NT - 29.05.1984, Blaðsíða 16

NT - 29.05.1984, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 29. maí 1984 16 virtur lögfræðingur og hann var, hefði ekki tekist að rifta samningnum með þeim hætti sem gert var. Þjóðin hefði einfaldlega ekki lagt trúnað á að það væri framkvæmanlegt né löglegt, enda höfðu Bretar bundið okkur traustlega 1961. Mér er kunnugt um það að Ólafur mat það framar öðru að hafa á hendi yfirstjórn land- helgisgæzlunnar á meðan fisk- veiðideilan stóð og hefði hann ekki beitt henni með þeim hætti sem hann gerði hefðu úrslit orðið önnur. Nú á tímum aflabrests og örðugleika til sjávarins geta menn gert sér í hugarlund hverjar horfur væru ef við þyrftum að sækja rétt okkar undir aðrar þjóðir. Ólaf- ur var sá foringi sem byggði upp. Hann vildi framkvæma, hann vildi skapa betra þjóðfé- lag, og það gerði hann. Spor Ólafs sjást hvarvetna í Norðurlandskjördæmi vestra. Þaú rek ég í huganum. Ég veit að meðan við vorum samþing- menn í kjördæminu, kom hann með einurti eða öðrum hætti að næstum öllum opinberum framkvæmdum þar, bæði á vegum ríkis og sveitarfélaga. Einnig var naumast keyptur eða smíðaður bátur né byggt frystihús eða vinnslustöð að hann kæmi þar ekki við sögu. Þá var Ólafur fyrirgreiðslu- maður mikill við einstaklinga. Aldrei lofaði hann mönnum úrlausn að bragði er þeir höfðu borið upp erindi sín. Oftast sagði hann „já ég hef heyrt þetta“ en ef hann sagði „ég skal athuga það“ þá jafngilti það loforði. Ólafi var mjög ógjarnt að láta á sér bera eða að hæla sér af verkum sínum, þó hafði hann mikinn metnað. í þingflokki Framsóknar- manna var Ólafur mjög áhrifa- mikill. Meðan hann var for- maður flokksins lét hann flest mál til sín taka, en eftir að hann lét af formennsku í flokkn- um breytti hann um stíl. Hann vildi gefa nýjum formanni oln- bogarými og lét einungis þau mál til sín taka er vörðuðu embætti hans sem utanríkis- ráðherra svo og fáein önnur stefnumarkandi mál. Sem flokksforingi var hann einstak- lega traustur. Ræður hans og tilsvör öll voru yfirveguð óg viturleg. Á seinni árum skap- aði hann sér mjög persónuleg- an véfréttastíl í svörum sínum við blaðamenn og var það miklu hyggilegra en þó hann hefði sagt allt sem hann vissi um hvaðeina og auk þess skemmtilegra. Ólafur var aldrei leiðinlegur stjórn- málamaður, hann var alltaf spennandi og kunni þá list að koma á óvart. Höfuðprýði Ólafs sem stjórnmálamanns var þó þrátt fyrir mikla vits- muni skapfestan og kjarkur- inn. Þá hluti sem hann sá að þurfti að gera, gerði hann væri þess nokkur kostur, jafnvel þótt það yrði honum ekki til vinsælda. Heimili átti Ólafur mjög gott. Kona hans Dóra Guð- bjartsdóttir er hin mesta mann- kostakona. Ég héf það fyrir satt að hún hafi verið sá ráðgjafi Ólafs sem hann vissi sér hollastan og hlustaði best á. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið Dóru, Kristrúnar og Guðbjartar. Þau urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa son sinn á unglingsaldri, hinn mesta efnismann. Ég tel mig nú er leiðir skilja eiga Ólafi ákaflega margt að þakka. Það er lærdómsríkt að hafa átt þess kost að eiga við hann svo náið samstarf síðast- liðinn áratug. Ég er þakklátur fyrir þau ár er við vorum samþingsmenn í Norðurlands- kjördæmi vestra og ég er éinnig þakkláíur honum fyrir sam- starf hans og Ijúfmennsku í þingflokki Framsóknarmanna eftir að ég tók þar við for- mennsku. Mér er engin laun- ung á því að allt frá því er ég kom í þingflokk Framsókn- armanna og þar til leiðir skilja nú, hefur mér þótt hann okkar vitrastur. Við vorum iðulega ósammála en á engan annan hef ég þó hlustað betur. Það er vegna þess að ég varð þess áskynja hve oft hann hafði rétt fyrir sér. Ég veit að ég mæli fyrir hönd þingflokks Framsóícnarmanna •svo og Framsóknarmanna á Norðurlandi vestra þegar ég tjái þakklæti okkar og virð- ingu. Við Helga sendum Dóru og dætrum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Páll Pétursson. t Snemma sunnudagsmorgun- inn 20. maí s.l. barst mér sú harmafregn, að Ólafur Jó- hannesson hefði látist um nótt- ina. Við framsóknarmenn í Reykjavík höfðum misst for- ingjann okkar, en á við- brögðum fólksins skildist mér strax, að missirinn væri ekki bara okkar framsóknarmanna heldur svo margra annarra - íslendingar höfðu misst einn sinna mætustu sona. Fannst þá sem oft fyrr hversu almennrar viröingar og trausts Ólafur Jó- hannesson naut meðal þjóðar- innar. Við sem höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með Ólafi Jóhannessyni kemur þetta ekki á óvart. Við fundum oft þessa sérstöðu sem Ólafur hafði meðal almennings, t.d. í kosningabaráttunni 1979. Það var ánægjulegt að starfa í þeirri kosningabaráttu, allir voru svo samstilltir og jákvæðir með Ólaf í broddi fylkingar. Einnig var alveg einstakt að fylgjast með samstarfi þeirra hjóna, Ólafs og Dóru Guð- bjartsdóttur. Alla kosninga- baráttuna mættu þau saman klukkan átta á morgnana og á meðan Ólafur fór á vinnustaði vann Dóra á kosningaskrifstof- unni. Á kvöldin fóru þau síðan saman á ýmsa smærri fundi. Það er ómetanlegur styrkur hverjum þeim sem stendur í slíkri baráttu að makinn starfi með. Það er fáum gefið eins og Ólafi og Dóru að vera svo heilsteyptar persónur og vand- aðar að allri gerð, að breytast ekkert við það að hefjast til æðstu metorða og halda alltaf hógværð sinni og látleysi án þess þó að glata nokkurri virð- ingu. Helsta einkenni þeirra var að vera eins við alla, háa sem lága. Enda endurspeglaði heimilið þessa eðlisþætti þeirra. Heimilið var Ólafi griðastaður í önn dagsins, sem hann vissulega kunni að meta, eins og frægt er, sagðist Ólafur hafa samið „Ólafslögin" við eldhúsborðið heima. Þegar ég tók fyrst" sæti á alþingi sem varamaður Ólafs Jóhannessonar, þótti það mjög sérstakt, að hann mælti sjálfur fyrir varamanni sínum. Ólafur var formaður kjörbréfanefnd- ar og vildi hann greinilega vera öruggur um , að „stelpan" yrði tekin gild og sleppti því ekki sinni föðurhendi af mér fyrr en ég var samþykkt. Hann vissi sem var, að fyrstu sporin eru oft erfið og vildi því sjálfur setja mig inn í hlutverkið. Ég hefi lítillega vikið að samstarfi þeirra hjóna, en svo samofnar eru minningarnar þeim báðum að erfitt er í mínum huga að skilja þar á milli. Það má segja að við félags- konur í Félagi framsóknar- kvenna í Reykjavík höfum kynnst Ólafi best í gegnum samstarfið með Dóru. Olafur virti starf konu sinnar í félag- inu okkar og mætti með henni á félagsfundum. t.d. jóla og spilafundum. Að sjálfsögðu vár hann oft frummælandi á fundum hjá okkur. Á síðasta jólafundi var Ólaf- ur eini herrann með okkur og lék á allsoddi, þannigað gestir okkar á fundinum tóku eitt sérstakt aukalag fyrir hanrf. Þessi litlu dæmi sanna þá gagnkvæmu virðingu, sem þau báru hvort fyrir öðru og að þau skynjuðu einnig að öll störf eru í sjálfu sér jafn mikilvæg. Engin félagasamtök eða flokkar geta starfað árangurs- ríkt án þess að hver og einn félagi leggi sitt að mörkum. En það eru fáir sem helga alla sína starfskrafta málstaðnum, en það gerðu þau hjón svo sannar- lega fyrir Framsóknarflokk- inn. Við framsóknarkonur í Reykjavík kveðjum Ólaf Jó- hannesson með sárum söknuði en minningar um mikilhæfan mann og samstarf liðinna ára mun lifa í hugum okkar. Við vottum Dóru, dætrum, barnabörnum, tengdasyni og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja þau í sorg þeirra. Sigrún Magnúsdóttir t Fáein kveðjuorð skólafélaga. Fyrir hartnær hálfri öld brautskráðust tuttugu og tveir stúdentar frá Menntaskólan- um á Akureyri, þar af ein stúlka. Þessi hópur hefur reynst harla lífseigur og farsæll og samheldinn. Þótt nokkuð sé nú farið að halla undan fæti og við afskrifumst nú ört úr flokki fullgildra manna eru æði margir enn í fullu fjöri, a.m.k. andlega, og sinna sínum áhuga- málum og jafnvel fyrri störfum meir eða minna. Éjórir góðra drengja voru áður horfnir af sjónarviðinu eftir vel unnin dagsverk en í dag kveðjum við þann úr hópnum sem þau afrek hefur unnið er varpa ljóma, ef svo má segja, á þennan stúd- entaárgang úr M.A., Ólaf Jó- hannesson. Hann féll á fullri ferð starfandi í fylkingu for- sjármanna þjóðar sinnar, bú- inn fyrir löngu að vinna sér orðstír sem „aldrei deyr“, þ.e. stendur skráður á spjöldum sögu vorrar svo lengi sem ís- lensk tunga verður töluð. Mætti sú saga verða bæði núlif- andi og öðrum sem á eftir koma og vilja gerast forystu- menn okkar litlu þjóðar til lærdóms og eftirbreytni, Ólaf- ur bar nefnilega hag annarra a.m.k. ekki minna fyrir brjósti en sinn eiginn. Um það geta þeir borið vitni sem þekktu hann best allt frá skólaárunum. Strax í skóla vann hann sér traust og hylli skólasystkina sinna, kennara og skólameist- ara, allra er mér óhætt að segja sem kynntust honum að nokkru marki. Auðvitað eign- aðist hann einhverja andstæð- inga bæði þá og síðar en enga er ég fullviss um sem gátu brugðið honum um ódreng- skap, eigingirni eða óheiðar- leik af neinu tagi, hvorki í opinberu lífi né einkalífi. Ég nefni aðeins eitt í fari hans sem athyglisvert var og laðaði menn að honum, og er þó af nógu að taka, en það var hvað honum var ótamt að tala um sjálfan sig og sín einkamál en var aftur þeim mun betri hlustandi, einlægur, ráðsnjall og hjálpsamur þótt hann væri störfum hlaðinn. Alla tíð fylgdist hann með líðan hvers og eins okkar og bar hag okkar fyrir brjósti. Félagslyndi Ólafs þekkjum við best, skólafélag- ar, sem höfum haldið tryggð hver við annan og hist þegar tækifæri hafa gefist, ásamt mökum okkar, og þar hafa Ólafur og Dóra ekki látið sig vanta ef annir hafa ekki hamlað. Góð hjónabönd eru eitt af því farsæla í okkar hópi og í hjónabandinu fann Ólafur mestu hamingju lífs síns. Heim- ilið var hans paradís á jörð. Þar lifðu þau hjónin sínar un- aðsstundir en líka þyngstu sorgarstundir, svo þungar að þar þurfti meir en meðal- mennsku til að láta ekki bugast, missa ekki trúna á lífið og um leið á hin ósýnilegu máttarvöld sem gefa okkur von og hrekja burtu óttann við hið óþekkta. Við skólafélagar minnumst Ólafs með þakklæti fyrir sam- fylgdina og einnig nokkru stolti yfir að hafa fengið tækifæri til að vera vinir hans. Mætti ósk okkar vera sú að geta yfirgefið þetta líf eins æðrulaust og þessum kosningum og þegar Gunnar Thoroddsen myndaði ríkisstjórn sína, tók Ólafur að sér starf utanríkisráðherra og gegndi því þar til fyrir ári síðan. Hann var síðan endur- kjörinn þingmaður í Reykja- vík 1983. Stjórnmálastörf eru erilsöm og vanþakklát, maður eignast bæði öfundarmenn og óvildar- menn, en á hinn bóginn eignast maður líka vini og stundum fær maður einhverju áorkað. Ólafur var sá lánsmaður, að í stjórnmálastarfi sínu erilsömu, eignaðist hann tryggðavini ásamt með ó.vildarmönnum og fékk meiru áorkað en aðrir stjórnmálamenn samtímans. Þingferli Ólafs má skipta í tvö næstum jafnlöngtímabil. Fyrst var hann í 12 ár í stjórnarand- stöðu. Það tímabil var Sjálf- stæðisflokkurinn viðstjórnvöl- inn með hjálp Alþýðuflokks- ins. Þetta voru ár kyrrstöðu og atvinnuleysis. Ólafur var vara- formaður Framsóknarflokks- ins frá 1960 og formaður var hann kjörinn 1968. Fyrstu for- mannsár Ólafs voru flokknum hagstæð. Grundvöllur var lagður að byggðastefnunni og útfærsla landhelginnar undir- búin. Þáttaskilin urðu með kosningum 1971. Viðreisna- tlokkarnir misstu meirihluta sinn og það kom í hlut Ólafs að mynda nýja ríkistjóm. Alþýðu- bandalagið og söfnuður Hann- ibals voru auðvitað ekki hinir traustustu samstarfsmenn en þó fékk þessi ríkisstjórn mark- að stórkostleg spor. Byggða- stefnu flokksins var hrundið í framkvæmd með byggingu fiskiðjuvera og umsköpun fisk- veiðiflotans. Óheillasamningi Viðreisnarstjórnarinnar við Breta var sagt upp og landhelg- in færð út í 50 mílur. Ég efa ekki, að það að brjóta Breta á bak aftur í landhelgisdeilunni er undirstaða hinna góðu lífs- kjara, okkar síðan. Hefðum við ekki öðlast full yfirráð yfir fiskimiðunum umhverfis land- ið, hefðum við ekki komist yfir olíuverðsprengingar og Vest- mannaeyjagos með tilheyrandi óðaverðbólgu, án atvinnuleys- is og með góðum lífskjörum, Landhelgisstríðið vannst, vegna þess að þjóðin naut forystu Ólafs. Ég hygg að enginn ann- ar en Ólafur hefði getað leyst þjóðina úr fjötrum landhelgis- samningsinsviðBretafrá 1961. Hefði Ölafur ekki verið svo ■ Forsætisráðherra Ólafur Jóhannesson ávarpar þingheim við setningu Alþingis í október 1979. ■ Á spjalli við vietnamskan starfsmann í kexverksmiðju SÍS í Holtagörðum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.