NT - 04.06.1984, Page 16
Rás 2 kl. 10.
Páll Þorsteinsson
í morgunþættinum
- Byrjum svolítið rólega,
því það er mánudagur
■ - Við byrjum nú með svo-
lítið rólega tónlist fyrstu
klukkustundina, því að það er
nú mánudagur og þetta er eins
konar upphitun hjá okkur
fyrst. Svo munum við eitthvað
fjalla um vinsældalistann okk-
ar á Rás 2 (sem spilaður er
fyrsí á föstudagskvöldi) og líka
erlenda vinsældalista.
Þetta er svona meginlínan
fyrir mánudaginn, en svo er,
aldrei að vita nema eitthvað
komi upp á hjá okkur. Við
erum sömu morgunmennirnir
- Páll, Ásgeir og Jón í þessum
Morgunþætti.
■ Páll Þorsteinsson
Finnskir leiklistarnemar leika í Regndansinum
Sjónvarpkl. 20.45
Regndansinn
- f innsk sjón-
varpsmynd
- Við forðumst að vera alvar-
legir! segir leikstjórinn
■ Leikarar í þessari finnsku
sjónvarpsmynd eru leiklistar-
nemar í Finnlandi, en leik-
stjórinn er Kari Paljakka.
Leikstjórinn segir í smákynn-
ingu á myndinni:
„Þegar við byrjuðum á
handritinu höfðum við í huga
að gera grínmynd, eina af
þessum góðu gömlu með allra
handa grínatriðum frá dögum
þöglu myndanna: Eltingaleik
eða elskhugann falinn í klæða-
skápnum o.s.frv. Við ætluðum
fyrst og fremst að forðast það
að vera alvarlegir í mynd þess-
ari.“
Regndansinn lýsir ungu fólki,
sem er að hlaupa af sér hornin,
og er ekki ennþá undir það
búið að axla mikla ábyrgð,
segir í kynningunni.
Þvínæst segir leikstjórinn:
„Hvað við viljum segja með
myndinni? -Ja, það er eigin-
lega einfaldara að segja hvað
við vildum ekki segja, t.d.:
Við viljum ekki segja, að lífið
sé leiðinlegt, mennirnir óham-
ingjusam'ir,. né samfélagið í
rúst.. nei, nei...
Þá vitum við það!
Myndin er frá Nordvision og
þýðandi er Kristín Mántyla.
■ Kormákur Bragason
„Á norðurslóðum“
Kormákur kynnir bæði Fred Áker-
ström og Arja Saijonmaa í þættinum
■ Kormákur Bragason er
með þáttinn Á norðurslóðum
á mánudag kl. 16.00. Við
spurðum hann hvað helst yrði
á dagskrá hjá honum. Kor-
mákur svaraði því til, að eigin-
lega væri villaridi kynning þátt-
arins „gömul og ný dægurlög
frá Norðurlöndum". Réttara
hefði verið að segja „gömul
og ný tónlist".
-í tilefni Listahátíðar sem
verður í fullum gangi þá, mun
ég vera með söngkonuna Arja
Saijonmaa sem kemur fram
bæði í Broadway og Norræna
húsinu um þessar mundir og
Fred Ákerström, sænska'
vísnasöngvarann sem syngur
lög eftir Bellman í Norræna
húsinu. Ég mun leika nokkur
lög með þeim báðum, og
kynna þau svolítið.
Ég mun sem sagt verða með
vísnasöng,'jass og þjóðlaga-
tónlist og dægurlög.
Útvarp kl. 11.30:
Reykjavík
bernsku minnar
-endurtekinn þáttur frá
sunnudagskvöldi
■ Guðjón Friðriksson blaða-
maður verður með útvarps-
þætti einu sinni í viku í sumar,
sem nefnast Reykjavík
bernsku minnar. Sá fyrsti er á
sunnudagskvöld kl. 21.40, en
verður svo endurtekinn á
mánudagsmorgun.
Er við töluðum við Guðjón
Friðriksson sagði hann, að
hugmyndin væri sú, að tala við
Reykvíkinga á öllum aldri og
úr öllum stéttum og frá ýmsum
stöðum í borginni, og fá þá til
að segja frá Reykjavík bernsku
sinnar - og þeirra eigin æsku í
Reykjavík.
I 1. þætti talar Guðjón við
Elías Mar rithöfund. Guðjón
sagði, að í bók Páls Líndal,
Hin fornu tún, væri Elías Mar
kallaður „hinn fyrsti al-reyk-
víski rithöfundur".
Élías er fæddur og uppalinn
Reykvíkingur. Minningar
hans eru aðallega frá Grund-
arstíg, Freyjugötu og Hverfis-
götu - inn við Vitatorg.
- Ég er með ansi margt fólk
í takinu, sem ég ætla að fá til
að segja frá, sagði Guðjón. Ég
get til gaman sagt frá því, að
17. júní, sem nú er á sunnu-
degi, mun forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir, segja
okkur frá bernsku sinni í
Reykjavík.
- En þú sjálfur, Guðjón, ert
þú innfæddur Reykvíkingur?
- Já, ég er fæddur og upp-
alinn á Barónsstígnum, í
Skólavörðuholtinu. Það verð-
ur samt lítið um mínar eigin
frásagnir í þáttunum, því að
lítið hefur breyst þar síðan ég
var að alast þar upp, - en það
verða viðmælendur mínir, sem
hafaorðið.
Ég fékk hugmyndina að
þessum þáttum við að heyra
sífellt ýmsa slíka þætti utan af
landi. Það hafa verið þættir að
vestan, „Úr Austfjarðaþok-
unni", nú og allir þættirnir að
norðan, svo eitthvað sé nefnt.
Mér fannst því upplagt að
koma með einn reykvískan
svona til mótvægis!
■ Guðjón Friðriksson
uivarp
Mánudagur
4. júní
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Kanadisk og norsk lög. Mon-
ique Leyrac, Gilles Vineault og
Nora Brocksted syngja.
14.00 „Enduriæðingin" eftir Max
Ehrlich Þorsteinn Antonsson les
þýðingu sína (3).
14.30 Mlðdegistónleikar. Christina
Ortiz, Jean Temperley, Madrigal-
akórinn og Sinfóníuhljómsveit
Lundúna flytja „The Rio Grande",
tónverk fyrir píanó, mezzósópran,
kór og hljómsveit eftir Constant
Lambert; André Previn stj.
14.45 Popphólfið - Sigurður Krist-
insson.
15.30 Tilkynningar. tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar
17.00 Fréttir á ensku
17.10Síðdegisútvarp Sigrún Björns-
dóttir, Sverrir Gauti Diego og Ævar
Kjartansson.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Mörður Arnason
talar.
19.40 Um daginn og veginn Baldvin
Þ. Kristjánsson talar.
20.00 Lög unga fólkslns. Þorsteinn
J. Vilhjálmsson kynnir.
20.40 Kvöldvaka. a. Hugað í Hlin.
Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum
les úr ársriti íslenskra kvenna.
b.Slysið við Málmey. Þorbjörn
Sigurðsson les frásöguþátt eftir
Björn Jónsson í Bæ. Umsjón:
Helga Ágústsdóttir.
21.10 Nútímatónlist Þorkell Sigur-
björnsson kynnir.
21.40 Útvarpsagan: „Þúsund og .
ein nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir
les valdar sögur úr safni í þýðingu
Steingríms Thorsteinssonar (21).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Kammertónlist a. „Trio conc-
ertant" i G-dúr eftir Friedrich Ku-
hlau. John Damgaard Madsen,
Claes Eriksson og Gert von Búlow
leika á píanó, flautu og selló. b.
„Grand Duo concertant í Es-dúr
op. 48 eftir Carl Maria von Weber.
Gervase de Peyer og Cyril Preedy
leika á klarinettu og píanó.
23.10 Norrænir nútimahöfundar
11. þáttur: John Gustavsen
Njörður P. Njarðvík sér um þáttinn
og ræðir við höfundinn sem les úr
verkum sinum. Einnig les Njörður
stuttan skáldsögukafla eftir Gust-
avsen í eigin þýðingu.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Mánudagur 4. júní1984
10.00-12.00 Morgunþáttur Róleg
tónlist fyrstu klukkustundina, með-
an plötusnúðar og hlustendur eru
að komast i gang eftir helgina. Kl.
11.30 er gluggað i erlenda vin-
sældalista. Stjórnendur: Páll Þor-
steinsson, Ásgeir Tómasson og
Jón Ólafsson.
14.00-15.00 Dægurflugur. Nýjustu
dægurlögin. Stjórnandi: Leopold
Sveinsson.
15.00-16.00 Á rólegu nótunum.
Tónlistar og viðtalsþáttur. Stjórn-
andi: Arnþrúður Karlsdóttir.
16.00-17.00 Á norðurslóðum. Gö-
mul og ný dægurlög frá Norður-
löndum. Stjórnandi: Kormákur
Bragason
17.00-18.00 Asatimi. Umferðaþátt-
ur. Stjórnendur: Ragnheiður Da-
víðsdóttir og Júlíus Einarsson.
Mánudagur 4. júni
19.35 Tommi og Jenni Bandarisk
teiknimynd.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Myndlistarmenn 1. Einar
Hákonarson, listmálari. Kynning-
arþættir um islenska listamenn
sem sjónvarpið hefur látið gera í
tilefni Listahátíðar 1984. Umsjón:
Halldór Björn Runólfsson, list-
fræðingur. Stjórn upptöku: Valdi-
mar Leifsson.
20.45 Regndansinn Finnsk sjón-
varpsmynd. Leikstjóri er Kari Palj-
akka en leikendur eru finnskir leik-
listarnemar. Brugöið er upp mynd
af ungu fólki, sem er að hlaupa af
sér hornin og er ekki ennþá undir
það búið að axla mikla ábyrgð.
Þýðandi: Kristín Mantyla. (Nor-
dvision-Finnska sjónvarpið)
21.25 Vika vatnsins Verðlaunamynd
frá BBC gerð í samvinnu við
Barnahiálp Sameinuðu þjóðanna.
Myndin er um lífsbaráttu fólks á
þurrkasvæði í Afríku og beinist
athyglin einkum að hjónum nokkr-
um í sveitaþorpi í Efra-Volta og
ungri dóttur þeirra. Þýðandi: Jón
O. Edwald.
22.05 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
23.35 Fréttir í dagskrárlok.