NT - 26.06.1984, Blaðsíða 22

NT - 26.06.1984, Blaðsíða 22
 Þriðjudagur 26. júní 1984 22 LlL íþróttir Blautur, blautari og jafntefli varð ■ Ekki er laust við a<> mcnn hafi blotnað á Valsvelli í gær- kvöld er Valur og Fram áttust við í ausandi rigningu. Leiknum lauk með jafntefli 1-1 og verða það að teljast nokkuð sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins. Að vísu voru Vals- menn öliu ágengari nær allan leikinn en gekk illa að skapa sér færi og hvað þá að nýta þau. EINKUNNAGJÖF NT: Valur Stefán Arnarson........4 Jóhann Þorvarösson .... 4 Guðmundur Kjartansson . 3 Þorgrímur Þráinsson .... 3 Grímur Sæmundsen......2 Bergþór Magnússon .... 5 Guðmundur Þorbjömss .. 4 | örn Guðmundsson.....4 Guðnl Bergsson.........5 Valur Valsson..........3 1 Hilmar Sighvatsson ..5 Anthony K. Gregory kom inná fyrir Hilmar á 80. mín. Fram Guðmundur Baldursson . 4 Þorsteinn Þorsteinsson .. 4 Trausti Haraldsson.....4 Sverrir Einarsson......2 Hafþór Sveinjónsson .... 6 Kristinn Jónsson .......4 Bragi Björnsson ........5 Örn Valdimarsson .......5 Rafn Rafnsson ..........5 Guðmundur Steinsson ... 3 Guðmundur Torfason ... 3 Viðar Þorkelsson kom inn fyrir Rafn á 72. mín. Fyrri hálfleikur var hryliilega daufur og vildi það blaða- mönnum til happs að það rigndi svo mikið að nær ógerningur var að sjá hve lítið gerðist á leikvellinum. Hin góða sjón blaðamanns NT gerði það þó að verkum að hann greindi þrjú marktækifæri í fyrri hálf- leik. Fyrst bjargaði Sverrirmið- vörður Framara á línu strax á 9 mín., þá átti Hilmar Sighvats- son hörkuskot á 21. mín. sem Guðmundur varði vel og loks skaut Guðni Bergsson í Guð- mund félaga sinn Þorbjörnsson inn á markteig Framara og bjargaði það Frömurum í það skiptið. Sfðari hálfleikur var örlítið fjörugri og sáu þá tvö mörk dagsins ljós. Það var strax á 55. mín. að Framarar spiluðu lag- lega á milli sín og endaði sú lota með því að Guðmundur Steins- son fékk boltann óvaldaður inn í vítateig Valsara, lagði hann fyrir sig og sendi svo tuðruna í bláhornið, 1-0. Við markið hresstust Valsar- ar og sóttu hart að marki Fram- ara og á 70 mín. átti Bergþór slaka fyrirgjöf fyrir mark Fram, Trausti ætlaði að hreinsa frá en knötturinn skrúfaðist í mark- hornið og staðan orðin 1-1. Nú var sem leikmenn vökn- uðu í næstu 5 mínútur og áttu Guðmundur Torfason og Valur Valsson báðir hörkuskot sem ekki rötuðu rétta leið. Síðustu 15 mín. leiksins sváfu svo leik- menn beggja liða, greinilega sáttir við jafnteflið. Eins og fyrr greindi var leikurinn í heild í slakara lagi og má kenna veðurguðunum að vissu leyti þar um. Völlurinn var með þyngra móti og bauð uppá mikið af skriðtæklingum. Voru leikmenn lömr við að notfæra sér þann möguleika, þó enginn sem Hafþór Svein- jónsson sem tæklaði menn uppí klof hvenær sem færi gafst og var stór heppinn að fá ekki rautt spjald í leiknum. Af einstökum leikmönnum má nefna Grím Sæmundsen sem var gífurlega duglegur í liði Vals og þá voru Valur Valsson, Guðmundur Kjart- ansson og Þorgrímur þokkaleg- ir. Hjá Fram bar einna mest á Sverri Einarssyni sem var mjög traustur í vörn, einnig börðust Guðmundarnir ágætlega frammi. ■ Hart barist í bleytunni. Guðmundur Steinsson, Bragi Björnsson og Bergþór Magnússon dansa sannkallaðan regndans. NT-m>nd Ámi ■ Þaö rigndi og rigndi og má segja að leikinn hafi rignt niöur. Osköp dapur leikur og jafntefli sanngjarnt: Eöa eins og Albert Guð- mundsson fjármálaráöherra sagði eftir leikinn: „Þaö vant- ar sókndirfsku í íslenska knattspyrnu og liö gera of litlar tilraunir til aö gera mörk“. Mörkin gerðu Guð- mundur Steinsson fyrir Fram á 55. mín og mark Vals var sjálfsmark Trausta á 70.mín. Áhorfendur voru frekar fáir og blautir. Hafþór Sveinjóns- son fékk gult spjald hjá þokkalegum dómara leiksins Magnusi Theódórssyni. Stórmót ■ Dagana27.júní-l.júlí, verður haldið í Vestmanna- eyjum stórmót í knatt- spyrnu, fyrir yngstu iðk- endur íþróttarinnar. Mót þetta er haldið í sameiningu, af Tomma- hamborgurum og knatt- spyrnufélaginu Tý í Vest- mannaeyjum. Til mótsins var boðið sjötta aldurs- flokki drengja hvaðanæva af landinu. Margskonar dagskrá hefur verið skipulögð fyrir drengina, svo sem skoðun- arferðir, bíósýningar, í Eyjum kvöldvaka ofl. Mótið verður sett mið- vikudagskvöldið 27. júní með mikilli viðhöfn. Mótinu verður slitið á sunnudagskvöld í íþrótta- miðstöðinni í Vestmanna- eyjum. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í bæði A og B liðum. Aukaverðlaun verða svo veitt fyrir þrjú efstu sætin í innanhússmóti og cinnig til markahæsta manns mótsins, besta markmanns, prúðasta leik- manns ofl. 4. deildin í knattspyrnu: Fáskrúðsfirðingar stefna í úrslit - ÍR tapaði fyrsta leiknum - Stokkseyringar efstir í B-riðli - Ármenningar upp aftur? A-riðill: Arvakur-Hafnir...0-0 ■ Alvarlegt ástand hjá Ár- vakri, liðið hefur ekki sicorað í þrjá og hálfan leik. Árvakur var sterkari í leiknum og átti fjölda færa. Augnab!ik-Víkverji...l-0 ■ Fjörugur leikur og fullur af vannýttum færum. Harka all- mikil. Sigur Augnabliks sanngjarn, en úrslitin 4-2 hefðu gefið réttari mynd. Markið skoraði Guðmundur Halldórs- son. Ármann-Drengur.. .3-2 ■ Þráinn Ásmundsson kom Ármanni í 1-0 úr vítaspyrnu, og Jens Jóhannesson bætti um betur, 2-0. Gústaf Alfreðsson minnkaði muninn fyrir Dreng, en Egill Steinþórsson skoraði þá þriðja mark Ármanns. Hjörtur Ingþórsson minnkaði muninn fyrir Dreng áður en yfir lauk. Ármenningar eru nú efstir í riðlinum, og stefna hrað- byri að nýju í ídeildina undir stjórn Eggerts Jóhannessonar, sem kom þeim upp fyrir tveim- ur árum. Haukar-Aft urelding.. .2-1 ■ Haukarnir sterkari allan tímann. Páll Poulsen og Valur Jóhannsson skoruðu mörkin. Valur misnotaði að auki víta- spyrnu í leiknum, skaut í stöng. Mosfellingar minnkuðu mun- inn í lok leiksins. Staðan í A-riðli: Ármann.......6 5 1 0 12- 4 16 Haukar.........6 4 1 15- 8 13 Vikverji......6 3 1 2 10- 5 10 Augnablik .... 6 3 1 2 13-10 10 Árvakur.......6213 6- 8 7 Afturelding ... 6 2 0 4 6-10 6 Haínir .......6114 5-9 4 Drengur....... 6 1 0 4 7-18 3 B-riðill: Stokksey ri-Hveragerði.. .5-1 ■ Stokkseyringar í góðu formi. Halldór Viðarsson fór á kostum í leiknum og skoraði þrjú mörk. Hin skoruðu Sól- mundur Kristjánsson og Páll Leó Jónsson þjálfari. Helgi Þorvaldsson skoraði mark Hvergerðinga. Þór Þ-Léttir...2-2 ■ Heimamenn voru betri í fyrri hálfleik. Þá skoraði Ár- mann Einarsson, en Andrés Kristjánsson jafnaði fyrir leikhlé úr vítaspyrnu. Heima- menn komust aftur yfir með marki Sæmundar Sigurðssonar, en Valdimar Guðmundsson jafnaði með miklu glæsimarki, þrumuskoti af 35 metra færi sem fór í blávinkilinn. Léttis- menn héldu uppi stórskotahríð í síðari hálfleik, en tókst ekki að bæta við. Drangur-Eyfellingur ...0-3 ■ Erlendur Guðbjörnsson, 17 ára piltur í liði Eyfellinga, skoraði tvö mörk í leiknum, og Magnús Geirsson eitt. Eyfell- ingar voru töluvert sterkari í leiknum. Staðan í B-riðli: Stokkseyri .... 5 4 0 1 17- 7 12 Lettir........ 6 3 2 1 16- 7 11 Hildibrandur .. 5 3 2 0 14- 5 11 Þór Þ.........4 2 1 2 12- 9 7 Eyfellingur ... 5 2 12 11-10 7 Hveragerði ... 5 1 0 4 7-19 3 Drangur........ 5 0 0 5 2-22 0 C-riðill: Leiknir-Reynir Hn...l-0 ■ Leiknir varheldursterkari, og skoraði Þorvaldur Guð- mundsson mark liðsins í fyrri hálfleik. Reynismenn voru meira með boltann í síðari hálfleik, en sköpuðu sér ekki hættuleg færi. ÍR-Bolungarvík...0-2 ■ Loks lá ÍR, eftir mikla sigurgöngu þar sem helst voru ekki skoruð færri en 6 mörk í leik. Meiðsli hrjáðu ÍR í þess- um leik, leikurinn var hafinn án fjögurra fastamanna. Bol- víkingar náðu sér vel á strik, áttu sigurinn fyllilega skilinn. Svavar Ævarsson skoraði í fyrri hálfleik, en Sigurður Guðfinns- son í þeim síðari. Grótta-Bolungarvík...0-1 ■ Bolvíkingar byrjuðu með sigri á Gróttu á föstudagskvöld í fremur slökum leik. Bolvík- ingar voru þó mun sterkari, og skoraði Hjörleifur Guðfinns- son markið. Bolvíkingar eru nú í öðru sæti í riðlinum eítir þessa tvo sigra, og ÍR virðist ekki lengur öruggt með sigur í riðlin- um. Staðan í C-riðli: ÍR............ 6 5 0 1 28- 7 15 Bolungarvík ..6 4 0 2 11-11 12 Leiknir........5 2 12 10-11 7 Reynir Hn ... 7 2 1 4 13- 15 7 Grótta ....... 5 2 0 3 8-12 6 Grundarfj..... 6 2 0 4 11-19 6 Stefnir....... 3 1 0 2 3-10 3 D-riðill: Geislinn-Hvöt...2-1 ■ Hvatarmenn komust í 1-0 eftir tvær mínútur með marki Hermanns Arasonar. Geisla- menn náðu svo yfirtökum í síðari hálfleik, og Benedikt Pétursson jafnaði. Reynir Ingi- marsson skoraði svo sigurmark heimamanna fyrir leikslok. Hvatarmenn fóru vestur með grasskóna með sér, minnugir grasleiks á Sævangi í fyrra. En þá höfðu Vestanmenn nýlokið byggingu malarvallar á Hólma- vík, og að lokum frágangi hans hófst leikurinn. Hvatarmenn kunnu illa við sig á gras- skónum. Svarfdælir-Reynir...2-2 ■ Svarfdælirvoruöllugrimm- ari, sóttu meira í síðari hálfleik og áttu þá m.a.skalla í stöng. En úrslitin urðu jafntefli. Reynir jafnaði rétt fyrir leiks- lok. Kristján Vigfússon og Ingvar skoruðu mörk Svarf- dæla, en Björn Friðþjófsson (víti) og Garðar Níelsson skoruðu fyrir Reyni. Staðan í D-riðli: Reynir........4 3 1 0 16- 3 10 Geislinn ....2101 3-3 3 Skytturnar ... 3 1 0 2 8- 9 3 Hvöt..........3 1 0 2 3-11 3 Svarfdælir .... 2 0 1 1 5-9 1 E-riðill: Æskan-Tjörnes.. .0-2 ■ Tjörnesingar áttu allan leikinn, sérstaklega yfirspiluðu þeir Æskuna í fyrri hálfleik. Þá skoraði Skarphéðinn Ómars- son fyrra mark þeirra, og Magn- ús Hreiðarsson bætti öðru við í lok leiksins. Leikurinn var mjög grófur, en engu að síður vel dæmdur og einum Æsku- manni var vikið af leikvelli fyrir Ijótt brot. Leik Vasks og Vorðboðans var frestað. Staðan í E-riðli: Tjörnes ........ 2 2 0 0 5-0 6 Vaskur.......... 2 2 0 0 7-3 6 Árroðinn........20 11 2-4 1 Vorboðinn ....... 2 0 1 1 1-4 1 Æskan........... 2 0 0 2 2-6 0 F-riðill: Heil umferð var í F-riðli á miðvikudagskvöld: UMFB-Leiknir...0-5 ■ Stórsigur Leiknis á Borg- firðing uskar Tómasson 2, Svanur Kárason, Jón Ingi Tóm- asson og Jón Jónasson skoruðu. Hrafnkell-Súlan.. .0-4 ■ Óttar Ármannsson, Einar Björnsson, Jónas Ólafsson og Helgi Jensson skoruðu mörk Súlunnar. Sindri-Höttur...2-2 ■ Ómar Ingi Bragason og Guðmundur Óskarsson skoruðu fyrir heimamenn, fyrsta og síðasta mark leiksins. Björgvin Guðmundsson úr víti og Halldór Halldórsson skoruðu mörk Hattar. Egill rauði-Neisti...3-l ■ Ragnar Bogason, Ágúst Bogason og Þorvaldur Hreins- son skoruðu mörk Neista, en Þórarinn Traustason jafnaði fyrir Egil 1-1. Onnur umferð var síðan leik- in á laugardag: Súlan-UMFB...4-0 ■ Borgfirðingar voru fjarska- lega daprir í leiknum, og hefði Súlan geta skorað fleiri mörk. Eitt markanna var sjálfsmark, hin sícoruðu Jónas Ólafsson, Ársæll Hafsteinsson og Magnús. Höttur-Egill rauði...4-l ■ Höttur átti leikinn, og úr- slitin lágmarkstölur. Halldór Halldórsson skoraði tvö marka Egilsstaðabúa, Bergur Hall- grímsson og Sólmundur Odds- son skoruðu hin. Axel Jónsson skoraði fyrir Egil. Leiknir-Sindri...6-0 ■ Stórsigur Leiknis á Horn- firðingum. Með þessum sigri undirstrika Fáskrúðsfirðingar það að stefnan er í úrslitin. Óskar Tómasson skoraði tvö mörk, annað úr víti og hitt með fallegu skoti af nokkru færi. Svanur Kárason skoraði tvö, Helgi Ingason eitt og Jón Jón- asson eitt eftir mikinn einleik í gegnum alla vörn Hornfirð- inga. Leik Neista og Hrafnkels var frestað þar til í kvöld. Staðan í F-riðli: Leiknir F.....6 5 1 0 19- 1 16 Höttur .......6 4 1 1 15- 7 13 Súlan.........7412 16-10 13 Sindri........7 3 2 2 12-15 11 Neisti........6303 14-13 9 UMFB..........7205 9-19 6 Hrafnkell..... 6 2 0 4 8-14 6 Egill rauði .... 7 0 1 6 7-21 1

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.