NT - 04.06.1984, Side 7
Nýju kvikmyndalögin:
Kvikmyndafram-
leiðendur ánægðir
■ Aðalfundur Sambands ís-
lenskra kvikmyndaframleið-
enda, sem haldinn var fyrir
skömmu, lýsir yfir ánægju sinni
með nýsamþykkt lög um kvik-
myndamál. Meðal þeirra verk-
efna, sem sambandið vinnur að,
er kynning á íslenskum kvik-
myndum erlendis í samvinnu
við Kvikmyndasjóð, eins og gert
er ráð fyrir í lögunum.
SÍ K hefur og kynnt hlutaðeig-
andi yfirvöldum sjónarmið sín
varðandi starfsemi erlendra
kvikmyndafélaga hér á landi,
en reglugerð þar að lútandi er
nú í undirbúningi hjá Mennta-
málaráðuneytinu.
í Sambandi íslenskra kvik-
myndaframleiðenda eru tíu
kvikmyndafélög. Formaður
sambandsins er Hrafn Gunn-
laugsson.
Innanlandsflug:
Fiugleiðir lækka
fargjöldin
■ Flugleiðir hafa lækkað flug- fargjöldum frá öllum 10 áfanga-
fargjöld þeirra, sem fljúga á stöðum félagsins um land allt.
milli landshluta um Reykjavík. Auk þess eru aðrir afslættir í
fullu gildi, svo sem fjölskylduaf-
Þannig lækkar fargjald á milli sláttur.
Hornafjarðar og Sauðárkróks Gildistími farseðla þessara er
um eitt þúsund krónur. Sam- eitt ár og dvalartími í Reykjavík
bærilegur afsláttur er veittur á er ótakmarkaður.
Mánudagur 4. júní 1984
Bókmenntaviðburður:
Lagasafn
1983
komið út
■ Lagasafn 1983 er komið út og geymir
það öll lög, sem höfðu öðlast gildi 1.
október 1983.
Vinna við Lagasafnið hófst árið 1981
og kosin var ritnefnd, sem í áttu sæti
Ármann Snævarr hæstaréttardómari,
Björn Friðfinnsson framkvæmdastjóri og
Sigurður Líndal prófessor. Ólafur Walt-
er Stefánsson skrifstofustjóri dómsmála-
ráðuneytisins starfaði með nefndinni.
Ritstjórar Lagasafnsins hafa verið Björn
í>. Guðmundsson prófessor, Ragnhildur
Helgadóttir menntamálaráðherra og
Friðrik Ólafsson lögfræðingur.
Við útgáfu safnsins hefur verið fylgt
sömu meginsjónarmiðum og áður, en
uppsetningu hefur verið breytt til glöggv-
unar og atviksorðaskrá aukin.
Lagasafn var síðast gefið út árið 1974,
og þeir sem vilja eignast gripinn geta
fengið hann keyptan í bókaverslun Lár-
usar Blöndals.
BIFREIÐAEIGENDUR
takið eftir
Vegna námskeiða, sem haldin verða
dagana 4. til 8. júní til endurmenntunar
starfsmanna fólksbílaverkstæðisins að
Höfðabakka 9, má búast við að einhver
röskun verði á starfseminni þessa daga,
og 7. og 8. júní verður verkstæðið lokað.
Viðskiptavinir eru beðnir að hafa þetta í
huga og sýna okkur biðlund.
HOFDABAKKA 9 SIMI 6873CX1 GÆDAFFTIHLII Mf O G/LDAVOIUJM
I
§
JP
Kennarafélag Tónlistarskólans:
„Vanþekking mennta-
málaráðherraá(
■ Kennarafélag Tónlistarskólans í
Reykjavík hefur alfarið mótmælt þeirri
ákvörðun menntamálaráðherra að sam-
eina námsstjórnarembætti tónmenntarog
tónlistarskóla í eitt embætti.
Á aðalfundi Kennarafélags Tónlistar-
skólans sem haldinn var fyrir nokkrum
dögum, var samþykkt ályktun þess efnis
að fundurinn harmi þessa ákvörðun og
menntamálaráðherra sent bréf þar að
lútandi. í bréfinu segir m.a. að umrædd
ákvörðun beri vott um vanþekkingu á
starfi umræddra námsstjóra og að þessi
ákvörðun menntamálaráðherra sé í ó-
samræmi við þá staðreynd að næsta ár
verði tileinkað tónlistinni.
„Er erfitt fyrir okkur að skilja slíkar
aðgerðir í Ijósi þess að aldrei hefur
tónlistarfræðsla og tónlistarlíf verið með
eins miklum blóma, eins margir ungir
menn gert garðinn frægan erlendis og
nú“, segir ennfremur í bréfi aðalfundar
kennarafélagsTónlistarskólans sem sent
var til menntamálaráðherra. í bréfinu er
jafnframt bent á að námsstjórnarembætt-
in tvö eru ólík að umfangi og mun
viðameiri en einn maður fái annað.
Einhell Vatnsdælur
Rafmagns- og mótordrifnar.
Margar geröir fyrirliggjandi.
Skeljungsbúðin <
SíÖumúla33
símar 81722 og 38125
Ambassadeun Ultra Mag XL III
er þaö nýjasta frá ABU . Og þaö fullkomnasta sem enn
hefur verið framleitt af veiðihjólum.
Nú er þaö Magnettu-
bremsa sem næstum
útilokar aö hægt sé aö
flækja línu.
Fríkúpling á línuraöara
sem eykur enn viö
kastlengdina.
Og nú er hægt aö
skipta um spólu á
10 sekúndum - eitt
handtak og ný lína er
komin á hjóliö.
Hafnarstræti 5, sími 16760