NT


NT - 01.07.1984, Side 17

NT - 01.07.1984, Side 17
Sunnudagur 1. júlí 1984 17 ■ „Þetta eru ekkert frekar peningamenn,“ sagöi Bragi Kristjóns- son í Bókavörðunni. NT myndir: Arni Bjurru ■ Fyrir tveimur vikum síðan fjallaði pistill minn um hvernig útlit manna og eiginleikar fara saman samkvæmt íslenskri þjóðtrú. í dag ætla ég að halda áfram á svipaðri braut og leiða ykkur, lesendur góðir, í allan sannleika um merkingu smá- atriða, svo sem hnerra, hiksta, geispa o. fl. „FJANDINN MISSI MIG“ Þegar einhver hnerrar segja víst flestir „Guð hjálpi þér“, og jafnvel án þess að leiða hugann að ástæðu eða uppruna þessarar venju. Svör heimilda- manna þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins við ýmsum spurningaskrám er u sá visku- brunnur sem ég hef ausið af í greinar mínar undanfarið. í mörgum þeirra er komist svo að orði, að áður fyrr hafi menn alltaf sagt Guð hjálpi þér þcgar einhver hnerraði og mætti af því orðalagi ráða að þessi siður sé á undanhaldi, sem ég vona að sé ckki. Þetta er falleg- ur siður, sem vert er að halda í. Upprunann rekja menn til svartadauða, en þessi skelfilegi sjúkdómur átti að hafa byrjað með áköfum og óstöðvandi hnerra. Sumir glannar áttu að hafa sagt „Fjandinn missi mig“ er þeirlinerruðu og var það af sömu ástæðu. Það þótti líka boða feigð að missa hnerra. En fátt er svo með öllu illt, að ekki boði eitthvað gott. Að hnerra í rúmi sínu á sunnu- dagsmorgni veit á ábata, einnig er gott að hnerra í nýja flík. Það veit á gestakomu ef yngsta barnið hnerrar við matborðið. en elsta manneskjan hnerrar björg í bú. Gott er að hnerra yfir fiski- hrúgu í fjöru eða bát sem róið var til fiskjar. Einn heimild- armanna þjóðháttadeildar seg- ir svo frá: „Það var eitt sinn að tveimur bátum var róið úr sömu vör og samlög með að setja. ...Þá er það að formað- urinn á bátnum sem búið var að setja, finnur að hann ætlar að fara að hnerra og hendist yfir að sínum bát og hnerrar ofan í hann, svo að hann hnerri happi í sinn bát því hver er sjálfum sér næstur.“ Margir segja að einhver sæki að þeim ef þeir geispa, en geispi veit líka á veðrabrigði eða ósætti, því „aldrei geispar einn ef tveir eru til nema annar sé feigur eða fátt á milli". KUEJARMIGÍ MUNNINN, KYSSIR MIG EINHVER KLUNNINN Kláði hefur ýmsa merkingu, allt eftir því hvar menn klæjar. Að klæja í höfuðið veit á rigningu og skulu menn hafa það í huga áður en þvottur er hengdur út eða farið er i úti- legu. Ef þig klæjar í ilina hefurðu „stigið í feigs manns fótspor, en kláði í eyra merkir að logið verði að þér eða að þú fréttir um mannslát og sömu sögu er að segja ef þig klæjar í tungu eða góm. Að klæja í auga veit á grát eða sorg, en gleði ef mann klæjar í auga- brún. Menn reiðast bráðlega ef þá klæjar í nefið, en fá nýnæmi að borða ef þá klæjar í hökuna. ■ Ingvar Þórhallssun í ríki sínu. sér bók sem það gæti einhvern- tíma séð eftir." Bækur frá 50-25.000 krónur Að lokum lá leið okkar niður á Hverfisgötuna og þar löbbuðum við inn í Bókavörð- una sem eitt sinn var á Skóla- vörðustígnum og reyndar dregur verslunin nafn sitt af vörðunni sem einu sinni var. Bókavarðan hefur dálitla sérstöðu. þar bcr mikið á dýrum og eftirsóttum bókum.þó þær ódýrustu séu nú í meirihluta. Þekktir bóka- grúskarar leggja leið sína þangað í leit aðfágætum. Mað- urinn innan við búðarborðið heitir Bragi Kristjónsson og við báðum hann að segja okkur dálítið frá bókasöfnurum og þessari ástríðu þeirra. „Ástriðufullir bókasafnarar eru nú ekki margir hér á landi. Það er ekki gott að nefna einn ákveðinn hóp manna í þessu sambandi, þetta eru allskonar menn og það er eins og margir hafi þetta í blóðinu. Það er ekki hægt að neita því að oft er um háar upphæðir að ræða, en þetta eru ekkert frekar miklir peningamenn sem stunda bókasöfnun eins og margir halda. Bókasöfnunin hefur brcyst mikið frá því sem áður var. Nú finnast varla alætur á bækur. það er svo mikið gefið út að flestir reyna að afmarka söfnin sín. Verð bókanna fer cftir ýmsu, aldur og útgáfa skipta þar miklu, frumútgáfur eru verðmestar, sérstaklega frum- útgáfur bernskuverka rithöf- unda sem síðar urðu vinsælir. Þær bækur voru flestar gefnar út í mjög litlu upplagi og eru cftirsóttar eftir því. Gamlar fneðibækur og undirstöðurit í vísindum eru líka geysilega eftirsóttar, núna höfum við líka svo mikið at' fræðimönnum sem allir þurfa að eignast undirstöðurit sem flcst eru löngu uppseld. Sem dæmi um það get ég sýnt þér bók sem er verðlögð á 25,000 krónur. Þetta er bók eftir þýsk- an fræðimann sem heitir Maur- er. hann var þjóðsagnasafnari og kenndi Jóni okkar Árnasyni fræðin. Þessi bókermjögfágæt og hörðustu safnarareiga hana ekki. Hún er gefin út í Leipzig árið ISúdogerbundin ískinn." Já mikil eru ósköpin, okkur fannst lítið til bókarinar koma. Hún er bæði lítil og ljót en Bragi sagði að það væri inni- haldiö sem skipti öllu máli í sambatidi við þessa bók, sem höfðaði ekki til okkar, en þeir menn eru örugglega til sem rjúka upp til handa og fóta þegar þeir frétta af svona bók til sölu. við hin hljótum að finna eitthvað við okkar hæfi á bókasöfnunum. ÞGG Gamli tíminn Líklega cr einna best þekkt- ur átrúríaðurinn á kláða í lófa. Að klæja í vinstri lófa boðar bréf, sunúr segja útgjöld, svo þar hlýtur nú á dögum að berast „gluggapóst- ur“, en ef þig klæjar í hægri lófa veit það á gjafir og góðar fréttir eða jafnvel happdrættis- vinning. Ef einhverjum er heitt á annarri hendi en kalt á hinni, er sá hinn sami öfundaður. Mörg ráð eru til við hiksta, en sem kunnugt er stafar hann af því að einhver er að tala illa um mann. Gott ráð er að nefna nafn þess sem baktalarmann, einnig er gott að gera þeim sem er haldinn þrálátum hiksta bilt við eða Ijúga illilega að honum, verður honum þá svo mikið um, að hikstinn hættir. Þeir sem ekki aðhyllast svo kröftugar aðgerðir fá sér syk- urmola eða súpa á heitu og á það að duga vel. ENGLARISPUR OG PÚKARISPUR Stundum fær fólk óskýran- legar rispur í svefni. Ef þær eru rauðar er um englarispur að ræða og stafa þær af því að verndarengillinn hefur átt í baráttu við ill öfl og rispað þig íviðureigninni. Púkarispureru aftur á móti dökkar og gróa illa. Einkum mun þetta eiga við ef um börn er að ræða. Margir hafa trú á að „fall sé fararheill, frá bæ en ekki að“. Detti einhver hins vegar á kirkjustað, milli kirkju og bæjarhúsa, boðarþaðfeigð. Ef gatfall fellur úr hendi boðar það að kona komi í heimsókn, en karlmaður ef maður missir hníf. Stingist hnífurinn á odd- inn er gesturinn bæði kven- samur, kjöftugur og lyginn. Margs ber að gæta í daglegu lífi svo að vel fari. T.d. má aldrei klippa neglur í heilu lagi heldur ávallt í þrennt. Að öórum kosti getur Kölski not- aó þær til að smíða úr skipiö sem hann síðan flytur í sálir fordæmdra. Skipið Naglfar, sem ásatrúarmenn sögðu vera í eigu Múspells, var gert af nöglum dauðra manna og juku menn til efnis þess ef þeir dóu með óskornum nöglum. Hár er best að þvo seinni- hluta viku og ævinlega skal klippa það með vaxandi tungli, helst þriggja nátta. Það örvar hárvöxt. Ekki má rugla saman hári fleiri manna í klippingu, slíkt getur valdið missætti. Af- klippt hár var fyrrum stundum lafið rotna í veggjarholu, en margir brenndu því. Ef það fuðraði upp vissi það á skamm- lífi, en langlífi ef það sviðnaði hægt. Ævinlega skyldi gæta þess að snúa ekki andliti í norður þegar hárið var þvegið, því að „Nærskornar neglur, mót norðri þvegið hár, hefur mörgum ófeigum í hel komið". Ennfremur átti alltaf að hnýta 3 hnúta í hár sem kom í greiðu áður en því var fleygt, annars notaði Kölski það í net til að veiða sálir, jafnvel manns eig- in. Barnatennur átti ýmist aö grafa í vígða mold eða stinga í veggjarholu, og er cins með þær og afklippt hár, að „af moldu ertu kominn og að moldu skaltu aftur verða." Ýmis ráð voru til viö tannpínu, svo sem að bera steinolíu utan á kjálka á móts við skemmdu tönnina. Margir nefna að rulla (munntóbak) hafi verið gefin við tannpínu, en fólk hafi veikst af uppköstum og niður- gangi við þetta. Ein heimild er fyrir því , að kollusteinn (hlandsteinn) úr kopp hafi ver- ið settur í tusku og lagður við skemmdatönn. Heimildamað- ur kvaðstekki hafa notað þetta húsráð sjálfur, en þekkti gaml- an mann sem gerði þaö. Vörtur hafa greinilega löngum angrað menn, það sést á þeim fjölda húsráða sem til eru íil að útrýma þcim. Margir segja að gott sé að bera fífla- mjólk á vörtur og þá oft á dag. Þetta kvað líka vera gott meöal við freknum. Einnig báru sum- ir vígða mold við vörtur. bitu þær af eða reyrðu þær af með seglgarni. Sumir hnýttu hnúta á mórautt band, jafnmarga og vörturnar voru, hengdu síðan upp yfir rúmi eða stungu í moldarvegg og hurfu þá vört- urnar er bandið rotnaði. Eitt ráð er að kljúfa matbaun, nudda sléttu flötunum á vört- una. grafa síðan baunina í moldarvegg og hvarf þá vartan þegar baunin var orðin að mold. Ltklega þykja mörgum þessi ráð nokkuð seinvirk, en þá má reyna annað sem er vcl þekkt. en það er að stinga hendi sem vörtur eru á inn í volga gorvömb og halda henni þar í nokkrar mínútur, reifa stöan höndina með öllu gums- inu og láta það harðna. Síðan er þetta þvegið vandlega af daginn eftir. Segist einn sögumanna þekkja konu sem gerði þetta og hafi hún ekki rengiö vörtur síðan. Ef lesendur vilja reyna eitthvað af þessum ráðum, þá látið í öllum lifandi bænum févörtur í friði, en frá þeim sagði ég í síðasta pistli mínum. Að lokum fáið þið hér gamla gátu að spreyta ykkur á: Tuttugu systur sjáumst jafnaldra: vöxum sem eikur, eigi þó jafnstórar, langar þá verðum Ijótar þykjum: stuttar ef erum stofnum sviða. Lausnin kemur eftir tvær vikur. S.G. Umsjón: Sólveig Georgsdóttir og Hallgerður Gísladóttir

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.