NT - 22.06.1984, Síða 2

NT - 22.06.1984, Síða 2
CD Föstudagur 22. júní 1984 Magnús Skarphéðinsson: „Var skipað að aka I :!“ial,s.lr á ólöglegum hraða“ Mál hans enn til umræðu í borgarstjórn ■ „Magnús Skarphéðinsson gerði sig sekan um óstundvísi, það var kvartað yfir að hann æki aðrar leiðir en honum bar að fara og hann skilaði strætisvögn- unum óhæfilega seint á kvöldin eftir akstur“. Þessar ávirðingar voru tíundaðar af stjórnarfor- manni SVR, Sigurjóni Fjeld- sted, á borgarstjórnarfundi í gær, þar sem enn var rætt um brottrekstur Magnúsar Skarp- héðinssonar úr starfi hj á Strætis- vögnum Reykjavíkur. Álfheið- ur Ingadóttir hóf utandagskrár- umræðu um málið og mælti fyrir kröfu Alþýðubandalagsins þess efnis að borgarstjóri sæi til þess að Magnús fengi skriflegar skýringar á brottrekstri sínum úr starfi frá forstjóra SVR. Davíð Oddsson borgarstjóri svaraði því til að Magnús ætti engar kröfur á frekari sýringum, en málið yrði tekið aftur fyrir í borgarráði. Hann kvað fyrrver- andi forstjóra SVR hafa kvartað ítrekað vegna Magnúsar, en hefði horfið frá að reka hann. Álfheiður og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir véfengdu að öll kurl væru komin til grafar. Ingi- björg vitnaði til skýrslu sem hún hefði undir höndum, þar sem fram kæmi svart á hvítu að Magnús hefði að meðaltali mætt þrisvar of seint til vinnu á ári og í sömu skýrslu kæmi fram að hann hefði breytt út af aksturs- leið einu sinni í febrúar 1982. „Menn breyta út af leiðum ef það er nauðsynlegt vegna færðar," sagði Magnús erblaða- maður ræddi við hann eftir um- ræðurnar, en hann fylgdist með þeim af áheyrendapöllum. Þá sagði hann að skýringin á því að hann hefði skilað vögnum of seint á kvöldin væri sú að tíma- takmörk væru afar þröng í síðustu ferðum og hefði hann neitað fyrirskipunum um að aka á óleyfilegum hraða í þeim ferðum. „Ég hef vitni að því að ég fékk þau fyrirmæli en ég lýsti því yfir að sem fulltrúi í umferð- arnefnd neitaði ég því. Ég ók þó á hámarkshraða þrátt fyrir hálku og ófærð, og það þýddi að ég skilaði vagninum korteri seinna en gert var ráð fyrir.“ á öræfum Líklega vinnuslys ■ Dauðaslys varð inni á væri látinn. Öræfum um kl. 20.00 í Málsatvik voru enn gærkvöldi, nánar tiltekið óljós, síðast þegarfréttist. við Þúfnaver. Um kl. Menn frá lögreglunni á 20.00 hafði héraðslæknir- Hvolsvelli fóru upp að inn á Hellu samband við Slysavarnafélagið og ósk- aði eftir þyrlu til að flytja alvarlega slasaðan mann. Skömmu seinna var hringt aftur og sagt að þess gerð- ist ekki þörf, maðurinn Þúfnaveri í gærkvöldi til að rannsaka nánar málsat- vik. Líkur eru taldar á að þarna hafi verið um vinnuslys að ræða. Mað- urinn sem lést var 24ra ára gamall Rangæingur. Lögreglufylgd franskra blaðamanna: „Skraut á heimsókn“ ■ 90 franskir blaðamenn sem komu til Islands í gær fóru ótollaðir í lögreglufylgd til Reykjavíkur. Þegar þangað kom var umferðarljósum stjórn- að til að þeir kæmust hindrunar- laust leiðar sinnar. Að sögn Kjartans Lárussonar forstjóra Ferðaskrifstofu ríkisins var þessi viðhöfn vegna óskar franska sendiráðsins og utanrík- isráðuneytisins. Ferðaskrifstof- an, sem skipulagði heimsókn hópsins, hafði milligöngu um málið. Sagði Kjartan heimsókn sem þessa mikla lyftistöng fyrir ferðamál. Hann sagðist vera mótfallinn því að fólki væri mismunað, en þarna væri um mjög stutta heimsókn margra ritstjóra og blaðamanna stór- blaða og tímarita, franskra og hefði verið reynt að gera heim- sókn þeirra ánægjulega. Hópur- inn hélt til Frakklands í nótt. NT mynd Árni Bjama Forstjórinn verði alltaf „samskonarson“ ■ Um þessarmundirer Jón Jónsson að láta af starfi for- stjóra Hafrannsóknarstofn- unarinnar, en Jón á rétt á að hætta samkvæmt 95 ára regl- unni (samanlagður lífaldur og embættisaldur nær 95 árum). Það má búast við því að margir verði til þess að sækjast eftir þessu starfi m.a. vegna þess að því fylgja trún- aðarstörf á erlendum vett- vangi, tíðar ferðir út á fundi o.s.frv. Af þeim sem koma til greina hefur nafn Jakobs Jakobssonar fiskifræðings oft verið nefnt en hann á að baki langt og farsælt starf við stofnunina. Ráðning hans hefur líka einn kost. Hún ' skapar þá hefð að forstjórinn beri alltaf sama föðurnafn og fornafn. Verði m.ö.o. „sams- konarson“. Lítið alit á sjómönnum ■ Ekki hafa þeir útvarps- menn mikið álit á íslenskum sjómönnum. í fréttum út- varpsins í fyrrakvöld var greint frá því að kjarni ís- lenskrar sjómannastéttar væri á leið í land. Tvær spurningar vakna við þetta. Ef til er kjarni sjómanna- stéttar hvað eru þá hinir - hismi? Og sé til kjarni stétt- arinnar, þá hlýtur.að vera gaman fyrir hina að vita að, samkvæmt útlistun útvarps- ins, að þeir sem enn eru á sjó tilheyra ekki kjarnanum heldur hisminu. Ennfremur má benda útvarpsmönnum á að bátaflotinn liggur venju- lega inni á þessum árstíma. ■ Ólafur Ketilsson á Laug- arvatni Sjöundi dagurinn ■ Helgidagahald íslend- inga hefur breyst í tímans rás frá því að lög voru sett um þessi mál snemma á öldinni. Eins og fram kemur í frétt NT á mánudag eru flest þessi lög þverbrotin í dag. Þeir sem eldri eru muna tímana tvenna í þessum efnum og þannig rifjaðist upp fyrir Dropamanni orð sem sú aldna kempa Ólafur Ketils- son langferðabílstjóri á Laugarvatni hafði um þetta að segja í samtali fyrir nokkr- um árum. „Hér á mínum ungdóms- árum sagði fólk, sex daga skalt þú verk þitt vinna en hvíla þig þann sjöunda. Og þá var það gert“, sagði sá gamli. „En núna; nú vinnur fólk í mesta lagi fimm daga, hvílir sig kannski þann sjötta og veit svo ekkert hvað það á að gera við þann sjöunda.“ Nágranni sinna fyrr- verandi sjúklinga ■ Læknissetrið í Eyjum er við hliðina á kirkjugarðin- um. Páll útskýrir það þannig: Framsóknarmenn eru eins og allir vita miklir málamiðlar- ar. Þannig var að íhaldið í Vestmannaeyjum vildi reisa bústað yfir lækninn. Komm- arnir voru hins vegar alfarið á móti og töldu að læknirinn hefði nógu hátt kaup þó ekki væri verið að byggja handa honum hús. Horfði til átaka mikilla um þetta mál. Pá komu framsóknarmenn með lausn sem allir féllust á. Byggjum hús handa læknin- um en höfum það við hliðina á kirkjugarðinum, þannig að hann verði nágranni sinna fyrrverandi sjúklinga. Þetta var nógu rótarlegt til að allir urðu ánægðir. Átakafundur hjá ABR um uppsagnamál: Ályktanir gegn verkalýðsfor ingjum og borgarfulltrúum ■ Uppsagnir Magnúsar Skarphéðinsonar strætisvagna- bílstjóra og Brynjars Jónssonar trúnaðarmanns hjá Hafskip hafa magnað upp miklar deilur innan Alþýðubandalagsins, sem náðu hámarki á átakafundi í Alþýðubandalagsfélagi Reykja- víkur í fyrrakvöld. Þar voru samþykktar tvær ályktanir, sem beindust gegn frammistöðu borgarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins í Magnúsar máliriu og forustu Dagsbrúnar í máli Brynjars. Alyktanirnar voru Uppsögn samþykktar með þorra atkvæða gegn atkvæðum borgarfulltrú- anna Öddu Báru Sigfúsdóttur og Guðmundar Þ. Jónssonar og örfárra annarra. Um 40 manns sóttu fundinn. „Þessar ályktanir eru fyrir innanfélagsmenn og ekki aðra“, sagði Kristján Valdimarsson starfsmaður ABR í samtali við blaðið í gær og kvað þær ekki til birtingar. En samkvæmt heim- ildum blaðsins var önnur álykt- unin, sem borin var upp af Gísla Gunnarssyni, Svani Kristjáns- syni og Margréti S. Björnsdóttur almennt um það að kjörnir fulltrúar Alþýðubandalagsins ættu að gæta í hvívetna hags- muna starfsfólks gegn atvinnu- rekendum, en hin tillagan sem borin var upp af Gylfa Páli Hersi fjallaði um sömu hluti, auk þess sem hún hvað fast að orði um afstöðu borgarfulltrúa og verkalýðsforingja í málum Magnúsar og Brynjars. Sú til- laga hafði áður verið borin upp á stjórnarfundi í ABR en verið felld. Formannáfundur Alþýðu- sambands Austurlands beinir því til verkalýðsfélaganna á Austurlandi að standa saman að uppsögn kaupliða kjara- samninga fyrir 1. september n.k., þar sem allar forsendur síðustu samninga séu brostnar vegna mikilla hækkana verðlags á samningstímanum. Þá skorar fundurinn á stjórn- völd að grípa þegar til aðgerða til að koma í veg fyrir yfirvof- andi neyðarástand í atvinnu- málum Austfirðinga. Fundur- inn mótmælir einnig harðlega fyrirhugaðri uppsögn sjó- manna, svo og fyrirvaralausri uppsögn fiskvinnslufólks á Austurlandi. Stigahlíðarlóðirnar: Meðalverðið var 1.66 milljónir ■ Meðalsöluverð lóðanna sem boðnar voru út í Stiga- hlíð reyndist vera 1.66 millj- ónir króna en alls var seld 21 lóð. Þetta kom fram á borgarstjórnarfundi í gær- kvöldi. Heildarsöluverð var kr. 34.476.000. Þeir sem hrepptu lóðirnar á útborðinu voru: Jónas Sig- urðsson, Olafur Björnsson, Guðlaug Þórarinsdóttir, Þór Ingvarsson, Guðbjörg Ant- onsdóttir, Hörður Jónsson, Sævar Sigurgeirsson, Guð- rún Björnsdóttir, Vigdís Þór- arinsdóttir, Bragi Ragnars- son, Eggert Atlason, Jón Ólafsson, Elísabet Her- mannsdóttir, Indriði Pálssön, Jón Zalewsky, Haf- steinn Sigurðsson, Helgi Þ. Jónsson, Hörður Þorgeirs- son, Kristín Árnadóttir, Þórður Óskarsson og Jón G. Zoéga.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.