NT


NT - 04.06.1984, Síða 28

NT - 04.06.1984, Síða 28
*$*•*-'r HRINGDU ÞÁ í SÍMA 68-65-38 Vid tökum við ábendmgum um fréttir allan sóíarhringinn. Greiddar verða t OOO krónur fyrir hverja ábendingu sem leidir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt „Aherslan er öll á einn punkt Ólympíuleikana“ - segir Einar Vilhjálmsson sem um helgina varð bandarískur háskólameistari í spjótkasti ■ Já já, þetta var allt í sómanum, ég er ákaflega ánægður með gærdaginn. Eg hef verið dálítið óviss með mig núna í hálfan mánuð hvað tæknina varðar, tímasetningin hefur ekki verið með þeim hætti að ég gæti séð fyrir um það hvað ég gæti náð út úr mér. Ég er því mjög ánægður með þessa útkomu“, sagði Einar Vilhjálmsson spjótkastari í UMSB í viðtali við NT í gær, en hann varð á laugardag bandarískur háskólameistari í spjótkasti á Háskólameistaramótinu í Oregon. Einar kastaði 89,62 metra, og varð þremur metrum á undan Bretanum Roland Breadstock, sem sigraði Einar á móti á dögunum, og náði einnig betra kasti í undankeppni þessa móts. Breadstock, sem er helsta von Breta á Ólympíuleikunum í sumar kastaði 86,70 metra og varð annar. Einar náði sigurkastinu strax í fyrsta kasti. „Af því að ég er búinn að vera dálítið sár í vinstri öxlinni, kastöxlinni, reyndi ég að leggja allt í fyrsta kastiðogþaðvarð 89,62 m.Síð- an kastaði ég öll köstin, annað og þriðja kast voru ógild, og í síðustu þremur köstunum gerði ég fyrstu tvö ógild, en síðasta kastið mældist 85,68 metrar." - Ertu þá búinn að ná þér á skrið að nýju? ,;Eins mikið og ég vil í raun- inni, ég hvíldi mig í átta daga fyrir þetta mót, átti von á því að fá smá topp út úr því. Síðan er ætlunin að keyra sig dálítið niður núna í júnímánuði og koma síðan upp í júlí. Þá ætla ég að taka þátt í tveimur til þremur móturn fyrir Ólympíu- leikana." . -Er námið búið að vera erfitt upp á síðkastið? Já það er búið að vera dálítið erfitt, í maí fyrstu þrjár vikurn- ar. Þannig að þetta er svona andlegur og líkamlegur léttir að koma hingað til Oregon núna. Mótið sem ég tók þátt í um miðjan maí var miklu meira svona skylduvinna fyrir skólann. Vorprófunum lauk í lok maí, og við erum búin þetta árið. Nú er maður laus við námiö fram í september og getur einbeitt sér að spjótkasti inu.“ -Ertu ánægður með að hafa skákað Bretanum, var ekki kominn tími á það? Já já, þetta eru hlutföllin, svona á þetta að vera. Annars er hann mjög góður, hann átti góð köst í keppninni. Þetta var lians næstbestá keppni frá upp- hafi, hvað árangur snertir. —Og þú keppir ekki næst fyrr en í júlí? Það er stefnan. Þessi mót hafa lagt áherslu á svoleiðis, en einungis sem áfanga á leiðinni. Áherslan er öll á einn punkt, Ólympíuleikana. Þetta lítur allt vel út ennþá, maður verður bara að passa sig á meiðslunum. Ég hef fengið smáerting í öxl- ina, en það er ekkert stórvægi- iegt, í júní mun égeinbeita mérað grunnuppbyggingu aftur í fjórar vikur. Ég geri síðan ráð fyrir því að ná mótum 7. 14 og 20. júlí, og er skráður á þau mót. Síðan komaOlympíuleikarnir," sagði Einar Vilhjálmsson. IíMbéÍmi í iniitn'iiiiiii ' . ■ Einar Vilhjálmsson - bandarískur háskólameistari í spjótkasti - stefniráað ná toppi á Ólympíuleikunum.Tekst honum að komast á verðlaunapall þar? Keflvíkingar efstir! - sjá íþróttir á bls. 23,24,25,26,27 og 28 i|n fris háskólameistari - setti enn íslandsmet Þórdísi tókst ekki að verja titilinn - Vésteinn fjórði ■ íris Grönfeldt - bandarískur háskólameistari en kemst að líkindum ekki á Ólymþíuleik- ana - vantar tæpa 5 metra til að ná lágmarkinu. ■ íris Grönfeldt spjótkastari úr UMSB setti á laugardag enn eitt íslandsmetið í spjótkasti, en íris hefur margbætt Islandsmet- ið á þessu ári. íris varð um leiö bandarískur háskólamcistari í greininni, er hún kastaði 56,13 metra á bandaríska háskóla- meistaramótinu í frjálsum íþróttum í Oregon. Þar með bætti hún íslandsmet sitt frá því fyrir þremur vikum um 23 senti- metra. Bubka aftur með heimsmet ■ Sovétmaðurinn Sergei Bubka bætti eigið heimsmct í stangarstökki uin 3 cm. á móti í Frakklandi á laugar- dag. Bubka, sem síðast setti heimsmet á móti í Tékkó- sióvakíu fyrir viku, stökk nú 5,88 m. Jean-Claude Perrín, stangarstökksþjálfari Frakka, sagði: „Það er slæm ákvörðun hjá Sovétmönnum að hætta við að taka þátt í Olympíuleikunum, sérstak- lega þegar ég veit að Bubka á góða möguleika á að stökkva hærra.“ Iris Grönfeldt er nú í mjög góðu formi. Hún hefur sýnt mjögjafnan ogöruggan árangur á þessu ári, með stöðugum framförum. Húnhefurekki ver- ið valin í olympíulið íslands, hún er enn tæpa 5 metra frá lág- marki íslensku Olympíunefnd- arinnar. Fleiri íslendingar kepptu á háskólameistaramótinu sem haldið var í Eugene í Oregon. Þórdís Gísladóttir var önnur í hástökki, stökk 1,84 metra. Þórdís var óheppin á mótinu tókst ekki að verja háskóla- meistaratitilinn, sem hún hefur unnið undanfarin tvö ár. Það var bandarísk stúlka, Tonya Al- ston sem sigraði Þórdísi, stökk 1,86 metra. Vésteinn Hafsteinsson HSK, varð í fjórða sæti í geysiharðri kringlukastskeppni, hörðustu kringlukastskeppni sem hefur verið á háskólameistaramóti í Bandaríkjunum. Átta fyrstu keppendurnir köstuðu yfir 61 metra. Vésteinn kastaði 63,60 metra, og átti tvö köst hárfínt ógild, sem voru á milli 64 og 65 metrar, og hefðu að líkindum dugað honum til sigurs. Stefan Fernholm, Svíi kastaði 63,20 metra og varð annar, en sigur- vegari á mótinu varð Banda- ríkjamaðurinn John Brenner sem kastaði 63,40 metra. John Brenner sigraði einnig í kúlu-, varpi á þessu móti, kastaði 21,92, metra, sem er næstbesti árangur í heiminum á þessu ári í grein- inni, fimmti besti árangur í heiminum frá upphafi og að sjálfsögðu bandarískt háskóla- met. Oddur Sigurðsson KR, keppti í 400 metra hlaupi á mót- inu. Oddur gekk ekki heill til skógar, hafði verið með hita og slæmt kvef tveimur dögum fyrir mót, og náði sér ekki á strik. Oddur hljóp á 46,68 sekúndum og komst ekki í úrslit. Sigurveg- arinn í 400 metra hlaupi hljóp síðan á 44,8 sekúndum en besti árangur Odds hefði fleytt hon- um í fjórða sæti á þessu móti. Siguröur Einarsson, Ármanni, keppti í spjótkasti ásamt Einari Vilhjálmssyni. Sigurður komst í úrslit, en gekk illa í úrslita- keppninni og varð í 12. sæti, kastaði aðeins um 75 metra. Háskólinn í Oregon sigraði í stigakeppninni á bandaríska háskólameistaramótinu í frjáls- urn íþróttum. ■ Þórdís Gísladóttir - náði ekki að verja titilinn - varð önnur. Roma réð Eriksson ■ Forseti ítalska knatt- spyrnufélagsins Roma, IJino Viola, tjáði blaðainönnum í gær að Roma hefði gert samning við Sven Göran Er- iksson um að taka að sér þjálfun liðsins. Eriksson mun taka við af öðrum Svía, Nils Liedholm, sem óskaði eftir að verða lcystur frá störfum hjá félag- inu eftir að hafa náð mjög góðum árangri með liðið. ítölsk blöð segja að Roma muni borga Benfica félaginu sem Eiriksson er á samning hjá, rúma milljón isl. kr. til að losa hann undan samningn- nuin og síðan muni Eriksson hafa u.þ.b. fjórar milljónir ísl.kr. ílaunáári. Lars Göran Eriksson skaut upp á stjörnuhimininn sem þjálfara er hann gerði hálfatvinnumannaiiðið sænska, IFK Gautaborg að Evrópumeisturum fyrir tvcimur árum. Síðan hefur hann gert Benfica að bæði Evrópumeisturum og Portúgalsmeist urum. t.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.