NT - 22.08.1984, Side 6
Hvort vegur þyngra mengunar-
valdur eða atvinnuaukning?
Eftir Gísla Kristjánsson
■ Undanfarin ár hafa um-
ræður manna á meðal og rit-
mennska í blöðum oft og víða
snúist um viðhorf til þess að
efla atvinnumöguleika svo aö
komandi kynslóðir hafi nægi-
leg vcrkefni til framfæris vax-
andi þjóð. Orkan í fallvötnun-
um sýnist vera helsti aflgjaf-
inn, er móti undirstöður stórra
athafna við hliðina á mannviti
og mannsafli, sem eðlilega þarf
að vera með í hverri athöfn, er
mótuð kann að verða til nýrra
afreka.
Meöal dugskrármála á þess-
um vettvangi hafa umræðurnar
snúist um álver nr. 2 hér á
landi og þá sérlega um hvort
þaö skuli reist við Eyjafjörð
eða annars staðar.
Til þess að afstýra vanda
þeim, er að virðist steðja í
byggðum Eyjafjarðar, þarsem
skortur hefur virst á atvinnu-
möguleikum að undanförnu,
sýnist ýmsunr að það sé alveg
sjálfsagt að fá álver í héraðið.
Viðhorf þetta er skiljanlegt
þegar litið er á þessa hlið
málannasem meginatriði. Hitt
er svo aöalatriði einnig þegar
um þessi mál er rætt, að reynsl-
an hefur sýnt og sannað, að
starfsemi álvera fylgir veruleg
eða mikil mengunarhætía og
hún er þeim mun meiri, sem
starfrækslan er í þrengra um-
hverfi, og um Eyjafjörð' má
með sanni segja, að lífríki er
þar fjölbreytt, bæði til lands og
sjávar og mengunarhætta því
eðlilega umfangsmeiri ef
mengandi cfni gera innrás í
lífkeðjuna.
Forrannsóknir
Eðlilegt er að kanna nátt-
úrufyrirbærin á umræddu
landssvæði áður en að fram-
kvæmdum er horfið. Þær eru í
gangi og um niðurstöður þeirra
hefur Þóroddur F. Þóroddsson
skrifað, sbr. grcin hans, er
birtist í Morgunblaðinu þ. 25.
júlís.l. Niðurstöðurhansvarð-
andi slíkar rannsóknir eru
eftirtektarverðar og skal ekki
hér nein viðleitni sýnd til að
hnekkja viðhorfi hans hvorki
um fyrirkomulag né tímamörk
er þeim kann að Ijúka. Hitt er
svo annað tnál, að enginn veit
né getur spáð fyrir hvað kann
að taka við í lofti, á landi né
legi þegar eða ef að því kemur,
að verksmiðja af nefndu tagi
spúir eitri í umhverfið nótt og
dag árlangt og árum saman.
Niðurstöður um þau efni
verða auðvitað engar til fyrr en
mengunin er komin á mælan-
lcgt stig og ætla verður að um
þær geti enginn spáð.
Það er gott að vita um og
þekkja náttúrufyrirbærin við
núverandi aðstæður, en um
trullanir í lífkeðjum lands og
sjávar, er verða kunna af völd-
um álvers, spúandi eiturefnum
nótt og nýtan dag yfir þröngt
umhverfi, ætla ég enga geta
sagt fyrirfram.
Ég ímynda mér, að andmæl-
endur álvers við Eyjafjörð
grundvalli viðhorf sín á þeirri
óvissu, er þetta svið ber í sér,
auk þess sern truflun á þjóðfé-
lagslegum fyrirbærum byggð-
arlagsins er ófyrirsjáanleg ef
svo fólksfrekt fyrirtæki sem
viðamikil áíverksmiðja er,
þrengdi athafnir annarra at-
vinnugreina verulega. Því er
ekki að leyna, að vel gæti svo
farið, að mengun til láðs og
lagar gæti truflað staðbundna
starfshætti og framleiðslu-
möguleika nútímans að veru-
legu rnarki, en hver getur um
það fullyrt að óreyndu?
Mengun
Það þarf ekki að fara um
langleiðir til þess að komast í
kynni við hverju verksmiðjur
nútímans koma til leiðar í
lífríki náttúrunnar. Skógarnir
um norðanverða Evrópu eru
visnandi vegna brennisteins-
sambanda, sem berast um loft-
hjúpinn og falla til jarðar með
regni svo að gróður visnar og
fiskur hverfur í vötnum og ám
á fjarlægum slóðum, jafnvel í
þúsunda knt fjarlægð frá meng-
unarvöldum.
Danir skjóta æðarfugl í
hundruð þúsunda tali árlega
og eta kjötið en heilbrigðis-
þjónusta þeirra varar við að
nýta innmatinn til manneldis
eða fóðurs vegna eiturefna,
sem fuglinn hefur fengið í sig
þegar hann hefur næringu á
fjarlægum slóðum þar sem
kræklingur var mengaður af
vissum eiturcfnum og komst
þannig í fuglinn með fæðunni.
Það er meira en hugsanlegt,
það er mjög líklegt að hlið-
stæða þessa gæti átt sér stað
eða önnur áþekk, í hinni fjöl-
þættu lífkeðju, sem ríkir um
grunn og djúp Eyjafjarðar .
Ahrif eldfjallaösku eru svo
þekkt hér á landi vegna flú-
ormengunar, að ekki þarf að
skýra þau fyrir þeim, sem vilja
við þau kannast. Hvað uni
þann gróður, sem sæta yrði
flúorsamböndum frá spúandi
álverksmiðju við vestanverðan
Eyjafjörð?. Norðangjólan
■ Úr kerskála álverksmiðjunnar í Straumsvík.
mundi vissulega baða gróanda
Þelamerkur og Kræklingahlíð-
ar með slíkri ólyfjan og eftir-
farandi afleiðingar reynast sí-
virkar, en ekki tímabundnar
eins og gerist eftir Heklugos.
Hver vill eða getur ábyrgst
fyrirbæri af nefndu tagi að ekki
valdi kvillum né alvarlegri af-
leiðingum?
Engan, ekki nokkurn mann,
dreymdi fyrir því fyrir 40 árum,
þegar verkfræðingurinn Mad-
sen reisti sína heimsþekktu
verksmiðju á eynni Als við
Suður-Jótland, að nokkrum
áratugum síðar yrði grunnvatn
eyjarinnar svo mengað af
þungmálmum, að verksmiðjan
Danfoss, er nú gerð ábyrg fyrir
kostnaði við að fjarlægja það
magn af krom-6, sem hér unt
ræðir og er hættulegt öllu líf-
ríki ef það nær útbreiðslu í
lífkeðju byggðarlagsins, en
grunnvatnið er neysluvatn
íbúa eyjarinnar.
Hver getur að óreyndu gert
sér grein fyrir þeim fyrirbær-
um, er mótast kunna og óbæt-
anlegum tjónum valda, ef hin
fjölþætta og fjölskrúðuga líf-
keðja lands og sjávar við og í
Eyjafirði, truflast af mein-
legum eða lífeyðandi eiturefn-
um? Landshættir og veðurfar
byggðarlagsins er þröngum
skorðum markað og lífríkið er
fjölþætt og veglegt fremur en
víða annarsstaðar á landi hér,
og truflun þess þeim mun til-
finnanlegri ef á reynir að
marki.
Verkefnaval
byggðarlagsins
Um leið og raktar hafa verið
þær yfirvofandi hættur, sem
verksmiðja af umræddu tagi
getur valdið öllu lífi og lífríki
byggðarlagsins, er ekki óeðli-
legt að líta einnig á mannlega
starfshætti og framtíðarmögu-
leika þess.
Til þessa hafa verið til fram-
takssamir aðilar, sem fundið
hafa nýjar leiðir til lífsframfær-
is og við skulum trúa því að
nýjar kynslóðir skapi og þroski
stöðugt eínstakiinga og
samtök, sem finni færar leiðir
út úr völundarhúsum hvers-
dagsleikans og leggi nýjar
brautir til verksviða -og verk-
efna, sem ekki menga lög og
lönd og móti þannig eflingu
íslenska póstþjónustan,
góð eða léleg
- eftir Björn Björnsson, póstmeistara í Reykjavík
■ í sunnudagsblaði NT 19.
ágúst eru birtar niðurstöður
könnunar, sem NT lét gera á
póstþjónustunni. Ég er ánægð-
ur með þann áhuga sem blaðið
sýnir póstþjónustunni, enda
sú þjónusta sem einna lengst
hefur verið starfrækt í þessu
landi, og sú þjónusta sem íbúar
þessa lands verða að geta
treyst. Því miður, eins og fram
kemur í greininni, er misbrest-
ur á að svo hafi alltaf verið.
Það er einnig rétt, að komið
hefur fyrir að póstur hefur
verið skilinn eftir vegna rúm-
leysis í flutningstækjum póst-
flytjenda. Og sú virðing og sá
forgangur, sem póstur naut
hér áður fyrr, hefur farið
þverrandi á undanförnum
árum. Að einhverju leyti er
þetta sjálfsagt póstþjónustunni
að kenna, því uppbygging
hennar og aðlögun að tækni-
væðingu nútímans hefur tekið
of langan tíma, og má raunar
segja að póstþjónustan hafí
ekki fylgst með þeirri fram-
þróun, sem átt hefur sér stað í
öðrum þjónustugreinum. En
öll él birta upp um síðir, með
tilkomu hinnar nýju póstmið-
stöðvar, sem tekin var í notkun
í júní s.l. og þeirri tæknivæð-
ingu, sem þegar er komin eða
væntanleg er, þeim skipulags-
breytingum sem hafa verið
gerðar, og ekki síst þeirri já-
kvæðu og ábyrgu afstöðu sem
póstmenn sýndu mcð þvi að
samþykkja að breyta vinnu-
tíma sínum, sem staðið hafði í
nær 40 ár, það er að vinna til
kl. 21 á virkum dögum í stað
kl. 20 og taka upp vinnu á
sunnudögum gerði póstþjón-
ustunni í Reykjavík kleift að
setja ákveðið markmið með
póstdreifínguna. Þetta
markmið er í stuttu máli að
póstur sem póstlagður er fyrir
lokun póstútibúanna, kominn
til borgarinnar utan af landi
eða til Keflavíkurflugvallar
fyrir kl. 17, verði borinn út hér
í Reykjavik eða kominn í
flutningstæki næsta dag.
Niðurstöður könnunar NT
benda eindregið til að þessu
takmarki hafí verið náð um
helgina 14.-15. júlí. Bréf með
póstfang í Reykjavík voru bor-
in út næsta virkan dag, þ.e.
mánudaginn 16. júlí fyrir eða
eftir hádegi, eins og segir í
niðurstöðunum. 20 af þeim 42
bréfum, sem fóru út á lands-
byggðina, skiluðu sér einnig á
mánudeginum og 13 á öðrum
degi. Þetta er eðlileg þjónusta.
Það að átta bréf komust ekki
til viðtakanda fyrr en síðar í
vikunni, sýnir okkur að ein-
hver brotalöm er í þjónust-
unni, sem huga þarf vel að. Ég
er sammála því sem fram kem-
ur í greininni að póstþjónustan
geti ekki skýlt sér á bak við
■ Björn Björnsson
óvant sumarafleysingafólk,
nema að litlu leyti. Þetta er
skólafólk, sem yfirleitt hefur
reynst hinir ágætustu
starfsmenn. Margar fleiri