NT


NT - 01.07.1984, Side 22

NT - 01.07.1984, Side 22
■ Claes Oldenburg, 1967 Sunnudagur 1. júlí 1984 22 Ljósbrot ARNOLD ■ Arnold Newman t'æddist ári'ð 1918 í Ncw York-borg. Hann nam listir í Háskólanum í Miami áriö 1936-38. Árið 1941 hóf hann fyrstu alvarlegu tilraunirnar sem portret Ijós- myndari. Þegar hann flutti svo aftur til New York, síðsumars 1946, opnaði hann sitt fyrsta stúdíó. Newman varð fljótt þekktur fyrir portet sín og ekki þurfti hann að bíða lengi eftir heimsathygli. Myndir lians hafa hangið á sýningum um allan heirn og hann hefur gefið út hartnær tíu bækur með Ijósmyndum sínum. Um sig og list sína segir Newman: „Eg veit jafnlítið núna um portet myndir, eftir 40 ára vinnu, og þegar ég byrjaði. Eitt veit ég þó fyrir víst, og það er að mitt hlutverk er að skapa ntynd, ekki einungis af því andliti eða þeim manni sem er hinum megin við linsuna, held- ur af persónuleikanum. Ur hvcrri mynd verður að vera hægt að lesa tilfinningar fyrir- sætunnar, sorgir. þjáningu og gleði. Eegar ég kom út úr skóla var ég, eins og reyndar allir stúd- entar, heltekinn af straumum samtímans, kúbismanum, abs- traktinni. súrrealismanum og öllu sem því fylgdi. Síðan átt- aði ég mig smám saman á því að stefnurnar, og það sent myndað er, skipta ekki öllu ntáli, heldur hvernig myndað er.“ Umsjón: Árni Sæberg ■ Marilyn Monroe, 1962 Newman geíur sér góðan tíma hjá hverri persónu, sem hann myndar, og reynir að byggja myndina upp og lýsa hana eins og hún á að vera. Newman notar mikið náttúru- legt Ijós, vegna mýktarinnar og allra smáatriðanna, sem þaó leiðir í Ijós, og er því gjarna endurvarpað frá hvítum spjöldum. Ef náttúrulegt Ijós er ekki nógu mikið, notar hann rafljós eða flass og endurvarp- ar því þá á veggi og loft. „Lýsing er persónulegt tæki í Itöndum Ijósntyndarans og ég ■ Arnold Netvman NEWMAN ■ Brooks Atkinson, 1951 ■ Dr. Hans Selye, 1958

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.