NT - 26.06.1984, Síða 12
■ Tony Curtis lýsti því yfir í sjónvarpi að hann og Andria Savio
hefðu látið pússa sig saman. Síðar hélt hann því fram, að hann
hefði bara verið að plata, og reyndar hefðu það verið blaðamenn,
sem hefðu komið sögunni á kreik!
Fjórða hjóna-
band Tonys
Curtis bara gabb
■ Tony Curtis, sem í eina tíð
þótti góður lcikari og hlaut
margs konar viðurkenningu
sem slíkur, hefur síðustu árin
aðallcga komist í fréttir vegna
hneykslismála af ýmsu tagi.
Hjónabandsmál hans hafa
löngum verið vinsælt frétta-
efni, en hann hefur þegar verið
giftur þrisvar og skilið jafnoft.
Eða er það fjórum sinnum?
í þriðja hjónabandi Tonys
keyrði um þverbak. Þegar loks
slitnaði endanlega upp úr því,
hafði kona hans stór orð um
hvaða voðamaöur Tony væri.
Hann væri aldeilis óútreiknan-
legur og vílaði ekkert fyrir sér
að brjóta allt og brantla á
heimilinu, hvað þá leggja
hendur á hana og annað heint-
ilisfólk. Eftir þann skilnað fór
að bera mcira og meira á því,
að Tony ætti í meira en litlum
erfiðleikum með sjálfan sig.
Hann drakk ótæpilega og
gleypti í sig eiturlyí. Fyrir
tveim árum rak svo á fjörur
hans bráðunga stúlku, Andria
Savio, sem virtist tilleiðanleg
til að eyða með honum nokkrum
ævidögum. En að því
kom, aö hún sá, að Tonys biöi
ekkert annað en alger
aumingjaskapur eða jafnvel
dauði, ef hann leitaði sér ekki
lækninga.
Fyrir orð Andriu gekkst
Tony svo undir læknismeðferð
í vor, þá sömu og Elizabeth
Taylor, Peter Lawford,
Johnny Cash og nú síðast Ro-
bert Mitchum, auk annarra
hafa hlotið með góðum árang-
ri. Er hann útskrifaðist af
sjúkrahúsinu, hafði hann ntörg
orð um þaö, að nú væri hann
svo sannarlega orðinn nýr og
betri maður, og allt væri það
Andriu hans að þakka. Og til
að styrkja enn betur þetta nýja
og fullkomna líf, sem liann-
hefði nú hafið, hefði hann
gengið að eiga Andriu. Pessti
lýsti liann ófeiminn yfir í sjón-
varpsþætti.
Yfirlýsingin vakti mikla at-
hygli og faðir Andriu fann sig
knúinn til að lýsa yfir því, að
hann hefði alltaf verið mótfall-
inn þessum ráðahag. Þegarallt
kænti til alls væri Tony á aldur
við hann sjálfan og gæti því
verið faðir Andriu hvað það
snerti. Andriasagðiekki neitt.
En skjótt skipast veður í
lofti. Tony yfirgaf Hollywood
og Andriu í snarhasti og hélt
til Þýskalands á fund konu
sinnar nr. 2, þýsku leikkon-
unnar Christine Kaufmann, og
tveggja dætra þeirra, enda seg-
ist hann aldrei hafa hætt að
elska Christine. Þaðan hélt
hann til Cannes í Frakklandi
og þar neyddist hann til að lýsa
yfir því, að það hefði bara
verið plat, að liann hefði geng-
ið að eiga Andriu. Reyndar
hefðu blaðamenn logið þeirri
sögu upp!
Nú situr Andria alein eftir
með sárt ennið og veit ekki
hvaðan á sig stendur veðrið.
Reyndar segja sumir, að hún
megi þakka fyrir hvað hún hafi
sloppið vel, því að augljóst sé,
að ekki sé nokkurt vit að reiða
sig á Tony Curtis frekar en
fyrri daginn. Hann sé alveg
óútreiknanlegur sent fyrr og
deila megi um, hvort hann sé
með öllum mjalla.
■ Christine Kaufmann og dætur þeirra Tonys, Allegra (í miðju)
og Alexandra (t.h.) búa í Þyskalandi og þangað dreif Tony sig,
þegar hann sá, að hann hafði gengið of langt með „gabbið“ sitt.
Þriðjudagur 26. júní 1984 12
■ Afmælistertan
var stór og vegleg,
enda þurftu margir að
fá hlutdcild í henni.
Fyrstu sneiðarnar
skáru afmælisbarnið
og kona hans, eins
vera ber.
■
úr öðrum iandsfjórð-
ungum tii að gleðjast
*neð afmælisbarninu
og heiðra það. Þar á
meðal var Ragnar
Arnalds, sem tók við
Jormennsku í Alþýðu-
bandalaginu, þegar
Luðvik Jósepsson lét
af henni.
er
fólk
■ haö var mikill og
almennur söngur '
samkvæminu
hafa gesíir tlllu u
sætum og em senni
mga a hau tónunum
„Hann á afmæli
da§ ’ a.m.k
greinilegt að
leggur Sál
sönginn.