NT - 13.07.1984, Blaðsíða 25

NT - 13.07.1984, Blaðsíða 25
Föstudagur 13. júlí 1984 25 Nígerískum diplómötum vísað úr landi ■ Breska ríkisstjórnin vísaði í gær tveim sendiráðsstarfs- mönnum Nígeríumanna í London úr landi. Þeireru báðir háttsettir diplómatar. Howe utanríkisráðherra tilkynnti þetta í þinginu í gær, en hann sagði að ekki lægju neinar sann- anir fyrir því að ríkisstjórnin í Nígeríu hefði staðið að mannráninu á Dikko fyrrum ráðherra, en honum var rænt í Ljósmynd- arinn Brassai látinn París-Reuter. ■ Jules Halasz, betur þekktur sem Brassai, lést í vikunni 84 ára að aldri eftir hjartaáfall. Brassai fæddist í Brasov, sem þá var í Transilvaníu, en bjó mest- an hluta ævi sinnar í París. hann varð frægur fyrir myndir af því sem-hann kallaði „litla fólkið" í París, götusöngvarar, | vændiskonur og glæpa- menn. Brassai var einn af I fyrstu Ijósmyndurunum sem lagði stund á augna- bliksmyndir, frekar en uppstillingarmyndir. London fyrir viku og reynt að smygla honum úr landi. Hanayia sendiherra Nigeríu í London fór í fyrradag til heima- lands síns að gefa stjórninni þar skýrslu. Tilkynnt var að hann mundi snúa aftur til London að því loknu. Lögreglurannsókn hefur leitt í Ijós að sendiráðsmennirnir sem vísað er úr landi, hafi haft hönd í bagga með að ræna Dikko. Fjórir menn sitja nú í varðhaldi vegna þessa máls, þrír ísraelar og einn Nigeríumaður, en þeir fundust faldir í kössum ásamt Dikko í flugvélinni sem flytja átti þá til Nigeríu. Sendiráðsstarfsmennirnir hafa sjö daga frest til að yfirgefa Bretland. ■ Sprengja sem koniið var fyrir í bil í verksmiðjuhverfi í Durban í Suður-Afríku, varð í gær 4 blökkukmönnum að bana og 15 særðust. Bíllinn var í verksmiðjuhverfi þegar hann sprakk í loft upp með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglan hefur enn ekki komist að hverjir stóðu að þessu hermdarverki. Á myndinni liggja tveir hinna látnu á götunni. Símiimynd-POLFOTO Norðmenn kvarta yfir rányrkju spænskra skipa Oslo-Reuter. ■ Norðmenn munu bera fram kvartanir við Spánverja vegna ólöglegra veiða sex spænskra togara við Bjarnareyjar í Bar- entshafi. Embættismaður í norska sjávarútvegsráðuneytinu sagði, að spænsku togararnir hafi of smáa möskva í trollum sínum, veiði mikið af smáþorski og hendi honum aftur í hafið. Petta er mjög óheillavænlegt ekki síst fyrir þá sök að þorskstofninn við Bjarnareyjar er að komast á legg eftir rnikla ofveið'i og smá- þorskadráp er ófyrirgefanlegt. Þá hafa skipstjórar spænsku togaranna ekki tilkynnt norsk- um yfirvöldum um það magn sem þeir veiða, eins og kveðið er á í samningum. Pierto Longo. Loftvarnaflaugar settar upp í Vestur-Þýskalandi Hafnbann í Bretlandi W'ashington-Reuler. ■ Manfred Wörner varnar- málaráðherra Vestur-Þýska- lands er nú staddur í Washing- ton þar sem hann undirritaði í gær samning um að setja upp 700 loftvarnaeldflaugar. Ráð- herrann varði þá stefnu Nató- ríkjanna í Evrópu að eyða ekki meiru en raun ber vitni til varnarmála, en Bandaríkja- menn hafa lagt fast að banda- Ferðamanna- hópur rændur Pompei, Ítalía-Reuter. ■ Þrír ungir menn rændu fólksflutningabíl sem í voru 44 Norður-Ameríkanar í námunda við hina fornu borg Pompei í gær. Ræningjarnir ruddust inn í bílinn og skipuðu bílstjóranum að aka þá leið sem þeir vildu. Á leiðinni rændu þeir ferðamenn- ina öllu verðmætu, peningum, skartgripum og vegabréfum. Þegar ekki var meira fémætt að finna skipuðu þeir bílstjóran- um að stansa, stöðvuðu næsta bíl sem bar að, ráku ökumann- inn út og óku kjálfir á brott. lagsríkjunum í Evrópu að taka meiri þátt í kostnaði við varnir sínar. Wörner varaði við að leggja of fast að Evrópumönnum að eyða meiru til varnarmála og alls ekki að þvinga þá til þess. A blaðamannafundi sagði hann að það væri álit Bandaríkjamanna að þeir væru að gera Vestur- Evrópu greiða með því að leggja mikla fjármuni og mann- afla til varna þar. - En við erum einnig að gera ykkur greiða sagði ráðherrann. Án Evrópu munu Bandaríkin missa aðstsöðu sína í veröldinni og jafnvel kippa grundvellinum undan eigin frelsi. í Pentagon undirrituðu Wörner og Weinberger varn- armálaráðherra Bandaríkjanna samning um uppsetningu loft- varnaeldflaugnanna í Vestur- Þýskalandi. Á næstu 10 árum verða settir upp 28 skotstöðvar fyrir Patriot skeyti, sem fram- leidd eru í Bandaríkjunum og 95 skotstöðvar fyrir Roland skeyti, sem framleidd eru í Evrópu. Þessi vopn eru ætluð til að skjóta niður flugvélar. Patriot skeytin geta eyðilagt flugvélar í allt að 105 km frá skotstað en Range skeyti draga aðeins 6.5 km. London-Reuter. ■ Um helgina munu allar hafnir í Bretlandi verða ó- starfhæfar vegna verkfalls hafnarverkamanna, en þeg- ar er verkfallið skollið á í öllum stærstu höfnunum. Allur inn- og útflutningur mun stöðvast. Þetta er eitt erfiðasta vandamál sem Margrét Tatcher forsætis- ráðherra hefur staðið frammi fyrir síðan hún tók við embætti. í kjölfar verkfalls hafnar- verkamanna lækkuðu hlutabréf mjög í verði í kauphöllum og vextir voru hækkaðir í gær úr 10% í 12%. Forsætisráðherra skcllti skuldinni af vaxta-' hækkuninni þegar í stað á verkfallsmenn. Námamcnn hafa verið í verkfalli í fjóra mánuði, en sú vinnustöðvun hefur til- tölulega lítil áhrif á efnahag Breta. En verkfall hafnar- verkamanna þeim mun meiri. Ítalía: Longo segir af sér grunaður um spillingu ■ Pierto Longo fjármálaráð- herra Italíu sagði af sér í gær. Hann hefur verið ásakaður um að vera meðlimur í P-2 Frímúrara- stúkunni, en meðlimir hennar hafa stundað miklar fjármála- brellur sem ekki samrýmast lögum og góðum siðum. Longo neitar að vera félagi í þessari stúku, en vegna ásakan- anna er ekki stætt á því að hann gegni áfram embætti fjármála- ráðherra. Longo er formaður flokks sósíaldemókrata, sem er lítill tlokkur en gegnir lykilhlut- verki í samsteypustjórn Craxis. Forsætisráðherrann mun taka við fjármálum ríkisins þar til annar verður skipaður fjármála- ráðherra. Bardagar Kínverja og Víetnama Hong kong-Reuter ■ Vietnamski herinn gerði mikla árás á Kínverja á ianda- mærum Yunnan-fylkis. Að því er fréttastofan Nýja Kína sagði í gær voru árásirnar gerðar á siöðvar kínverska hersins á landamærunum. Liðssveitir gerðu áhlaup og nutu aðstoðar stórskotaliðs. Fréttastofan tók fram að kín- verski herinn hefði tekið rösk- iega á móti og haldið öllum stöðvum sínum og mikið mann- fall hefði orðið í liði Vietnama. Miklir bardagar geisuðu enn þegar myrkur skall á. Kínverska fréttastofan hafði eftir heimildum í hernunt, að Vietnamar liafi undirbúið þessa árás í mánaðartíma. í knappri frétt urn átökin sagði fréttastof- an að hinn 11. júní sl. hafi Vietnamar gert mikið áhlaup á svipuðum slóðunt. Víetnamska fréttastofan skýrði ekki frá bardögunum í gær, en að morgni tilkynnti hún að í síðasta rnánuði hafi Kín- verjar drepið og sært fjölda manns og eyðilagt mannvirki innan landamæra Vietnam. Rússneskur hermaður slapp vestur yfir Hanover-Reuter. ■ Vestur-þýska landa- mæralögreglan tilkynnti í gær, að tvítugur, rússnesk- ur hermaður hafi komist yfir vel víggirt landamæri milli Austur- og Vestur- Þýskalands s.l. þriðjudag í Neðra-Saxiandi. Hermaðurinn var í ein- kennisbúningi sínum þeg- ar hann slapp yfir um. Lögreglan hefur ekki vilj- að gefa meira upp um þetta mál og ekki er vitað hvort Rússinn hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður í Vestur- Þýskalandi. Eitraða matarolían á Spáni: Ellefu kærðir til viðbótar Madrid-Reuter ■ Ríkissaksóknari Spánar hefur gefið út kæru á hendur 11 iðnrekendum til viðbótar, - fyrir að selja eitraða matarolíu, en alþjóðlegir sérfræðingar telja að dauða og örkuml hundruða Spánverja megi rekja til olíunnar. Rúmlega 40 kaupsýslumenn og iðnrekendur hafa þá verið ákærðir vegna þessa máls. Til að koma í veg fyrir að ellefumenningarnir kæmust úr landi gerði dómstóll vegabréf þeirra upptæk og myndum af þeim hefur verið dreift til landamærastöðva. Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar telja að olíunni hafi verið breytt til iðnaðarnota en hún síðan seld almenningi sem matarolía. Undanfarin þrjú ár hafa 350 manns látist og að minnsta kosti 15000 manns orðið fyrir eitrun vegna olíunnar. IÞROTTASTYRKUR SAMBANDSINS Um íþróttastyrk Sambands ísl. samvinnufélaga fyrir árið 1985 ber að sækja fyrir júlílok 1984. Aðildarsambönd ÍSÍ og önnur landsambönd er starfa að íþróttamálum, geta hlotið styrkinn. Umsóknir óskast vinsamlegast sendar Kjartani P. Kjartanssyni framkvæmdastjóra, Sambandshúsinu, Reykjavík. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.