NT - 01.07.1984, Qupperneq 8
Sunnudagur 1. júlí 1984 8
Mynd Arni Sæberg
Mynd Guðm. Ingólfsson
„Ég held að listamenn séu
með verkum sínum að benda
á það sem gefur lífinu tilgang.
Það er auðvitað æði margt í
tilveru okkar sem gefur lífinu
tilgang og því er það svo að
einn bendir á eitt og annar á
annað. Svo eru líka til þeir
listamenn sem með verkum
sínum eru að fjalla um það
sem gefur lífinu ekki tilgang,
eða eyðileggur það. Hjá mér
er þetta þannig að ég geng
stundum með hálf mótaða hug-
mynd í langan tíma og svo,
smám saman, fer hún að taka
á sig fastari mynd. Yfirleitt fer
ég ekki að vinna úr þessu fyrr
en ég er orðin viss um, að sú
aðferð og það efni sem ég ætla
að nota, skili því sem ég er að
reyna að segja. Þegar verkið er
fullmótað er svo kornið að
skoðandanum og hvernig áhrif
verkið hefur á hann. Mér finnst
ég á engan hátt vera að predika
með því sem ég er að reyna að
koma til skila en á hinn bóginn
hef ég misst marks ef áhorfand-
inn lítur á þetta eingöngu sem
yfirborð eða skraut. Ég held
að mörg verk sem ég hef unnið
veki ákveðinn óhug hjá fólki
þó svo að einhver mundi um
lcið segja að þau væru falleg,
rétt eins og sú menning sem
við höfum skapað. Þar er bæði
að finna fegurð og um leið
alveg óskaplegan óhugnað.
Það er hægt að nálgast sama
hlutinn bæði á jákvæðan og
neikvæðan hátt. Hvað mig
snertir þá fer það eftir inntaki
verksins sem ég er að fást við
hvora leiðina ég kýs að fara.
Hugmyndin sem leitar á mig
í það og það skiptið ræður
mestu um það efni sem ég svo
nota þegar ég fer ég að vinna
að verkinu sjálfu. Þannig vel
ég e.t.v. gler í ákveðna mynd
af því að það er brothætt.
Talandi um gler þá er það gott
efni en forgengilegt um leið og
mér finnst það falla vel að
hugsuninni um þá hættu sent
mannkynið býr við. Hins vegar
finnst mér stundum að efnið
sjálft eða efnishyggjan sé farin
að ráða ferðinni í lífi okkar.
Þess vegna hef ég verið að gera
tilraunir með verk þar sem
efnið er eins lítill þáttur í
verkinu eins og mögulegt er,
t.d. stuttar kvikmyndir en
kvikmyndirnar eru í eðli sínu
efnislausar. Þær eru jú aðeins
ljósglampar sem hverfa um
leið og sýningunni lýkur. Slík
verk verða þannig ekki til
nema í minningunni. Það sama
má segja um performansa eða
gerninga. Minningarnar eða
upplifanir okkar verða oft
stærri hluti af tilverunni en
hinir efnislegu hlutir svo sern
hús eða bíll. Þær lifa og lengur
í mörgum tilvikum. Ég heflíka
orðað þetta einhvern tímann á
þá leið að sérhvert smáatriði
hafi í sér fólgna sjálfstæða
merkingu en öll til samans gefi
þau fyllri mynd af heildinni.
Líf okkar er fullt af alls kyns
smáatriðum og augnablikum
sem hverfa en öll til samans
ráða þau rniklu um skoðanir
okkar og lífsmunstur.
Þær ljósmyndir sern hér gef-
ur að líta eru af verki sem Rúri
hefur unnið að í vetur og sýnt
var á samsýningu á Kjarvals-
stöðum á útmánuðum. Þetta
er eins konar líking að sögn
Rúrí, sem minnir á augnablik
sem maðurinn upplifir í náttúr-
unni. Járnplöturnar sem liggja
á gólfinu undir glerinu gefa
spegiláhrif sem glerið styrkir
og heildaráhrifin minna e.t.v.
á ljósbrot í gáróttu vatni eða
kyrrláta stund við hafið.
Myndir Guðm. Ingólfsson.
RlM
■ Þaö er óhætt að tullyrða að á undanförnum árum hefur verið mikil gróska í
myndlist á íslandi. Sumir halda því fram að þetta blómaskeið hafi borið þann ávöxt
að í rauninni sé nú meiri broddur í íslenskri myndlist en finna megi í næstu
nágrannalöndum jafnvel þó svo að gömlu höfðatölunni sé gefið frí. Hvað sem um
slíkan samanburð má segja verður ekki hjá því gengið að hér á landi eru starfandi
fjölmargir listamenn sem hafa ýmislegt fram að færa og auðga tilveru okkar og gefa
henni lit.
Einn þessara listamanna er Rúrí. Þrátt fyrir annríki við búferlaflutninga og stúss
króuðum við hana af á heimili hennar og fengum hana til að segja ofurlítið frá því
sem hún er að gera.