NT - 08.06.1984, Side 10

NT - 08.06.1984, Side 10
Föstudagur 8. júní 1984 10 «»»»•»*»«♦**♦• 12 Garðastræti lla - Hákot ■ Ef gengið er í gegnum yfirbyggðan gangveg húss númer 16 við Vesturgötu kem- ur í Ijós lítið, snoturt timbur- hús. Þetta hús var byggt árið 1875. Utan á húsinu eru út- skornar trésúlur í „klassískum stíl", en fyrirmyndin er evr- ópsk steinhús, sem ott voru skreytt með steinsúlum. Hér í þessu litla húsi bjó Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal skáld rétt fyrir síðustu alda- mót. ■ Þessi hús við Öldu- götuna eru dæmi um byggingu glæsilegra steinhúsa, ekki löngu eftir að byrjað var að byggja úrstejnsteypuáislandi, á fyrstu áratugum 20. aldar- innar. Þessar stóru, höfðing- legu „villur" minna á fínustu einbýlishús í heldrimanna hverfum erlendis. 14 Vesturgata 7 - Sjóbúð ■ Hér sést enn grunnur ibúðarhúss hins mikla at- hafnamanns Geirs Zoéga. Eft- ir miðja síðustu öld var gamli bærinn (Litli-Grjóti, síðar Sjóbúð) rifinn og byggt timbur- hús í staðinn. Lét Geir Zoéga stækka húsið til muna 1879, og var þá fyrst notað bárujárn sem þakklæðning; eftir það varö bárujárnið eftirsótt til bygginga hérlendis. Geir Zo- éga var ekki bara umsvifa- mestur reykvískra útgerðar- manna, því auk útgerðar rak hannfiskverslun, lýsisbræðslu og verslun. Verslunar- og pakkhús Geirs Zoéga standa enn við Vesturgötu 6-10, en i húsunum er nú rekinn vei't- ingastaðurinn Naust. 15Vesturgata 16a lil ■ Á þessu bílastæði stóð eitt sinn stærsta hús Reykjavíkur, verslunarhúsið Glasgow. Þaö var reist af enskum kaupmanni P.L. Hendersen, árið 1863. Var þar ekki einungis verslunar- rekstur, heldur voru þar haldn- ar leiksýningar og ýmsir fundir. Fyrsta málverkasýning ís- lensks listmálara, sýning Þór- arins B. Þorlákssonar var haldín I Glasgowhúsinu árið 1900. Sæfinnur með 16 skó, sá frægi vatnsberi og furðu- fugl, bjó lengi í smákofa bak við verslunarhúsið. Glasgow brann árið 1903; bjuggu þá í húsinu fjórar fjölskyldur og all- margt einhleypra manna. ■ Húsin hér á horninu á Vesturgötu og Ægisgötu eru dæmigerð timurhús í Reykja- vík á síðari hluta 19. aldar, einnar hæðar með háu risi. Húsið við Vesturgötu 29 hefur verið endurgert með skrauti yfir hurðum og gluggum I „klassískum stíl“. Er hús þetta lifandi dæmi um, hve gömul, fallega uppgerð hús geta verið mikil prýði fyrir borgina. Við Vesturgötu 33 stendur fallegt hús, sem er glöggt dæmu um aldamótahús í Reykjavík. Fyrstu húsin af þessari gerð komu tilhöggvin frá Noregi, og þar með barst þessi húsgerðarlist til landsins. Hús þessi eru íburðarmikil, og með útskurði til skrauts við glugga og þakskegg mikið. Voru þessi hús ýmis kölluð norsk hús eða „schweizer hús“. ■ Þetta fallega vinalega hús stendur við Stýrimanna- stiginn, er það eitt af mörgum húsum götunnar, sem gleðja augað. Stýrimannastígur er af mörgum talin fallegasta gata borgarinnar, en þar er byggð heilleg og yfirbragðiö notalegt. Á þessum slóðum I vestur- bænum, ristu mörg hús I lok 19. aldar, en þá hófst þil- skipaútgerð, oft nefnt skútu- öldin. Byggðu sjómenn, skip- stjórar og stýrimenn sér hús til ibúðar I nálægð við höfnina. Efst við Stýrimannastíginn stendur gamli Stýrimanna- skólinn, en hann var stofnaður árið 1898. Þar er nú Vestur- bæjarskólinn til húsa. ■ Hér stóð upphaflega Há- kotsbær, reistur eftir aldamót- in 1800 og rifinn um skömmu fyrir 1900. Var þá reist lítið steinhús úr hlöðnu grjóti, en nú hefur húsið verið lagfært og tekið til íbúðar. Hákot er einn af fáum steinbæjum sem enn standa I Reykjavík. ■ Ef farið er á milli húsanna við Vesturgötu 22-24 i húsagarðinn, má sjá lóðina þar sem Hliðarhús stóðu. Hllð- arhús voru margir torfbæir, sem stóðu saman, og á seinni hluta 19. aldar báru býlin ýmis nöfn, svo sem Austurbær og Vesturbær. Vesturgatan var til skamms tíma kölluð Hlíðar- húsastígur (talað var lengi um að fara vestur á Stíg).

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.