NT


NT - 26.06.1984, Side 24

NT - 26.06.1984, Side 24
LURIR ÞU HRINGDU ÞÁ f SÍMA 68- Vid tökum vid ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 10OO krónur fyrir Hverjja áHendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt ■ Flippcr-báturinn þar sem hann strandaði á Eskincsi, beint fyrir framan Skipasmíðastöðina Stálvík. Siglingaklúbburinn Vogur: Héngu á kjöl yfir Arnarvog ■ Einum Flipper bát Siglinga- klúbbsins Vogs í Garðabæ hvolfdi á Arnarvogi í gær. Rak bátinn síðan yfir voginn og strandaði á Eskinesi, beint framan við Skipasmíðastöðina Stálvík. Umsjónarmaður siglinga- klúbbsins sagði NT í gær að tveir drengir, ellefu og tólf ára gamlir hefðu verið að sigla úti á voginum í ágætis veöri þegar skyndilega hvessti. Hvolfdi þá bátnum og náðu drengirnir ekki að rétta hann við. Rak bátinn síðan yfir voginn og voru drengirnir á bátnum á meðan. Síðan fóru umsjónar- menn siglingaklúbbsins á slöngubát til hjálpar og tókst að losa bátinn af Eskinesi. Að sögn umsjónarmannsins var aldrei hætta á ferðum. Sagði hann að það væri algengt að skyndilega hvessti þarna.' Báturinn sem drengirnir voru á er af Flipper gerð. Það er ellefu feta bátur með stór- segl og fokku. í bátnum er laus kjölur. Þegar bátnum hvolfdi losnaði kjölurinn úrogtýndist. Höfðu drengirnir ekki fest hann með bandi við bátinn eins og vani er. Fór því slöngu- báturinn með aukakjöl til drengjanna. Bitmý hefur fjórfaldast ■ ,, Framleiðsia bitmýsstofnsins á flugum hefur sennilega | Osta- og fjórfaldast nú miðað við það sem var á árunum 1978-82,“ ■ smjörsalan: Háski við Mývatn: sagði Gísli Már Gíslason líffræðingur í samtali við NT, þegar hann var spurður um fréttir af óvenju miklum mývargi við Mývatn. Gísli Már sagði ástæðuna tyrir þessari aukningu vera þá, að þörungar og lífrænar agnir í Mývatni hefðu vaxið fjórum sinnum meira í fyrra en næstu ár á undan, en lirfur bitmýsins lifa á þessum ögnum. Stofninn er því kominn í svipaða stærð og var um 1977, þegar varginum fór fækkandi. Gísli Már sagði, að bitmýið kæmi í tveimur göngum. Sú fyrri væri nú að ganga niður á Mývatnssvæðinu, en hin síðari kæmi um miðjan ágúst. Mývarg- urinn hverfur að mestu frá Mývatni í júlí, en heldur sig þá í Laxárdal. Þótt fjölgun mývargsins sé til mikillar bölvunar fyrir menn og ýmsar skepnur, kemur hún sér vel fyrir urriðastofninn í Laxá og ýmsar andategundir þar, því bitmýið er þeirra eina fæðuteg- und. Urriðaveiði hefurminnkað mikið í ánni undanfarin ár, en Gísli Már sagði, að hann gerði sér vonir um að urriðaveiðin færi að glæðast aftur eftir 2-3 ár. Og á meðan bitmýi fjölgar, hefur rykmýi aftur á móti fækk- að mikið og hefur það komið niður á bleikjuveiði í Mývatni. Vísindamenn eru að rannsaka hverju það sætir. Sparkaði upp hurð- umogstal ■ Innbrot var framið í hús Osta- og smjörsölunn- ar við Snorrabraut aðfara- nótt síðastliðins sunnu- dags. Þjófurinn fór inn í nokkur fyrirtæki, sem þar eru til húsa, og stal m.a. myndbandstæki, litsjón- varpi, myndavél og nokkr- um ávísanaheftum. Á leið sinni um húsið spark- aði þjófurinn upp ellefu hurðum og olli töluverð- um skemmdum með því athæfi. Helgarskákmót í Flatey á Breiðafirði: Skákmeistarar sofa í tjöldum - en fá fullt fæði á staðnum ■ Keppendur og gestir á næsta helgarskákmóti t ímaritsins Skákar verða að gista í tjöldum. Mótið verður haldið í Flatey á Breiðafírði um næstu helgi og búist er við mikilli þátttöku. Að venju verða ýmsir þekkt- ustu skákmeistarar þjóðarinnar meðal keppenda á mótinu. Fyrstu verðlaun verða 15 þús- und krónur, önnur 10 þúsund og þriðju 7 þúsund. í öldunga- og kvennaflokki verða verðlaun boð á helgarmót og einnig verða þrenn unglingaverðlaun, einnig boð á helgarmót. Frá Reykjavík verður flug- ferð til Stykkishólms að morgni föstudagsins 29. júní klukkan 09.00 og flóabáturinn Baldur leggur af stað út í Flatey klukk- an 14.00 og tekur siglingin tvo tíma. í Flatey geta svo gestir og keppendur fengið fullt fæði alla dagana og ef veður leyfir verður farið í skemmtisiglingu um Breiðafjörðinn að móti loknu.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.