NT


NT - 01.07.1984, Side 12

NT - 01.07.1984, Side 12
■ Jón Senfiöluleikari vann í mörg ár sem Ijósmyndari m.a. hjá dagblaðinu Vísi. Hann tók þessa mynd ásamt fleirum sem hér eru birtar. Fyrirsætan var ekki með öllu óvön. Dietrich hélt því fram að það væri ekki öllum lagið að ná af sér góðri mynd. í upphafi ferils síns sem leik- kona var þetta mikið vanda- mál hjá henni og i ævisögu hennar er haft eftir henni: Ég er alls ekki ómyndarleg en ég myndast illa. Jóni Sen virðist þó hafa tekist vel upp. ■ í september árið 1944 eða fyrir tæplega fjörutíu árum kom hingað til lands söngkonan og leikkonan Mariene Dietrich. Reykjavíkurblöðin gerðu heimsókn hennar rækileg skil enda á ferðinni ein þekktasta kona þess tíma. Dietrich var komin til að skemmta hermönnum en á stríðsárunum ferðaðist hún um allan heim í þeim erindagjörðum. Nýjar stjörnur skjóta upp koilinum hver á fætur annari og margar þeirra vilja gleymast jafn harðan. Því er þó ekki þannig farið með Marlene Dietrich. Nýlega var gerð kvikmynd um æfi hennar og störf og væri ekki úr vegi að reyna að fá þá mynd hingað til lands til sýningar á fertugsafmæli heimsóknar hennar. Bækur hafa og verið skrifaðar um störf hennar auk þess sem, „Miss Dietrich," eins og hún var oftast kölluð, hefur nýlokið við að skrifa sjálfsævisögu sína. Enn ber þess að geta að Marlene Dietrich hefur frá því að hún sló fyrst í gegn verið tíður gestur slúðurdálka dagblaða og vikurita og á sínum tíma munu fáar konur hafa verið umtalaðri í Hoilywood en þessi lágvaxna hógværa leikkona. MARLENE DIETRICH Berlin Marlene Dietrieh fæddist í Berlín árið 1901. Reyndarvar henni gefið nafnið Maria Mag- dalena Dietrich og Marlene nafnið korn ekki til sögunnar fyrr en löngu seinna. Foreldrar hennar voru góðum efnum búin og bar uppeldi hennar keim af þeim anda sem þá ríkti meðal heldra fólks í Þýska- landi. Snemma bar á tónlistar- hæfileikum hjá stúlkunni og var hún látin læra bæði á píanó og fiðlu. Faðirinn Louis Dietr- ich, sem var major í hernum, dó frá fjölskyldunni þegar Marlene var enn á unga aldri en kona hans gekk þá með seinna barn, þeirra hjóna. stúlkubarn sem hlaut nafnið Elisabeth. Fáum árum seinna giftist frú Dietrich aftur og enn var hermaður á ferðinni, lieut- enant Edouard von Losch, í konunglega riddaraliðinu. Marlene kynntist þó þessunr stjúpföður sínum lítið þar sem hann vegna herþjónustu sinnar dvaldist langdvölum að hcim- an. Örlaganornirnar héldu áfrarn að spinna sinn vef og árið 1918 féll von Losch á hinum svokölluðu austurvígstöðvum. Brostnar vonir Þrátt fyrir versnandi efnahag fjölskyldunnar stunduðu dæt- urnar tvær nám sitt og Marlene hélt sig meira og meira við píanóið. Hún stefndi að því að ná prófi sem einleikari og henni virtist miða vel þar til enn eitt reiðarslagið reið yfir. Verkur sem hún hafði fundið- fyrir í úlnliði vinstri handar, ágerðist og þegar hún loks leitaði til heimilislæknisins, kvað hann upp þann úrskurð að hér væri um hættulega tauga- bólgu að ræða og hún yrði að leggja píanóleik á hilluna. Fót- festunni í lífi hennar var þar með kippt burtu í einu vet- fangi og helstu framtíðarvonir brostnar. Leiklist Þrátt fyrir andmæli móður sinnar sótti Marlene um inn- göngu í leiklistarskóla og not- aði þá nafnið Marlene í fyrsta skipti við undirritun umsókn- arinnar. Hér var um örlagaríka ákvörðun að ræða og svo fór að hún fékk inngöngu í skól- ann og þar með voru fyrstu skerfin stigin í átt að litríkum ferli sem færði henni heims- frægð að lokum. Sú braut var þyrnum stráð og framan af blés ekki byrlega og oft á tíðum var hún mjög nærri því að gefa framtíðardrauma sína upp á bátinn. „Eg er einskis nýt og það eina sem gæti bjargað nrér væri að giftast góðum og jafnframt ríkum manni," sagði hún eitt sinn við vinkonu sína Gerdu Huber. Smáhlutverk bæði við óþekkt leikhús og í kvikmyndum var það eina sem stóð hinni ungu- leikkonu til boða og hún tók að sjálfsögðu slíku með þökkum. A þessum árum kynntist hún ungum manni frá Súdetahéruðunum í Tékkó- slóvakíu, Rudolph Sieber að nafni. Hann starfaði við eina af þeim kvikmyndum sem Marlene lék smáhlutverk í. Marlene varð ástfangin og ekki leið á löngu þar til hún komst að því að ungi maðurinn bar svipaðar tilfinningar til hennar. í bréfi sem hún skrif- aði vinkonu sinni segir á einum

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.