NT - 29.05.1984, Page 28

NT - 29.05.1984, Page 28
HRINGDU I SiMA 8-65-38 Við tökum við áibendingunn um fréttir allan sölarhringinn. Greiddar verða t OOO krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fróttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gsett sas Úlfar tveimur systrum en þriðji þríburinn, bróðir, tók ekki bíl- próf þá. En nú semsagt tóku þau Hildur Gylfadóttir og Ásge- ir og Jón Trausti Gylfasynir bílpróf. Úlfar sagðist hafa rugl- ast aðeins í ríminu til að byrja með en þekkti nú bræðurna í sundur. Þau skiptast nú á að keyra gamla „Voffann" hennar mömmu og gengur það vel. Bræðurnir segjast hafa prófað rúntinn og planið í Firðinum og sé það ágætt. Og nú er bara að hafa báðar hendurnar á stýrinu, „tíu mínútur í tvö“ eins og Úlfar segir. Hafnarfjörður: ÞRÍBURABÍLPRÓF ■ Það er ekki á hverjum degi sem þríburar taka bílpróf en það gerðist í Firðinum nú í síðustu viku. „Petta er eins- dæmi“, sagði Úlfar Haraldsson ökukennari. í janúar kenndi ■ Úlfar ökukennari, Ásgeir, Hildur og Jón Trausti. Ásgeir vildi meina að meðan að á náminustóð hafí Jón Trausti verið dálítiö gjarn á að stjórna úr aftursætinu, en þeir bræður eru mjög samrýmdir. Á hinni myndinni eru Hildur, Ásgeir og Jón Trausti á leið í umferðarfræðslu, 1973, í Vogaskóla. Og enn eru það sömu reglurnar sem gilda þó farartækið breytist. NTmynd Róbert og Guðjón Bessastaði Álftanes: Ekkert bensín á ■ Á fundi sínum sl. laugardag samþykkti hreppsnefnd Bessastaðahrepps að falla frá bókun sem gerð var 31. mars sl. þar sem því var lýst yfír að æskileg staðsetning fyrir bensínstöð væri við Bessastaðaafleggjarann. „Já, ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Árni Björnsson læknir, en hann býr að Blátúni 4 á Álftanesi. „Það má náttúr- lega deila um þörfina á að byggja bensínstöð hérna, en á þessum stað er það alveg frá- leitt.“ í samtali við NT sagði Þor- steinn Þorsteinsson, skrifstofu- stjóri hjá Olíufélaginu hf. að aldrei hefði verið sótt formlega um leyfi fyrir bensínstöð, en lýst yfir vilja Olíufélagsins til að byggja þarna stöð. Hann sagði að ekki hefði komið til tals að flytja mögulega staðsetningu stöðvarinnar. Hann sagði að Olíufélagið hefði nýlega keypt þetta land með byggingu bensínstöðvar í huga en að engin ákvörðun hefði verið tekin um byggingu slíkrar stöðvar. Þegar fréttist af hugmyndum um byggingu bensínstöðvar á þessum stað hófu íbúar Bessa- staðahrepps undirskriftasöfnun og skrifaði meirihluti atkvæðis- bærra íbúa hreppsins undir, þar sem áformunum var mótmælt. Það var í Ijósi þeirra undir- skrifta sem hreppsnefndin tók þessa ákvörðun, að falla frá bókuninni. Enn hefur ekki verið sam- þykkt aðalskipulag fyrir hrepp- inn né deiliskipulag. ■ Þarna átti bensínstöðin að rísa. NT mynd Ari. 29. maí 1984. Vorhvöt segir: Kartöflur til Almanna- vama ■ Kvenfélagið Vorhvöt leggur til, að hin nýja stjóm- stöð Almannavarna verði nýtt sem kartöflugeymsla á fnðartímum. Stjórnarfundur Vorhvat- ar bendir á, að stjómstöðin sé ákjóstinlegur geyntslu- staður lyrir frjálsar kartöfl- ur, þar sem hún veiti 2(XK)- falda skýlingu gegn geislun og annarri mengun. Þá bendir fundurinn á, aö þessi lausn hefði í för með sér, að matarbirgðir væru í skýlinu fyrir þá, sem þar vistuðust ef til ófriðar kæmi. Undirskrifta- söfnun hafin til stuðnings Andrei Sakharov ■ Undirskriftasöfnun til stuðnings sovéska vísinda- manninum Andrei Sak- harov og konu hans Yel- enu Bonner er nú að hefj- ast hér á landi. Þar er skorað á sovésk stjórnvöld að veita þeim hjónunt felsi úr éinangrun og farárleyfi til Vesturlanda. Sakharov er kunnastur andófsmanna í Sovétríkj- unum og hann heíur í fjölda ára barist fyrir mannréttinduin í heima- landi sínu, jafnframt því sem hann hefur verið tals- rnaður friðsamlegra sam- skipta þjóða í milli. Sak- harov fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1975. Shakharov var fluttur frá heimili sínu í borginni Gorkí hinn 7. maf sl., cn þá hafði hann verið í hungurvcrkfalli í 5 daga til að undirstrika ósk þeirra hjóna um fararleyfi til Vesturlanda fyrir Yelenu Bonner, sem þjáist at' hjartasjúkdómi. Heilsu Sakharov hjónanna hefur hrakað mjög að undan- fömu og nú er svo komið, að óttast er um líf þeirra. Fimm vetra merií Skagafirði: Kastaði tveimur lifandi folöld um ■ Fimrn vetra meri kast- aði á föstudagskvöldið tveimur fullþroska folöld- um á bænum Syðra Skörðu- gil í Skagafirði en slíkt mun vera afar fátítt. Fyrst í stað virtust bæði fölöldin við góða heilsu og fýlgdu móður sinni. Á sunnudagsmorgun fór að draga af öðru þeirra og dó það seinna sama dag. Merin hafði verið i tamn- ingu á liðnum vetri en var tekin úr henni þegar sýnt var að hún hafði fengið slysafang. „Hún hefúrslopp- ið inn í girðingu þar sem voru tveggja vetra folar und- an Hervari frá Sauðárkróki, án þess að við vissum af því, þannig að feðumir geta ver- ið margir", sagði Einar Gíslason að Skörðugili, eig- andi merarinnar. Að sögn Einars er merin hinn falleg- asti gripur sem hann hafði fengið frá Hvanneyri, undan Hlyn og Katrínu. Folaldinu sem eftir lifir og merinni heilsast vel sam- kvæmt þeim upplýsingum sem NT fékk síðdegis í gær.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.