NT


NT - 29.05.1984, Síða 15

NT - 29.05.1984, Síða 15
Þriðjudagur 29. maí 1984 1 5 byggingu um landið allt, svo jafnvægi byggða á milli yrði sem best. A sjöunda áratugn- um sóttu fólksflutningar meira á höfuðborgarsvæðið en góðu hófi gegndi, ef metin er at- vinnuuppbygging, skólar.sam- göngur og fleiri þjónustuþætt- ir, sem höfuðborgarsvæðið réði af eðlilegum ástæðum ekki við. Eftir sat svo landsbyggðin, er tapaði fólki og því fjármagni er því fylgdi. Pessi þróun leiddi til samdráttar á landsbyggðinni í atvinnu og þjónustu og fólks- fjölgun var engin. Þessi þróun hafði það einnig í för með sér, að fólksflutningar urðu til ann- arra landa. Með stefnu ríkisstjórnar Ólafs, byggðastefnunni, var þróuninni snúið á aðra braut. Atvinna óx á landsbyggðinni, alhliða uppbygging átti sér stað og fólksfjölgun varð yfirleitt. Eðlileg uppbygging og jafn- vægi komst einnig á á höfuð- borgarsvæðinu. Að þessari framsýni og stefnufestu Ólafs Jóhannessonar hefur þjóðin búið að til þessa. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar varð fyrir verulegum á- föllum. Eldsumbrotin í Vest- mannaeyjum voru þar fyrir- ferðarmest. Ólafur forsætis- ráðherra tók þegar forustu um aðgerðir til bjargar fólkinu og byggðarlaginu. Sú stefna er hann markaði um efnahagsað- gerðir vegna þessa áfalls hefur reynst þjóðinni þá og síðar happadrjúg. Ég hefi áður gert grein fyrir stefnu Ólafs í þessu máli og mun ekki fjölyrða frekar um það hér. Hitt áfallið varð einnig á fyrri hluta áttunda áratugarins, sem var olíuverðshækkunin. Ólafur stefndi að því að taka á þeirri holskeflu með festu og þannig forða þjóðinni frá veru- legu áfalli. Enda þótt honum tækist ekki að fá fylgi fyrir stefnu sinni þar að lútandi þá greip hann til þeirra ráða sem framkvæmanleg voru. Upp úr þeim átökum varð ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar mynduð. Ólafur fór þar með við- skiptamál, auk dóms- og kirkju- mála. Hann lagði sig fram í störfum þeirrar ríkisstjórnar sem og hinnar fyrri. Vinnusemi hans og heiðarleiki komu glöggt í ljós sem áður. Ekki neita ég því að mér fannst Ólafur sýna það við ríkisstjórnarmyndun sina 1978, að hann var hafinn yfir það að líta á ádeilur á stjórn- málamenn nema sem sjálf- sagðan hlut sem stjórnmála- baráttunni hlyti að fylgja. - Oft hefur mér í kyrrð minni nú orðið hugsað til þess, ef þeir sem með honum unnu þá, hefðu gert sér fullkomlega grein fyrir, hversu forustuhæfi- leikar hans voru miklir, þá hefðu þeir gefið sér tíma til að vinna að lausn þeirra mála sem nauðsyn bar til og þeir vildu leysa. Utanríkisráðherra var Ólaf- ur í ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsen. í þeim störfum hans kom greinilega í Ijós, hversu mikils álits hann naut hjá forustumönnum erlendra þjóða. Með þeim ráðherrastörfum lauk hann setu í ríkisstjórn, sem hann hafði setið næstum óslitið frá árinu 1971 til vors 1973. Eins og aðeins er að vikið varð Ólafur oft fyrir hörðum og óvægnum ádeilum, en ljóst var það áður en hann var aliur, að virðingin fyrir hæfileikum hans og vinsældir hans settu svip á viðhorf fólks til hans, hvar í stjórnmálaflokkum sem það annars var. Ég átti því láni að fagna að eiga langt og náið samstarf við Ólaf Jóhannesson. Með sanni má segja, að ég naut þess sannarlega hversu ráðhollur hann var. Mér er það ljóst að það er hin mesta gæfa mann- legs lífs að eiga samstarf við mann eins og Ólaf Jóhannes- son. Ég kveð hann því við leiðar- lok með virðingu, þakklæti og söknuði. Konu hans, frú Dóru, dætr- um þeirra, tengdasyni og dótt- ursonum færum við Margrét innilegar samúðarkveðjur. Halldór E. Sigurðsson „Létt er að deyja ef vel er lifað" stendur á leiði einu í fæðingarbyggð Ólafs Jóhann- essonar, Skagafirði. Þeir sem þekktu Ólaf Jó- hannesson vita að vel var lifað og því er léttara en ella að bera ótímabært andlát hans. Hann stóð sig m.a. vel sem laganemi - náði frábærum árangri, vel sem lagaprófessor - skrifaði gagnmerk rit, vel sem alþing- ismaður - virtur af öllum, vel sem ráðherra - leysti erfið landhelgismál, vel sem maður - þarfnast ekki skýringa, vel sem fjölskyldufaðir. Eiginkonu Ólafs Jóhannes- sonar, Dóru Guðbjartsdóttur, og öðrum ástvinum votta ég samúð mína og virðingu. Jón Ögmundur Þormóðsson. Fyrir skömmu var ég svo lánsamur að geta unnið að og leyst örlítið verkefni fyrir manninn sem öll þióðin saknar og kveður í dag, Ólaf Jóhann- esson. Allir þekkja þá tilfinningu og stolt sem því fylgir að fá að endurgjalda vinum aðstoð þeirra, uppörfun og alúð. Þegar Ólafur þakkaði mér greiðann, gerði hann það með sínu hægláta og rólega fasi, og sagði síðan: „Það duga ekki orð“. Frá honum voru þessi orð mér ómetanleg, svo vænt þótti mér um að fá tækifæri til að liðsinna honum-sterka mann- inum, sem alltaf vann fyrir aðra. Það er kveðjustund. Á hugann leita minningar og minningabrot. Svipmynd- um bregður fyrir - allt frá því lítill drengur hélt sig í hæfilegri fjarlægð frá lærðum manni, nemandi naut kennslu öruggs fræðara, samherjar ræddu þjóðmál af áhuga, ungur mað- ur naut liðveislu og ráðgjafar í lífi og starfi, og að lokum samstarf um Ólafsbók. Það er svo ótal, ótal margs að sakna, það er jvo ótal, ótal margt að þakka. En það duga ekki orð. Jafnvel sterkustu stofnar falla, og nú er fallinn sá stofn sem svo margir, heil þjóð, studdist við. Litlir drengir - augasteinar afa síns - hafa hann ekki lengur til að rabba við og tefla. Dætur sakna trausts og ráðholls föður. Sár- ast saknar þú, elsku Dóra, en ég veit að þú átt sjálf þann styrk og ró, sem einkennt hefur ykkar farsæla líf. Leó E. Löve. Ólafur Jóhannesson fyrr- verandi forsætisráðherra er til' moldar borinn í dag. Svipmesti og áhrifamesti stjórnmálafor- ingi undanfarinna áratuga er allur. Ólafur var fæddur á Stór- holti í Fljótum 1. marz 1913. Hann var sonur Jóhannesar kennara og bónda þar og víðar í Fljótum Friðbjarnarsonar á Finnastöðum í Eyjafirði og konu hans Kristrúnar Jóns- dóttur frá Illugastöðum í Fljótum. ForeldrarÓlafs voru, svo sem nærri má geta, hið mesta merkis-og greindarfólk svo sem þau áttu kyn til. Fljót- in voru harðbýl og þröngbýl sveit og efnahagur örðugur víða en þar hefur búið kjarn- mikið og duglegt fólk eins og bezt sést á því hve margt af vel gefnu og duglegu fólki á þar rætur sínar. Ólafur hélt til mennta og reyndist frábær námsmaður. Hann varð stú- dent frá MA 1935 og lauk mjög glæsilegu lagaprófi fjór- um árum seinna frá Háskóla íslands. Síðar stundaði hann framhaldsnám bæði í Stokk- hólmi og Kaupmannahöfn. Ólafur var um skeið lög- fræðingur SÍS og stundaði einnig kennslu. Prófessor við Háskóla íslands 1947 og kenndi þar um langt árabil. Vann hann einnig mjög að rannsóknumg ritstörfum og samdi mörg grundvallarrit um lögfræðileg efni, svo sem Stjórnskipun íslands, Lög og rétt, Stjórnarfarsrétt og Þætti um íslenzka stjórnskipun. Ólafur hóf ungur afskipti af stjórnmálum og skipaði sér í raðir Framsóknarmanna. Vakti hann strax á sér mikla athygli fyrir vitsmuni og rök- hyggju. Þegar Steingrímur Steinþórsson búnaðarmála- stjóri, fyrrverandi forsætisráð- herra, var orðinn nokkuð við aldur og Framsóknarmenn í Skagafirði fóru að svipast um eftir eftirmanni hans tókst þeim að fá Ólaf til þess að skipa annað sætið á lista flokksins í Skagafirði 1956 og síðan fyrsta sætið vorið 1959 og var hann þá kjörinn fyrsti þingmaður Skagfirðinga. Það ár var kjördæmaskipan breytt . og í haustkosningum 1959 skipaði Ólafur annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Ólafur gerðist strax mikill for- ystumaður flokksins á Alþingi og í kjördæmi sfnu og tókust þá fljótlega persónuleg kynni með okkur. Olafur var fastur fyrir og enginn veifiskati. Menn þurftu ekki lengi að hlýða á mál Ólafs til þess að skynja að þar fór vitur maður og einarður. Þess vegna báru menn ætfð hið mesta traust til hans. Hann gegndi mjög mörg- um trúnaðarstörfum sem hann rækti af skörungsskap og kost- gæfni. Hann sat í útvarpsráði um árabil og var formaður þess á árunum 1946 til 1953. Hann sat í stjórn Seðlabankans og síðar í bankaráði. Ólafur var kjörinn formaður Félags ungra Framsóknar- manna í Reykjavík 1941, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur um skeið og frá 1946 sat hann í miðstjórn Framsóknarflokksins, ýmist sem kjörinn fulltrúi eða sjálf- kjörinn. 1960 var hann kjörinn varaformaður Framsóknar- flokksins. 1963-1969 var hann fulltrúi í Norðurlandaráði og var formaður menningarmála- nefndar ráðsins. 1968 tók hann við formennsku í flokknum af Eysteini Jónssyni. Formaður þingflokks Framsóknarmanna var hann 1969-1971 er hann myndaði ríkisstjórn og var síð- an forsætis- og dómsmálaráð- herra 1971-1974 en rauf þá þing með sögulegum hætti og efndi til kosninga. Þetta vor 1974 varð það úr að ég skipaði 2. sætið á lista Framsóknarflokksins í Norð- urlandskjördæmi vestra. Ekki hygg ég að Ólafur hafi í fyrstu verið sérstakur hvatamaður þess. Ég hafði ekki sömu skoðanir og hann á öllum mál- um og ég átti hálfvegis von á því að mér mundi verða önugt svo náið samstarf, sérstaklega vegna þess að Ólafur bar ægis- hjálm yfir alla aðra stjórnmála- menn á íslandi, starfandi fors- ætisráðherra og hafði rofið þing með miklum skörungs- skap. Þessi uggur minn reynd- ist ástæðulaus. Ég get varla hugsað mér ljúfari samherja. Ólafur reyndist mér ráðhollur ef ég leitaði ráða, en mjög laus við ofríki og yfirgang. Mér kom þessi Ijúfmennska nokk- uð á óvart vegna þess að ég hafði séð Ólaf mæta andstöðu af fullri hörku. Ég minnist margs frá þessum fyrsta vori í samstarfi okkar. Ólafur ferð- aðist mikið um kjördæmið en þurfti að vera með annan fót- inn við stjórnarstörf og flokks- stjórn í. Reykjavík. Hann var oft þreyttur en hann hafði rofið þingið og skotið málum sínum undir óm þjóðarinnar og vildi duga sem best. Hluti flokksmanna undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar hafði tekið höndum saman við Frjálslynda og vinstri menn og klofið sig úr flokknum. Þegar þannig stendur á hlýtur barátt- an að verða biturri og harðvít- ugri. Það jók og á vandann, að margir traustir flokksmenn töldu, að Ólafur hefði átt að ganga meir eftir þeim er voru á förum. Það var ekki aðferð Ólafs. Hann sá að að ekkert þýddi að ætla sér að stjórna klofnum og sundurþykkum flokki. Þá var betrá að láta fara fram uppgjör og byggja síðan upp samhentan og sterkan flokk. Stjórnmálaflokkur þar sem sundrung ríkir er mátt- vana hversu margir sem kjósa hann á kjördegi. Útkoma Framsóknarflokksins í þessum kosningum varð framar von- um. Sumarþing var kvatt sam- an og tveggja mánaða stjórn- armyndunartilraunir hófust. Þessum tilraunum lyktaði þannig að Ólafur myndaði ríkisstjórn og Geir Hallgríms- son varð forsætisráðherra, en Ólafur hélt áfram sem dóms- málaráðherra og hafði þannig áfram yfirstjórn Iandhelgis- gæslunnar. Éinar Ágústsson fór áfram með utanríkismál sem einnig var mjög mikilvægt. Þá gegndi Ólafur einnig starfi viðskiptaráðherra þetta kjör- tímabil. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar var að mörgu leyti góð stjórn en sumt tókst henni þó óhönduglega. Fram- sóknarflokkurinn beið mikinn ósigur og Ólafur tók hann nærri sér. Hann vissi sem var að við áttum ekki ósigurinn skilinn. Við höfðum starfað miklu betur en þessi útkoma gaf til kynna. Þrátt fyrir ósigur- inn kom það í hlut Ólafs að mynda ríkisstjórn sumarið 1978 að afloknum fjölbreyttum stjórnarmyndunartilraunum. Þessi ríkisstjórn var mynduð með þátttöku Alþýðuflokks og Alþýðubandalags og var hún ekki neitt friðarheimili enda lágu A-flokkarnir í stöðugum illdeilum. Vorið 1979 baðst Ólafur undan endurkjöri sem formaður flokksins. Alþýðu- flokkurinn sprengdi stjórnina haustið 1979 og efnt var til kosninga. Þá baðst Ólafur mjög eindregið undan endur- kjöri í Norðurlandskjördæmi vestra. Ég veit að þá var Ólafi alhugað að hætta stjórnmála- störfum og helga sig öðru það sem eftir væri ævinnar, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Framsóknarmenn í Reykja- vík lögðu mjög hart að Ólafi að bjóða sig fram í Reykjavík og þar kom að hann lét undan áskorunum þeirra. Framsókn- armenn unnu góða sigra í ■ Á leið á ríkisstjómarfund í júni 1978, kvikmyndatökumaður g Ólafur Jóhannesson og frú Dóra Guðbjartsdóttir á heimili sínu í nóvember 1979. sjónvarps í humátt á eftir.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.