NT - 01.07.1984, Blaðsíða 16
Sunnudagur 1. júlí 1984 . 16
£ |ip III !'!
ihí . i§i U[1 s í
■ Gunnar Valdimarsson sýndi okkur húsakynni Bókarinnar hf. en Snær Jóhannesson félagi hans
var ekki viðlátinn.
■ Er hókin húin aó syngja
sitt síóasta í þessu vestræna
menningarsainfélagi okkar?
■>aó eru margir sem halda |)vi
fram og vitna í skuggalegar
tölur bókaútgefenda niáli sínu
til stuónings. Aðrir taka ekki
eins djúpt i árinni og segja
bókina ódauólcga og aóeins sé
um tímabundna krcppu aó
ræða.
Kn hvaó er til í öllum þessum
vangaveltum? Enguin hefur
ennþá tekist aó koma mcö
fraintíöarspá sem stenst, svo
viö veröuni aö lifa meöal
spurningarmerkja næstu árin.
En til þess aö leita frétta af
hókinni vatt helgarhlaö NT sér
í nokkrar fornbókaverslanir og
er árangur þeirrar feröar hér á
síóunum.
Séryerslun
Skroppið í fornbókaverslanir
Hér er Eyrún ánægð, enda er hún búin að finna það sem hana
m
... . MKf- ar- *■
k
ry________
með klámblöð
■ Við höfum þcnnun leið-
angur okkar í fornbókaverslun
sem að sögn fróðra manna er
sérverslun með klámblöð.
Ekki þessi blöð sem hægt er að
kaupa í venjulegum bókabúð-
um. heldur smygluð blöð og
þá að sama skapi eftirsótt.
Annars er það nú merkilegt
hvað blessuð blöðin halda velli
á tímum bláu vídeóanna, en
svona er þctta nú engu að
síður. Við fórum sem sagt í
búðina, bara rétt til að athuga
hvort eitthvað væri til í þeirri
sögu að þarna væri klámbúlla
undir fölsku flaggi. Pegar á
staðinn kom var allt lokað og
læst. Við prufuðum samt að
banka og eftir smá stund var
upp lokið og við kynntum
okkur. Því miður náðist ekki
mynd af svipbrigðum „bóksal-
ans" þegar honum varð það
Ijóst að úti fyrir stóðu bkiða-
menn. Á örskammri stundu
tókst honum að gera okkur
það Ijóst hve óvelkomnir við
vorum. og með snarræði tókst
að draga löppina ,úr gættinni
(en þangað fór hún af gömlum
vana) áður en hurðinni var
skellt aftur. Það var greinilegt
að þetta var ekki staður fyrir
okkur og við fórum að finna
alvöru fornbókabúðir.
„Búið að eyðileggja
suma höfunda“
Fyrsta búðin sem varð á vegi
okkar er á Laufásvegi 4 og
þar ræður Ingvar Þórhallsson
ríkjum.
„Fyrsta boðorðið er að eiga
það til sem fólk vill kaupa.
dýrar eða
Núna er orðið mikiö um það
að fólk kaupi bækur til þess að
lesa þær. Þessum hörðu bóka-
söfnurum sem eltast við sjald-
gæfar og eigulegar bækur hefur
fækkað núna á síðustu tímum.
Núna er einna mest sala í
spennubókum og vasabrots-
bókum. Fólk les mikið af er-
lendum bókum. á ensku eða
dönsku. Þessar bækur getur
fólk keypt hér og síðan getur
það selt mér þær aftur eða
skipt á þcirn og öðrum bókum.
Þetta er þá ekki ósvipað böka-
söfnunum, nema hér borgar
fóík þó einskonar leigu fyrir
bækurnar."
Er það einhver sérstakur
hópur manna sem verslar í
fornbókaverslunum?
Hingað kemur fólk á öllum
aldri, allt frá börnum og upp í
gamalmenni. já og úr öllum
stéttum. Hér er reynt að gera
öllum til hæfis, en það bvöst of
mikið af bókum núna og það
er bókaútgefendum til ævar-
andi skammar hvernig þeir
hafa gjöreyðilagt suma höf-
unda. Þeir eru búnir að böðla til
dæmis Gunnari Gunnarssyni
og Jóni Trausta út í tug þús-
undum eintaka og síðan þræla
sölumenn þessu inná fólk sem
ekki hefur nokkurn minnsta
áhuga á bókum. Síðan vill
þetta sama fólk losna við
bækurnar, en þá vill enginn
kaupa þær. Þessum ritsöfnum
þarf ég stundum að neita oft á
dag: Fólk heldur oft á tíðum
að það sé að gera stórgóð
kaup, eða jafnvel að það fjár-
festi heil ósköp, en það er nú
ekki. enda kemst fólk fljótt að
því. Það er ekkert að því þó
þessar bækur séu alltaf til hjá
forlögunum, en það er orðið
ansi dökkt þegar þessir
höfundar liggja fyrir hunda og
manna fótum og fólk jafnvel
sparkar í bækurnar og segir „nei
þetta er ónýtt þaö vill enginn
kaupa þetta."
„Hér finn ég oft
bækur sem ekki eru
til á bókasöfnum“
í einni fornbókaversluninni
sáum við konu sem greinilega
var að leita að einhverju á-
kveðnu og það sem meira var,
hún virtist kunna vel til verka ,
í fornbókaverslunum. Við
spjölluðum örlítið við þessa
konu. en hún sagðist heita
Eyrún Jónsdóttir.
„Ég er að leita að bók sem
heitir „Sagan af Amber" en
það er nú ekkert lífsspursmál
fyrir mig að finna bókina, þetta
eru tíu hefti og fyrst ég byrjaði
að lesa þetta þá vildi ég gjarnan
klára það. Já ég kem hingað
nokkuð oft og þá til að leita að
gömlum bókum til að lesa.
Einnig er hægt að gera hér góð
kaup á bókuni frá síðustu
vantaði.
árum, t.d. fást hér bækur á
rúrnar hundrað krónur sem í
búöum fara á fimmhundruð.
Annars er ekki hægt að kaupa
allt sem maður les, ég stunda
bókasöfnin mikið en hér finn
ég líka ýmislegt sem ekki er
þar að finnaj' sagði Eyrún
sposk á svip.
Minna keypt en áður
í Bókinni hf. á Laugavegin-
um hittum við Gunnar Valdi-
marsson, annan eiganda versl-
unarinnar. Gunnar var fyrst
spurður að því hvernig þetta
gengi nú allt saman.
„Það er nú samdráttur í
þessu öllu saman núna, ég held
að fólki vanti bara aura, en
það gengur vonandi yfir. Ég á
von á því að bókin haldi velli í
framtíðinni, þó ekki sé keypt
eins mikið og áður. Hér er
dálítill skiptimarkaður, en það
er greinilegt að fólkið kaupir
bækur til þess að lesa þær, það
er mjög lítið um það að fólk
kaupi fallega kili til að skreyta
hillur. Síðan eru náttúrlega
líka til harðir safnarar sem
leggja allan sinn metnað í að
eignast stórt og veglegt safn."
Hvað með bókaklúbbana
sem nú hafa skotið upp kollin-
um og bjóða bækur á vildar-
kjörum. Hafa þeir einhver á-
hrif á söluna hjá ykkur?
„Já, og það er nú stórt og
mikið mál allt í kringum það,
en það má segja að það konti
ekki eins illa við okkur og
almenna bóksala. Þó hefur það
komið fvrir að við höfum keypt
bók af forlagi og borgað út
í hönd. því það er eini við-
skiptamátinn sem við
stundum. Nú viö liggjum með
bókina hjá okkur og síðan
sjáum við kannski sömu bók
boðna á óraunhæfu verði, allt
niður í 33 krónur. Þetta er
vissulega bagalegt. en við
byggjum nú söluna hér á not-
uðum bókum svo skaðinn er
ekki mikill."
Af hverju selurfólk bækurnar
sínar, aldrei mundi ég tíma
því.
„Það liggja nú margar ástæð-
u.r fyrir því. Við fáum mikið úr
dánarbúum og ef hagir fólks
breytast. t.d. við flutning í
minni íbúð þá bagar oft pláss-
leysi og þá þarf fólk oft að selja
bækurnar sínar. En þar sem
þú talar unr að tíma ekki. þá
get ég nú sagt þér að við
segjum öllum sem konia hing-
að með bækur að láta ekki frá