NT - 08.06.1984, Blaðsíða 2
■ Rokkkóngurinn Elvis, Bítlarnir, pönkarar, nýjar tónlistarstefnur, nýjar
hljómsveitir, nýir straumar - allt eru þetta áhrifavaldar í mótun fatatískunnar.
Hver man ekki eftir Bítlunum frá Liverpool í svörtu rúllukragapeysunum og
svörtu támjóu skónum, eða jakkafötunum hans John Travolta? Á sjöunda
áratugnum sáust íslenzkir strákar hlaupa um göturnar í rauð- og svartröndótt-
um Tempópeysum, og nú á níunda áratugnum, má sjá íslenzka táninga, arkandi
á leið í skólann, grænhærða eða bleikhærða (hárið helst lóðrétt), með lafandi
eyrnalokk í öðru eyranu, eða kannski með öryggisnælu í nefinu, og klædda
fötum, sem afar okkar og ömmur mundu kalla ræfla (ræflarokk ?).
Allt eru þetta áhrif, sem verður vart frá stjörnum úr heimi tónlistarinnar, hvort
sem um er að ræða íslenzku hljómsveitina Tempó eða heimsfræga pönkara á
borð við hina ensku hljómsveit „Sex Pistols".
Táningarnir viija láta taka eftir sér. Ætli það kitli ekki hégómagirndina að vera
mest „töff“ klæddur í bekknum, eða kannski í aliri blokkinni?
Hinn allsráðandi miðill táninga um allan heim, er tónlistin, átrúnaðargoðin
þeirra eru stjörnur úr tónlistarheiminum og stjörnurnar verða ein allsherjar
fyrirmynd í klæðaburðinum. Fáum dylst þó, hverjir hinir raunverulegu hönnuðir
popptískunnar eru, nefnilega útsmognir og um leið snjallir auglýsingasér-
fræðingar plötuútgáfufyrirtækjanna. Áður lítt þekktir hljómlistarmenn eru
teknir og stílfærðir, eftir því sem markaðssetning og sölumennska býður
hverju sinni. Hér er að sjálfsögðu átt við erlenda markaði, þar sem stærðargráð-
urnar eru meiri og markaðshyggjan er í hásæti.
En stiklum nú á stærstu steinum poppfatatískunnar síðustu þrjátíu ára, og
skoðum þau helstu tískufyrirbæri, sem einkenndu hvert tímabil.
„Rock around
the Clock“
Á miðjum sjötta áratugnum
voru börn styrjaldaráranna
komin á táningaaldurinn. Þau
voru í miklum uppreisnarhug
gagnvart verðmætamati eldri
kynslóðarinnar, þ.e. þeirrar
sem heimsstyrjöldin síðari
hafði mótað.
Um eitt var þessi nýja kyn-
slóð sammála: að hafna tónlist
feðranna. Ef tónlistin átti að
falla í kramið hjá unglingum
þessa ára, varð hún að vera
villt, taktföst, og umfram allt
átti hún að tjá hvernig þeim
var innanbrjósts eða langanir
þeirra. Hlustendahópurinn var
tilbúinn í slaginn og beið átekt-
ar. Rokkið var í burðarliðun-
um. rokklagið sem fékk þessa
músík- og dansþyrstu ung-
linga til að rokka svo um
munaði, var „Rock around the
Clock“ með Bill Halay árið
1955, en hann telst sam-
kvæmt bókunum vera fyrsta
rokkstjarnan í heiminum.
Rokkið kallaði á mikinn hraða
og sveiflu í dansinum, og um
leið á klæðnað, sem gat sveif-
last léttilega í hita rokktónlist-
arinnar.
Karlmenn þessa tíma voru
brillantíngreiddir, greiðan var
sífellt á lofti, því hárið átti að
vera vandlega kembt frá enn-
inu. Tískujakkaföt þessa ára
voru hin svokölluðu saxafón-
jakkaföt: jakkinn víður og
síður með axlapúðum, bux-
urnar hólkvíðar að ofan, og
uppábrotin héngu niður áflata,
támjóa skóna. Ungu stúlkur-
nar klæddust í hringskorin pils
með tjull- eða taftskjörti undir,
ermalausum blússum og hví-
tum ökklasokkum við támjóu
strigaskóna. Ekki má gleyma
taglinu og tíkarspenunum sem
sviptust í allaráttir í rokksveifl-
unum.
Kóngur allra rokkara Elvis
Presley, sem átti hug allra
táninga á þessum árum, hafði
gífurleg áhrif á fatatískuna,
hvort sem að fyrirmyndir hans
höfðu í upphafi verið kvik-
myndastjörnur unga fólksins
þeir James Dean og Marlon
Brando, eða var Elvis kannski
þeirrafyrirmynd í klæðaburði?
Allir strákar, sem tolla vildu í
tískunni, fóru nú í níðþröngar
nankinsbuxur (blue-jeans),
hvítan bol, eða stutterma-
skyrtu, og þegar Presley sást
í rósóttri „Hawai-skyrtu“ á
hvíta tjaldinu í kvikmyndinni
„Blue Hawai“, urðu slíkar
skyrtur gífurleg tískurvara. Sjötti
áratugurinn var áratugur hins
snyrtilega og hreinlega útlits.
Þótt gallabuxurnar væru
snjáðar og mótórhjólaleður-
jakkinn þvældur og krumpað-
ur, voru sokkarnir alltaf snjó-
hvítir og hárið greitt. Þessi
dæmigerði rokkklæðnaður
Mikið úrval af furu-
borðum og stólum
HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI
Létt borðstofusett úr málmi
N
4
Stóll kr. 2.285
Hringborð 1 m. kr. 6.650
Hringborð 1,20 m kr. 7.950
Borð frá kr. 2.280
Stóll kr. 903