NT

Ulloq

NT - 22.06.1984, Qupperneq 3

NT - 22.06.1984, Qupperneq 3
Föstudagur 22. júní 1984 3 Slitnaði upp úr samningaviðræðum - enginn virkjanasamningur ■ í gærmorgun slitnaði upp úr viðræðum um samræmdan kjarasamning fyrir virkjana- framkvæmdir á landinu öllu. Þá lýstu forráðamenn Verkalýðs- félagsins Rangæings því yfir að félagið tæki ekki lengur þátt í viðræðunum. Akvörðun Rangæings kom í kjölfar ítrek- aðra yfirlýsinga VSÍ þess efnis að Vinnuveitendasambandið teldi aðTungnaársamningurinn væri í fullu gildi fram til 15. apríl 1985. Fulltrúar annarra félaga og landssambanda í samninga- nefnd stéttarfélaganna ákváðu þá að „kanna rnálið" í ljósi þessa. Þetta mál á sér orðið alllang- an aðdraganda. Fulltrúar stétt- arfélaganna í þessum samninga- viðræðum hafa aldrei farið leynt með þá skoðun sína að Vinnu- veitendasambandið hafi nánast engan áhuga fyrir að gera sam- ræmdan virkjanasamning og viðræðurnar hafi því mestan- part verið skrípaleikur. Á blaðamannafundi sem samninganefnd stéttarfélag- anna efndi til í gær, kom fram sú skoðun að fáránlegt væri að halda áfram viðræðum um samning sem gilda ætti fyrir landið allt þar eð sá samningur ætti ekki gilt fyrir Tungnaár- svæðið, samkvæmt þessum skilningi VSÍ. Fulltrúar stéttarfélaganna gær. ■ Frá blaðamannafundinum í kváðu það hins vegar skoðun sína að Tungnársamningurinn hefði fallið úr gildi þegar í september í haust, þótt enn sé að vísu unnið eftir honum með- an beðið er eftir nýjum samn- ingi. Pótt nú hafi þannig slitnað upp úr viðræðum um samræmd- an kjarasamning, kváðu menn ekkert því til fyrirstöðu að tekn- ar yrðu upp samningaviðræður um kjarasamning fyrir virkjun- arframkvæmdir við Blöndu. NT hafði í gærkveldi sam- band við Þórarin V. Þórarinsson samningamann VSÍ og kvað hann viðræðuslitin koma sér spánskt fyrir sjónir. Það hefði NT-mynd: Kober! verið boðið að nýr samræmdur virkjanasamningur leysti Tungna- ársvæðissamninginn af hólmi þegar að kæmi. Þórarinn kvað það vafamál, hvort heppilegt væri að fjölga meira samningum fyrir einstök virkjanasvæði, heildarsamningur væri tvímæla- laust heppilegri frá sjónarmiði VSÍ. Enn frestast Blanda ■ Enn frestast framkvæmdir við Blöndu- virkjun. Eins og NT hefur áður greint frá getur Landsvirkjun ekki hafið fram- kvæmdir fyrr en kjarasamningur hefur verið gerður. Viðræður um slíkan samn- ing hafa nú staðið yfir hátt á annað ár án árangurs og eftir að slitnaði upp úr þeim í gær er Ijóst að enn mun líða langur tími þar til framkvæmdir geta hafist. Halldór Jónatansson, forstjóri Lands- virkjunar, sagði í stuttu samtali við NT í gærkvöldi að Landsvirkjun hefði náð samkomulagi við Ellert Skúlason og Jern- betong um að þessir aðilar framlengdu tilboð sitt til 1. september, en það hefði annars átt að renna út 1. júlí. Þetta samkomulag felur jafnframt í sér að skiladagar verða óbreyttir, þótt vinna við framkvæmdir hefjist ekki fyrr en í sept- ember. Aðspurður kvað Halldór fyrir- sjáanlegt að þetta hefði nokkurn kostnað- arauka í för með sér, en sagðist ekki tilbúinn að nefna neina upphæð að svo stöddu. Atómstöðin enn á flakk ■ Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson verður sýnd á tveimur kvikmyndahátíð- um í Evrópu í næsta mánuði. Hún tekur þátt í samkeppni á helstu kvikmyndahátíð Austur-Evrópu, sem haldin verður í Karlovy Vary í Tékkó- slóvakíu. Hátíð þessi er haldin til skiptis þar og í Moskvu. Atómstöðin verður sýnd þann 13. júlí. Frá Karlovy Vary heldur Atómstöðin til Taorminu á Sikiley og tekur þátt í hátíð, sem hefst þar 18. júlí. Þar fær hún ekki að taka þátt í samkeppninni, vegna þess að hún var í þeirri deildinni á tékknesku hátíðinni. Þorsteinn Jónsson leikstjóri og Örnólf- ur Árnason framleiðandi myndarinnar og framkvæmdastjóri munu verða við- staddir sýningarnar. Grímur fyr- ir Björn ■ Forstjóri Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins, dr. Björn Dagbjartsson hefur fengið árs- leyfi frá störfum, frá 1. okt. nk. Jafnframt hefur dr. Grímur Þór Valdimarsson verið settur til að gegna stöðu Björns, meðan á leyfinu stendur. Halldór íSovét ■ Halldór Ásgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra, fer til Sovét- ríkjanna í dag og verður þar í opinberri heimsókn í boði Kamentsevs, sjávarútvegsráð- herra Sovétríkjanna, dagana 24. júní til 1. júlí. Ráðherrarnir munu talast við um samskipti landanna á sviði sjávarútvegs og auk þess mun Halldór kynna sér fiskveiðar og vinnslu í Sovét- ríkjunum. Gautur ekki Gauti ■ { frétt NT í gær af máli Þorgils Axelssonar og íbúðar- vals, misritaðist nafn borgar- dómarans. Hann var Steingrím- ur Gautur Kristjánsson en ekki Steingrímur Gauti. Hann er beðinn afsökunar á þessum mis- tökum. Hafrannsóknarstofnunin: Jón Jónsson læt- ur af störfum ■ Sjávarútvegsráðherra hefur veitt Jóni Jónssyni, forstjóra Hafrannsóknastofn- unar lausn frá störfum forstjóra að eigin ósk frá 1. júlí n.k. Jón hefur veitt stofn- uninni forstöðu í þrjá áratugi, en menntun sína í fiskifræði hlaut hann við Háskólann í Osló. Meðal fjölmargra trúnaðarstarfa sem Jón hefur gegnt á sviði vísindagreinar sinnar skal helst nefna að hann var fulltrúi íslands í stjórn Alþjóðahafrann- sóknaráðsins síðan 1954, varaforseti 1972-1975. Formaður eða meðlimur í ýmsum vinnunefndum ráðsins. Fulltrúi Islands í eftirgreindum alþjóðastofnun- um: Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndinni, Norðvestur-Atlantshafsfisk- veiðinefndinni, vísindanefnd Alþjóða hval- veiðiráðsins, Hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Jón skrifað fjölmargar greinar og ritgerðir um fiskveiðar og fiskifræði. Jón Jónsson mun áfram starfa við stofnunina við ýmis rannsóknarstörf. varanlegt gróðurhúsaplast Vestur-þýsk gæðavara frá Röhm og Bayer Makrolon (polycarbonat) er níðsterkt glært plastefni sem hentar íslenskri ylrækt einstaklega vel. Það býðst nú bæði í tvöföldum og preföldum plötum með sérstakri akrýlhúð sem tryggir veðurþolið, spegilslétt yfirborð og kemur í veg fyrir að það gulni með tímanum. Makrolon er auk þess feiknalega höggþolið, létt og einangrandi. Athugaðu eiginleika Makrolons ef þú hyggst byggja eða bæta gróðurhús og vilt ná hámarks hagkvæmni með fjárfestingunni. 6 mlkilvægustu elglnlelkar Makrolon gróðurhúsanna: ■ Öryggl - Þú eignast sterkara gróðurhús sem stenst betur vetrarstorma og tryggir um leið meira öryggi í raektun. ■ Orkusparnaður - Þú eignast gróðurhús þar sem orkunotk- unin minnkar um þriðjung til helming, miðað við einfalt gler (fer eftir plötuþykktum). ■ Obrjotanlegt - Þú þarft ekki að óttast slæm veður, fok eða jafnvel steinkast af mannavöldum - Makrolon brotnar ekki. ■ LJósstreyml - Með akrýlhúðinni hefur tekist að skapa yfirborð sem heldur veðrunaráhrifum í lágmarki (ca. 2% birturýrnun á 10 árum) og kemur í veg fyrir að plastið gulni fyrir áhrif útfjólublárra sólargeisla. ■ Svelgjuþol - Þú getur bogalagt plöturnar og þar með byggt braggagróðurhús sem vegna léttari undirstöðugrindar getur aukið birtumagnið til plant anna um 10%, miðað við hefð- bundinn gróðurhúsabyggingastíl. ■ Uppsetnlng - Þú getur auðveldlega klætt gróðurhúsið sjálfur. okron ple/igler^H einkaumboð Tæknllegar upplýslngar tvöfalt brefalt Plötubvkkt mm 4.5 6 8 10 10 Plötubreldd mm 1980 I98C 1980 1980 1980 Plötulenqd mm Allt aö 6000 fvrir allar qerðir Þvnqd kq m2 1.0 1.3 1.7 2.0 2.0 Llósstrevml % ca 80 80 80 80 70 Hltaelnangrun \)Wfn2 K-qlldl 3.9 36 3.3 3.1 2.9 ^MInnkunhlta- taps f % 33 38 44 47 50 ''Mlöað vlð elnfalt gler pr. flatarelnlngu.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.