NT - 04.06.1984, Page 2

NT - 04.06.1984, Page 2
Mánudagur 4. júní 1984 2 Landssamtök hjartasjúklinga: Landspítalinn fær hjartasónrita ■ Hljóðbylgjurannsóknir á hjarta - hjartasónritun - hafa færst mjög í vöxt á síðustu árum. Nú hefur Landspítalinn þegið að gjöf svokallað hjarta- sóntæki frá Landssamtökum hjartasjúklinga, en tækið mun vera af allra fullkomnustu gerð, og með því er unnt að rannsaka flesta hjartasjúkdóma af meiri nákvæmni en áður. Gagnlegust mun slík rannsókn við greiningu og mat á sjúkdómum í gollur- húsi, við sjúkdóma í hjartalok- um og hjartavöðva, þar með taldar afleiðingar kransæða- stíflu. Kransæðasjúkdóma á vægari stigum er þó ekki hægt að greina með þessari aðferð, í slíkum tilfellum er hjartaþræð- ing álitin heppilegri. Hjartasónritun byggir á endurkasti hljóðbylgna og hefur því einnig verið nei'nd bergmáls- rannsókn. Einn aðalkostur slíkrar rannsóknar er sá, að hún er sársaukalaus, hefur enga geislun í för með sér og hana má því endurtaka svo oft sem þurfa þykir. Hjartasónritun er því álitin mjög heppileg rannsókn til að skoða börn. Má með henni gera nákvæma sjúkdómsgreiningu og þannig komast hjá hjarta- þræðingu sem hefur töluvert álag í för með sér fyrir nýfædd börn og er því ekki áhættulaus. Eðlisfræðilega byggist rann- sóknin á því, að til eru kristallar sem geta breytt rafstraumi í hljóðbylgjur og öfugt. Ör- bylgjur eru sendar inn í líkam- ann í örfá sekúndubrot, hluti af bylgjunum endurkastast þegar á vegi þeirra verða vefir með mismunandi hljóðleiðni, kristallinn skynjar bylgjurnar og breytir þeim í rafstraum sem gerir kleift að fá fram mynd af hinum mismunandi vefjum. ■ Hjartasónritinn nýi, sem Landspítalanum hefur hlotnast. 1 ækid mun reynast gagnlegt við greiningu flestra hjartasjúkdóma, einkum hjá börnum. NT-mynd: Árni Hjarnar ■ rjorir aiumr sjomenn voru neioraoir a sjomannadaginn i gær. Þeir voru Olafur J. Sveinsson loftskeytamaður, Geir Jóhann Geirsson vélstjóri, Valdimar Jónsson stýrimaður og Kristján Aðalsteinsson skipstjóri. Með þeim á myndinni er Pétur Sigurðsson alþingismaður og forntaður Sjómannadagsráðs. NT mynd Róbert Sjómannadagurinn: Vel heppnuð hátíðahöld ■ Mikið fjölmenni tók þátt í hátíðahöldum sjómanna- dagsins í Reykjavík í gær. Þau fóru fram með hefð- bundnu sniði, sjávarútvegs- ráðherra, Halldór Ásgríms- son flutti ræðu og aldraðir sjómenn voru heiðraðir. Hvalbátar fóru með fólk í skemmtisiglingar um sundin og erlendir gestir Listahátíð- ar, Bob Kerr’s Whoopie Band og Morse Mime leik- flokkurinn frá Bandaríkjun- um skemmtu gestum við höfnina. Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í öllum sjávarplássum landsins í góðu veðri og fór víðast hvar hið besta fram. við gefum okkur að 500 tilboð hafi borist og stór hluti þeirra hafi verið sendur inn í hálfkæringi eða fyrir forvitni sakir, en svo mun vera, gæti tekið 500 virka daga, eða tvö ár að afgreiða öll tilboðin án þess að lóðirn- ar seldust upp. Hver bjóðandi fær nefnilega einn sólarhring til þess að velja sér lóð. Sá sem hæst býður fær fyrsta sólarhringinn og svo koll af kolli án þess að nokkur trygging sé fyrir því að mönnum sé alvara með tilboðum stnum. Það kann að torvelda málið enn frekar, að byggingameistarar hafa lítinn áhuga á lóðum við Stigahlíðina. Þeir munu hafa komist að því að lóðirnar verði svo dýrar og staðurinn þykja svo fínn að ekki verði hægt að seija húsin fyrir minna en 8-10 mill- jónir meðan markaðsverð sambæri- legra húsa í Fossvoginum til dæmis, að vísu nokkurra ára gamalla, verði 6-7 milljónir. Sjónvarpið í vídeóbransanum ■ Mörgum blöskrar það hvernig Ríkisútvarpið Sjónvarp ætlar að dreifa efni frá Olympíuleikunum í Los Angeles til íslenskra sjónvarps- áhorfenda í sumar. Ekki verður sýnt beint frá leikunum, heldur mun ein- hver góður maður taka upp útsending- ar danska sjónvarpsins á vídeóspólu og senda síðan til íslands. Munu síðan fslendingar berja augum vídeóið í stærsta dreifikerfi lands- manna, íslenska sjónvarpinu, daginn eftir að Danir hafa gert sér efnið að góðu. Þegar „vídeóbissnessmenn" hófu feril sinn hérlendis fyrir ekki mörgum árum, var algengt að vídeóleigur leigðu út efni sem tekið var upp á hinn ýmsasta máta, úr sjónvarpi er- lendis, „kópíeraðar" bíómyndir o.s.frv. Þótti það ódýr stofnkostnaður og mikill gróðavegur. Nú hefur sjón- varpið uppgötvað þessa leið, enda miklu ódýrara að fá efni frá Los Angeles niðursoðið á videóspólu en beint. það hefur sjálfur fjármálastjóri Ríkisútvarpsins, Hörður Vilhjálms- son, látið hafa eftir sér. Nú er bara spurningin. borgar sjónvarpið Dönum eitthvað fyrir „kópíering- una"? Lóðirnar lengi að ganga út? ■ Sú aðferð Davíðs borgarstjóra að selja lóðir hæstbjóðanda eins og nú er • verið að gera í Stigahlíðinni, kann að reynast þyngri í vöfum en Davíð sjálfan óraði fyrir. Gæti jafnvel farið svo að það tæki eitt ár eða fleiri að koma lóðunum út, en þær eru eitthvað á þriðja tuginn og samkvæmt heimild- um Dropa munu tilboðin í þær hafa skipt hundruðum. Hugsanlegar tafir á sölu lóðanna felast í því að tilboðin, sem ekki eru bindandi, eru afgreidd eitt í einu. Ef ■ í gær var haldinn síðari hluti undankeppninnar í Break-dansi sem Traffic, Coca-Cola og NT gangast fyrir. Keppnin fór t'ram í Traffic og munúrslitakeppnin verða haldin á sama staðnæsta sunnudag. Keppt var í tveimur tlokkum. 12-15 ára og 16 ára og eldri, og voru keppendur á þriðja tug. í yngri hópnuni 12-15 ára var tuttugu og einn keppandi, cn fimm þeirra voru kjörnir í úrslit. Þeir vom Sigurður Kjart- ansson, Einar H. Jónsson, Har- aldur Haraldsson, Julíus Gunn- laugsson, Sölvi Fannar Viðars- son og Magnús Guðmundsson. Eins og við var aðbúast þá var mikið um tilfæringar í Traffic, á meðan keppnin stóð yfir, og áhorfendur skemmtu sér hið besta. í dómnefnd sátu fulltrúar frá NT, Coca-Cola og Traffic. ^asog fást í fjölbreyttu úrvali Shell bensínstöðvum Skeljungur hf. „Breakað“ í Traffic Seinni hluti undankeppninnar í gær

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.