NT - 04.06.1984, Side 13
r*,
lll'
>♦*>»»» • i i i s t »*n.*»«
Mánudagur 4. júní 1984 13
Vettvangur
■ Aðkeypt fóður verður að minnka, kjamfóður er nú víða gefíð í óhófi.
meðan ræktun stóð sem hæst.
Sáðgresið hefur drepist
skjótt með kólnandi veðráttu,
endurræktun þarf að eiga sér
stað með reglubundnum hætti.
Bújarðir eiga ekki að þurfa að
■ „Það þarf að
meta hversu
stórar einingar í
landbúnaði eiga
að vera svo
bóndinn komist
þokkalega af
bæði hvað kaup
og vinnutíma
snertir.“
falla í eyði sem neinu nemur,
nú blasa við ný verkefni í
landbúnaði sem ekki var áður.
Ég vil minna Bjarna Harðar-
son á að nú t.d. á tíu árum hafa
170 fjölskyldur á Suðurlandi
einu hætt mjólkurframleiðslu,
og snúið sér að öðrum verkefn-
um. Það er rétt offramleiðslan
verður bændastéttarinnar
vegna að hverfa, ég tel því
skynsamlegt allra hluta vegna
að minnka hin óhóflega stóru
bú, hvað er stórt bú spyrja
menn miðað við véltækni og
fleira? Ég tel vísitölubúið stórt
svo ég tali nú ekki um þegar
ein fjölskylda þarf það tvö og
þrefalt. Þarna þarf að snúa
blaðinu við.
örfá orð til Bolla
Sem ég er að ljúka við að
setja þessar hugrenningar mín-
ar á blað kemur N.T. innum
blaðalúguna nú er það grein
eftir Bolla Héðinsson. Sá var
eitt sinn prúður sjónvarpsmað-
ur en gerist nú hvað eftir
annað boðberi um breytta
stefnu í landbúnaði. Ég veit
ekkert um hvaða þekkingu
Bolli hefur á búskap og margt
segir hann ágætt í grein sinni
en annað miður og skoðanir
hans falla ekki að mínum.
Bolli segir t.d. „með stórrekst-
urs hagkvæmni osfrv“. Skoðun
Bolla virðist vera sú sama og
hrjáir svo margt ungt fólk nú
að stærðin ráði arði að allt
smátt sé vonlaust. Það kann að
vera að Reykvíkingar eigi t.d.
eftir að sjá og finna að kaup-
maðurinn á horninu var sam-
félaginu mikilvægur og oft
betri en Hagkaup og Mikli-
garður en kaupmaðurinn heyr-
ir kannske fortíðinni til áður
en fólk áttar sig á slíku.
Ég finn að við Bolli erum
ekki sammála þegar kjörstaða
■ „MarkaðS'
hyggjaogsósíai-
ismi eru vondir
frændur sem
ekkert erindi
eiga í sveitir
íslands, en hóf-
leg samkeppni
og mikil sam*
vinna hafa skil-
að íslenskum
bændum í
fremstu röð.“
búa er nefnd. Hann á við
eitthvað voðalega stórt, en ég
á við viðráðanleg fjölskyldubú
sem geta gengið frá kynslóð til
kynslóðar.
Eitt vil ég þó ávíta Bolla
fyrir, hann má eiga sínar
skoðanir fyrir mér, en að fara
þá leið að reyna að stöðva
umræðu með fyrirlitningu á
því að einhver skuli hafa aðra
skoðun en hann sjálfur sá er að
berja höfði við stein segir
hann. Umræða og skoðana-
skipti eru lýðræði. Ég styð
kannski hvorki hinar stóru eða
smáu einingar í landbúnaði en
meðalstór bú þar sem fjöl-
skylda eða fjölskyldur una
glaðar við sitt hygg ég að henti
okkur best ekki bara bændun-
um heldur þjóðinni allri.
Markaðshyggja og sósíalismi
eru vondir frændur sem ekkert
erindi eiga í sveitir íslands, en
hófleg samkeppni og mikil
samvinna hafa skilað íslensk-
um bændum í bænda fremstu
röð. Ég vil ekki sjá íslenska
bændur í spennitreyju eða
þröngum stakki en undirþaki
hvað stærð varðar kæmi til
greina af mörgum ástæðum.
Bændastéttin má ekki láta
álfa reiðina æra sig eða færa af
vegi, þögul og huguð verður
hún að hefja endurskipulagn-
ingu og endurmat á hlutverki
sínu með framtíðina að leiðar-
Ijósi.
Guðni Agústsson
Selfossi
■ Eru stóru einingamar eins hagkvæmar og af er látið?
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm)
og Þórarinn Þórarinsson
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Siðumúli 15, Reykjavík. Simi:
686300. Auglýsingasími: 18300.
Kvöldsímar: 686387 og 686306.
Verð í lausasölu 25 kr.
Áskrift 275 kr.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent hf.
r
Styðjum sjómenn
■ í gær var sjómannadagurinn haldinn hátíð-
legur um land allt og var ekki annað að sjá en
allt væri með felldu eins og vera ber á slíkum
degi. Þó er vitað, að í röðum sjómanna gætir nú
vaxandi óánægju með kaup og kjör. Ástæða
þessa er eðlileg, þegar hinn mikli aflasamdráttur
á undanförnum tveimur árum er hafður í huga.
Að vísu fær öll þjóðin fyrr eða síðar að finna
fyrir þessum versnandi ytri skilyrðum, en það
éru fiskimenn, sem óneitanlega verða fyrstir
fyrir barðinu á þeim.
Sjómannsstarfið er ekki einungis erfitt og
lífshættulegt, það hefur einnig í för með sér
margvíslegt óhagræði, sem erfitt er að meta til
fjár. Fjarvistir sjómannsins frá heimili sínu þýða
t.d., að hann hefur litla möguleika á að vinna
skattfrjálst við eigið húsnæði, svo einfalt dæmi
sé tekið. Stuðningsmenn félagshyggju hljóta að
vera sammála um, að vandamál sjómannastétt-
arinnar verða ekki leyst með markaðsöflunum
einum. Hér verður samvinna að koma til. En
hvað hefur verið gert til að mæta sérstöðu
sjómanna og hvað væri hægt að gera til að mæta
þeim auknu vandamálum, sem nú blasa við?
í nær þrjá áratugi hafa íslenskir sjómenn notið
einhverskonar skattfríðinda. í upphafi komu
þau til vegna hlífðarfatakostnaðar en seinna
voru fjarvistir frá heimilum teknar til greina.
Árið 1978 voru þessir tveir liðir sameinaðir í
svonefndan sjómannafrádrátt, sem er miðaður
við ákveðna upphæð fyrir hvern fjarvistardag
frá heimili. í tíð vinstri stjórnar Ólafs Jóhannes-
sonar 1971-1974 varð fiskimannafrádrátturinn
til og er hann miðaður við ákveðið hlutfall af
tekjum, en nær aðeins til sjómanna á fiskiskipum
og hlutaráðinna landmanna. Þessir frádrættir
hafa gert mikið til að bæta sjómönnum óhagræði
vegna atvinnu sinnar, en hafa hins vegar verið
þyrnir í augum forvígismanna annarra atvinnu-
greina en sjávarútvegs og þá sérstaklega þegar
vel hefur aflast.
NT fagnar því, að þrátt fyrir mikla umræðu
um sparnað í ríkisbúskapnum hafa núverandi
stjórnvöld ekki hreyft við hugmyndum, sem
beint væri gegn frádráttum þessum. Fríðindin
komu reyndar upphaflega til sem liður í kjara-
samningum við sjómenn, en hafa síðan unnið sér
sess á félagslegum grundvelli. Slíkar bætur til
sjómanna hafa nú fest rætur í helstu nágranna-
löndum okkar, svo sem Noregi, Svíþjóð og
Danmörku. íslendingar geta varla sinnt sínum
sjómönnum í minni mæli en þessar þjóðir gera.
í Noregi hafa stjórnvöld hins vegar beitt
aðferð í þessu máli, sem full ástæða væri til að
íslendingar tækju til athugunar. Þar eru fríðindin
ákveðin árlega í samræmi við aflahorfur. Þannig
má mæta sveiflum, sem eru óhjákvæmilegar í
þessari viðkvæmu atvinnugrein og draga úr
áhrifum þeirra hvort sem sveiflan er upp á við
eða niður á við.