð og Noregi til að halda uppi hærra innan- landsverði en heimsmarkaðs- verð án þess þó að það komi niður á neytendum. Svíar og Norðmenn fylgja verðlagsstefnu sem miðar að því að tryggja afkomu smá- bænda og bænda sem búa í hinum harðbýlli héruðum. Svisslendingar greiða bænd- um í harðbýlli sveitum uppbæt- ur á framleiðsluna. - Norður- Ameríkuþjóðir, Ástralir og Nýsjálendingar hafa líka visst verðtryggingarkerfi á búvörum oftast í formi verðbóta eða verðstuðningsaðgerða. Bandaríkjamenn hafa verð- tryggingarkerfi á mjólkur- vörum líkt því sem er í EBE. Ríkið kaupir ótakmarkað magn af smjöri, osti og mjólk- urdufti. Á hinn bóginn búa amerískir kornbændur við al- veg sérstakt verðtryggingar- kerfi, sem tryggir þeim visst lágmarksverð. í Kanada er reiknað út lág- marksðverð sem byggist á markaðsverði síðustu fimm ára á mörgum helstu landbúnaðar- vörum. Ef markaðsverðið nær ekki lágmarksverðinu, greiðir ríkið bændum verðbætur. Tveggja verða kerfi er tíðk- að í Kanada og Ástralíu. Gildir þá eitt verð á búvörum heima- fyrir en annað fyrir útfluttar búvörur og ákveða verðlags- nefndir hvorttveggja. Kana- dískir hveitibændur eiga kost á verðuppbótum á heimamark- aði ef verð fellur niður fyrir visst mark og þetta kerfi verkar líka í hina áttina og kemur þá neytandanum til góða ef verð fer upp fyrir markið. Verðjöfnunarkerfi verndar bændur í Kanada fyrir miklum verösveiflum. Bændur ogríkið greiða ofurlítið framlag í sér- stakan sjóð (bændur hundr- aðshluta af söluverði framleiðslunnar). Þegarþörfin kallar að, greiðir sjóðurinn bændum fé í hlutfalli við með- algreiðslur þeirra síöustu þrjú árin. 1 mörgum löndum er rekstr- arkostnaður greiddur niður á ýmsan hátt í viðbót við þær stuðningsaðgerðir við land- búnað sem raktar hafa verið'. í Hollandi hefur garðrækt til dæmis hagnast vel á umsömdu lægra gasverði, heldur en iðn- aðurinn þarf að borgá. í öllum löndum Efnahagsbandalagsins eru bændur í samræmi við landbúnaðarstefnu þess, studdir fjárhagslega til þess að færa búskap til nútímahorfs og einnig til þess að byrja að stunda nýjar búgreinar. 1 Nor- egi og Svíþjóð, Austurríki og Sviss, þar sem náttúruleg skil- yrði eru sumsstaðar erfið, eru veittir framleiðslustyrkir og flutningar eru greiddir niður. Þessi stuðningur er fyrst og fremst veittur bændum í hinum snauðari héruðum. Á Norður- löndum er bændum tryggð með árlegum samningum endurgreiðsla á vissum kostn- aðarhækkunum sem orðið hafa, með samsvarandi verð- hækkun búvöru og líka í bein- hörðum peningum. í Bandaríkjunum og Kan- ada er kostnaður lækkaður með því að styrkja af ríkisfé flutninga á búvöru. í Kanada er olíuvörum haldið neðan við heimsmarkaðsverð, einkum og sér í lag á dísilolíu sem notuð er á dráttarvélar. Þegar stjórnvöld vilja styðja við einhverja þá bændur eða búgrein sem eiga í miklum erfiðleikum. þá er veittur beinn fjárstuðningur. Þessu er hagað með ýmsu móti eftir löndum. Beinn fjárstyrkur er greiddur þeim sem búa við hörð náttúruskilyrði í löndum EBE, Noregi, Svíþjóð. Aust- urríki og í Sviss. Þar sem þessi styrkur má ekki hafa of mikil áhrif á framleiðsluna er hann greiddur án tillits til fram- leiðslumagns. Þriðjudagur 29. maí 1984 9 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 25 kr. Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. r Leiðtogí kvaddur ■ Ólafur Jóhannesson mun hafa komið fyrst til Reykjavíkur haustið 1934, þegar hann mætti sem fulltrúi bindindisfélagsins í Menntaskólanum á Akur- eyri á þingi Sambands bindindisfélaga í skólum, ásamt Eiríki Pálssyni. Þeir norðanmenn vöktu verð- skuldaða athygli á þessu þingi. Eiríkur öllu aðsóps- meiri, en Ólafur var þó foringi þeirra félaga í huga þeirra, sem þingið sátu, en báðir áttu þeir þar góðan hlut. Um svipað leyti hóf Ólafur Jóhannesson þátttöku í félagi ungra Framsóknarmanna á Akureyri, sem var þá nýstofnað. Þar hófst hann fljótt til forustu. Pólitískur ferill hans var því orðinn hálfrar aldar, þegar hann féll frá. Ólafur Jóhannesson varð strax einn helzti áhrifa - inaður í samtökum ungra Framsóknarmanna í Reykjavík eftir að hann kom suður og hóf laganám við Háskólann. Sennilega hefur Ólafur Jóhannesson skrifað fyrstu stóru stjórnmálagrein sína, þegar deila reis um það eftir að heimsstyrjöld rauf sambandið við Dan- mörku, hvernig hátta skyldi stjórnarfarslegum skiln- aði landanna. Sumir vildu nota þetta tækifæri til að slíta sam- bandinu sem fyrst, en aðrir vildu fara hina svokölluðu lögskilnaðarleið. Ungir Framsóknarmenn hölluðu sér undantekningalítið að hraðskilnaðarleiðinni. Það var haft á móti henni, að hún væri ekki að öllu leyti lögleg vegna ákvæða sambandslaganna frá 1918. Jónas Jónsson var helzti talsmaður hennar og túlkaði málið einkum á tilfinningalegum grundvelli. Laga- legu rökin fengu hraðskilnaðarmenn fyrst, þegar Ólafur Jóhannesson skrifaði ítarlega grein í Tímann og færði fram sterk lagaleg rök í málinu. Ólafur Jóhannesson vann sér fljótt svo almennt traust í flokknum, að litið var á hann sem sjálfsagðan arftaka þeirra Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar, þegar að því kæmi að þeir létu af forustunni. Til að árétta þetta var hann skipaður í efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í vorkosningunum 1942. Það átti ekki að liggja fyrir honum þá að verða þingmaður Reykvíkinga heldur mun seinna. Það má segja með verulegum rétti, að Ólafur Jóhannesson yrði einn að taka við því hlutverki, sem þeir Eysteinn Jónsson og Hermann Jónasson gegndu um langa hríð fyrir Framsóknarflokkinn. Það var stórt hlutverk og vandasamt. VerKin sýna, að Ólafur Jóhannesson var vandanum vaxinn. Stjórnmálasaga íslands á síðasta áratug er ótvírætt merki um það. Framsóknarflokkurinn á þrjá áratugi í íslandssög- unni á þessari öld. Fyrstur er þriðji áratugur aldarinnar, sem kenna má við hinar miklu framfarir, sem urðu þá undir forustu Jónasar Jónssonar og Tryggva Þórhallssonar. Annar er fjórði áratugurinn, þegar Eysteinn Jónsson og Hermann Jónasson komu þjóðinni heilu og höldnu yfir holskeflur heimskrepp- unnar. Þriðji er áttundi áratugurinn, sem jafnan verður tengdur Ólafi Jóhannessyni. Framsóknarmenn kveðja látinn leiðtoga sinn með þakklæti og virðingu og votta konu hans, dætrum, barnabörnum og öðru vandafólki dýpstu samúð. Það eru ekki aðeins Framsóknarflokksmenn, sem kveðja Ólaf Jóhannesson á þennan hátt, heldur þjóðin öll. Þegar mestu skipti var hann í senn hvort tveggja flokksleiðtogi og þjóðarleiðtogi.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.