NT - 04.06.1984, Síða 1
Auðæfin úr höndum
sveitarinnar í
vasa erfingjanna
■ Eins og komið hefur fram í NT þá eiga sveitungar
í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu, nú í illdeil-
um við Thors-systkini, sem munu eiga um helming
allra jarða í hreppnum. Sveitarfélagið hefur hingað til
haft tekjur af veiðileyfum í Haffjarðará í formi
fasteignaskatta og aðstöðugjalda en heildartekjur af
ánni munu losa tvær milljónir íslenskra króna. Nú er
allt útlit fyrir að auðæfí þessi renni óskipt úr höndum
sveitarfélagsins í vasa erfíngja viðkomandi landar-
eigna.
Ofan á annað bætist að Thor R. Thors hefur krafíst
útburðar á leiguliða í hreppnum og sagt öðrum upp
ábúð.
Um þessi mál verður fjallað í NT í dag á bls 4-5.
Uppsögnin
endanleg
■ „Ég hef bréf frá lög-
manni Hafskips þar sem
hann tjáir mér að uppsögn-
in sé endanleg,“ sagði Skúli
Thoroddsen lögfræðingur
í samtali við NT í gær, en
hann er lögmaður manns-
ins sem sagt var upp starfi
hjá Hafskip á miðvikudag-
inn, gefið að sök að hafa
keypt bjórkassa í skipi við
höfnina.
Skúli sagðist ekki vilja tjá sig
nánar um málið, þar sem það
væri enn til umfjöllunar hjá
stéttarfélagi mannsins. Það skal
tekið fram að ranghermt var í
frétt NT af þessu máli á laugar-
daginn að yfirverkstjóri manns-
ins hefði fyrstur staðið að upp-
sögninni, hann átti ekki aðild að
málinu.
■ „Kjötfars er bölvuð skítavara“, segir forstöðu-
maður heilbrigðiseftirlitsins í tilefni af rannsókn
Neytendafélagsins á gerlainnihaldi í farsi. Niður-
stöðurnar, sem NT birti fyrir skemmstu hafa að
vonum vakið athygli og við fylgjum málinu eftir í dag
og ræðum við nokkra aðila um fars og ýmiss konar
innihald þess.
Sjá blaðsíðu 6
James Bond
á Vatnaiökli
f/loore
Þ°kki
dísin
!nRo9e,
a-
°9
v*rða fi
9óðu
nar
larri
9amni
Listahátíð í fullum gangi:
1500manns á opn
unardansleiknum
■ Talið er að um 1500 manns
hafi sótt opnunardansleik
Listahátíðar s.l. föstudags-
kvöld. Listahátíð er nú komin
í fullan gang, fjölmargar
myndlistarsýningar opnuðu
um helgina og á kvöldin hafa
verið í gangi tónleikar og leik-
sýningar. Klukkan 17.00 í dag
kemur Morse Mime leikhópur-
inn fram á Lækjartorgi og
heillar börn á öllum aldri, eins
pg segir í dagskrá Listahátíðar.
í kvnld kl. 20.00 koma ensku
látbragðs listamennirnir Adam
Darius og Kazimir Kolesnik
fram í Gamla bíói og í Broad-
way verður dansleikur þar sem
hljómsveitirnar frá Norrokk
hátíðinni leika fyrir dansi.
■ Um næstu mánaðamót
hefjast tökur á atriði í
næstu James Bond mynd
hérlendis, nánar tiitekið
við Jökulsá á Breiðamerk-
ursandi og uppi á Vatna-
jökli. Bond sjálfur kemur
þó ekki tii landsins í eigin
persónu, Roger Moore er
tekinn að reskjast og stað-
gengill hans kemur í hans
stað og fremur háskaleg
stökk, sem ekki eru á færi
Bonds sjálfs. Og því
miður, engar af þeim ægi-
fögru konum, sem prýða
allar Bond myndirnar
koma til landsins, það er
ekki talið á þær leggjandi
að stripplast uppi áVatna-
jökli.
Það er Saga film sem hefur
umboð fyrir hina erlendu kvik-
myndagerðarmenn. Að sögn
Jóns Þórs Hannessonar kvik-
myndagerðarmanns og eins
eigenda Saga film munu koma
hingað til lands um 30 manns
til að filma atriðin, sem líklega
taka ekki nema mínútu á
tjaldinu, þegar myndin er
fullgerð. Þaðeru upphafsatriði
myndarinnar sem tekin verða
hér og er ætlaður hálfur mán-
uður fyrir upptökur.
Jón sagði að Saga film sæi
um að ráða íslendinga til starfa
sem statista í myndinni svo og
að útvega kvikmyndafólkinu
húsaskjól meðan á upptökum
stendur. Þá hefur Saga film
ráðið helstu jöklamenn lands-
ins til að vera kvikmyndafólk-
inu til leiðbeiningar og sja til
þess að það fari sér ekki að
voða.
Sauðárkrókur:
Ölvun og
innbrot!
■ Geysimikil ölvun var
á Sauðárkróki í fyrrinótt
og gær og var brotist inn í
tvær verslanir og einnig á
Hótel Mælifell þar sem
miklu magni af áfengi var
stolið. Innbrotin voru
upplýst í gærkvöldi. Þá
var einnig brotist inn í hús
Pósts og síma á Hofsósi og
rótað í pökkum, væntan-
lega hefur sá sem þar var
að verki verið áfengis-
þurfi.
Mikil ölvun setti einnig
ljótan blett á hátíðahöldin
vegna sjómannadagsins að
sögn Sauðárkrókslögregl-
unnar. Lögreglan á
Króknum hefur haft í
mörg horn að líta á þessu
ári nokkur innbrot eru
óupplýst og einnig hefur
lögreglan þurft að hafa
mikil afskipti af fugla-
skyttum í vor.
Kennarar
úr BSRB?
■ Þing Kennarasam-
bands Islands sem haldið
var í Reykjavík unt helg-
ina staðfesti þá miklu ó-
ánægju sem ríkir innan
kennarastéttarinnar með
launamál. Fjölmargir kenn-
arar íhuga að segja
stöðum sínum lausum og
þingið samþykkti að alls-
herjaratkvæðagreiðsla
skuli fara fram á næsta ári
um aðild kennarasamtak-
annaaðBSRB. Sjábls.3