NT


NT - 26.06.1984, Síða 20

NT - 26.06.1984, Síða 20
 Þriðjudagur 26. júní 1984 20 Utlönd Heimsstyrjöldin gleymist seint: Dómsrannsóknar krafist á fjölda- morði árið 1945 ■ Þrír vestur-þýskir lögmenn hafa krafíst dómsrann- sóknar á meintu fjöldamorði á meira en 400 föngum sem hafðir voru í haldi í fangabúðum nasista nálægt Eystrasalti í seinni heimsstyrjöldinni. lausir úr búðunum en aðeins 500 tekist að komast um borð í tvö skip, hinir 400 voru hindraðir í því og síðan skotnir. Lögmennirnir sögðust hafa rætt við þá sem komust af úr blóðbaðinu þar sem þeir væru að skrifa bók um skipin tvö sem fluttu fangana á öruggan stað. Lögmennirnir skýrðu svo frá að þeir hefðu fengið sannanir fyrir því að fangar, sem sleppt var út Danzig-Sutthof fanga- búðunum í maí 1945, hefðusíð- an verið skotnir til bana af mönnum í SS sveitunum og Hitlersæskunni. Lögmennirnir sögðu að alls hefðu 900 fangar verið látnir ■ Óeirðir og ofbeldisverk halda áfram í Indlandi þar sem hindúar og sikhar eigast við. Eftir að indverskir hermenn réðust inní Gullna musterið í Amristar og felldu þar 900 sikha hefur veirð mjög heitt í kolulnum víða um landið, ensikhar krefjast meiri sjálfstjórnar en þeir hafa nú. Um helgina heimsótti Indira Gandhi forsætisráðherra Gullna musterið í því skyni að rcyna að ná sáttum. Myndin er af forsætisráðherranum í musterinu. símamynd Poifoto Danmörk: Háskólar of margir og offram leiðsla á menntamönnum ■ Danska menntamálaráðu- neytið hefur látið rannsaka hver þörf sé á æðri menntun í land- inu. Fram kemur að háskólarnir eru of margir og úrskrifa alltof marga háskólaborgara á flestum sviðum mennta. í nýrri skýrslu frá ráðinu um æðri menntun, sem opinberuð verður innan skamms, segir að átímumsamdráttarverði annað hvort að gera einum eða tveim háskólum landsins hærra undir höfði en hinum, eða fækka skól- unum. Niðurstaðan er sú að hvort sem litið er á kostnaðarhliðina eða þörfina á æðri menntun séu háskólarnir óþarflega margir og sömuleiðis þeir sem útskrifast. Það er sama hvort litið er á hugvísinda eða raungreinar, það er offramleiðsla á mennta- 'mönnum. Embættismennirnir í menntamálaráðuneytinu telja t.d. að háskólinn í Hróarskeldu sé með öllu óþarfur og að engin ástæða sé til að útskrifa þaðan kandidata í eðlisfræði, efna- fræði, stærðfræði og líffræði. Þá segir að hinar stóru hugvís- inda - og heimspekideildir við háskólana í Kaupmannahöfn, Óðinsvéum og Arósum verði að draga saman seglin. í þessum skólum eru 350 fastráðnir kenn- arar í dönsku, sögu, þýsku, ensku og frönsku. 165 þeirra er ofaukið. í þessum fögum eru útskrifaðir fjórum sinnum fleiri kandidatar en nauðsyn krefur. Langflestir þeirra sem Ijúka há- skólaprófum í þeim greinum, sem nefndar voru, gerast kenn- arar við menntaskóla. Á næsta áratug verður ekki um að ræða neinar nýjar stöður við mennta- skólana, segir í skýrslunni. Óþarft mun þó að segja upp háskólakennurum í þessum fögum, segir í skýrslunni. Það verður aðeins að liðka til í skólakerfinu og þeim, sem of- aukið er, geta fengið kennslu við aðra skóla, svo sem verslun- arskólana. Á síðasta ári luku 1803 námi frá Kaupmannahafn- arháskóla. 45% þeirra eru konur. Læknadeild átti metið, en 463 luku læknakandídata- prófi, þar af 38% konur. 428 luku prófi frá heimspekideild, 59% þeirra konur. 41 lauk guð- fræðiprófi, en aðeins 25 árið á undan. Það kom í Ijós að námstíminn hefur lengst, nema í læknis- fræði. í öðrum greinum eru stúdentar nú tveim árum lengur í háskólanámi en áður var talið eðlilegt. Ítalía: Lögreglu- embætti í deilum Kóm-Reuter ■ ítalskt dagblað hefur kennt samkeppni og deil- um tveggja lögregluem- bætta á Italíu um að ekki hefur tekist að finna 16 ára gamla dóttur sendi- manns í Vatikaninu, sem hvarf fyrir réttu ári. í kjölfar hvarfs stúlk- unnar fylgdu símhringing- ar frá mönnum sem sögð- ust hafa rænt henni til að krefjast þess að Mehnet Ali Agca, Tyrkinn sem reyndi að myrða Jóhannes Pál páfa verði látinn laus. Agca, sem situr í lífstíð- arfangelsi, hefur neitað því að hann sé viðriðinn þetta mál. Herlögreglan, sem er stjórnað af varnarmála- ráðuneytinu( og ríkislög- reglan sem heyrir undir innanríkisráðuneytið, rannsökuðu hvarf stúlkunn- ar hvor í sínu lagi án nokkurs árangurs. Dagblaðið Corriere Della Sera, hélt því fram að hefðbundin samkeppni milli lögregluembættanna ætti sök á því að ekkert hefði komið fram um hvarf stúlkunnar. Við rannsókn málsins hefði hver hendin verið uppi á móti annarri og hvorug lögreglan hefði vitað hvað hin hafðist að. Vestur-Þýskaland: Er vinnu- deilunum að Ijúka? Bonn-Keuter ■ Sáttasemjari í deilu máimiðnaðarmanna og at- vinnurekenda í Vestur- Þýskalandi vinnur nú að málamiðlunartillögu og sagt er að góðar vonir séu um að báðir deiluaðilar geti sætt sig við hana. Bílaiðnaðurinn er lamað- ur og mikið framleiðslutap hcfur orðið. Þetta eru ein- hverjar erfiðustu vinnu- deilur í sögu Þýska sam- bandslýJveldisins. Yfirráð yfir Hong Kong? Ná Kínverjar og Bretar samkomu- lagi í september? Fekinj>-Keuter ■ Forseti Evrópuþingsins, Pi- eter Dankert, sem er í opinberri heimsókn í Peking, sagði frétta- mönnum í gær að hann vissi ekki betur en Bretland og Kína hefðu komist að samkomulagi um að samningur um framtíð Hong Kong yrði tilbúinn í sept- ember. Talsmaður breska sendiráðsins sagði hins vegar að Bretland liti ekki svo á að september væri endanleg tíma- setning. Dankert var spurður að því —Bílabúö Benna Aukahlutir Varahlutir Sérpantanir VAGNHJ@LIÐ Vélaupptekningar hvort þetta hefði komið fram á fundi hans með Sir Richard Evans sendiherra Bretlands í Peking, og svaraði Dankert því játandi. Talsmaðursendiráðsins sagði síðan að sendiherrann minntist þess ekki að hafa talað um Hong Kong við Dankert. Bretar liafa ekki áður gengið opinberlega að þeirri kröfu Kín- verja að samningur um hvernig Hong Kong verði stjórnað, þeg- ar Kínverjar fá yfirráð yfir borg- inni árið 1997, verði tilbú- inn í september. Deng Xiaoping leiðtogi Kín- verja sagði kaupsýslumönnum frá Hong Kong á föstudag að drög að samningnum yrðu til- búin í september og endanlegur samningur undirritaður í lok ársins. Kínverjar ætla að stjórna Hong Kong sem sjálfstæðu ríki sem halda mun kapitalísku efnahagskcrfi og lífsmáta sínum í að minnsta kosti 50 ár eftir yfirtöku Kínverja. Haft hefur verið eftir Deng að áætlun Kín- verja um að leyfa bæði kapital- isma og kommúisma að þrífast innan sama lands gæti tekist og gæfi þá fordæmi sem stuðlað gæti að lausn annarra vanda- mála, svo sem samemingu Kór- eu og Þýskalands. Vagnhöfða 23 110 Reykjavík Sími 685825 Vatnskassar og vélahlutir í ameríska bíla á lager. Mjög hagstætt verö. Kvikmyndaleik' stjóri látinn ■ Kvikmyndaleikstjórinn Joseph Losey lést á heimili sínu í London, 75 ára að aldri s.l. föstudag. Losey var fæddur í Banda- ríkjunum og hóf feril sinn þar en fluttist til Englands árið 1952 eftir að hafa komist á svartan lista á tímurn kommúnistaofstækisins. Frægastur er hann fyrir sam- starf sitt með bresku kvik- myndaleikurunum Dirk Bogarde og Julie Christie og leikritahöfundinum Harold Pinter. Meðal kvikmynda þeirra sem Losey stjórnaði, en þær voru alls yfir 20 talsins, má nefna Sendiboðann, The Go- between, og Þjóninn, The Servant. Losey hafði nýlokið við gerð síðustu myndar sinnar þegar hann lést.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.