NT


NT - 22.08.1984, Side 24

NT - 22.08.1984, Side 24
 Miðvikudagur 22. ágúst 1984 24 Honecker vill fá fulla viður- kenningu á landamærunum Viðræður hans og Kohls geta orðið erfiðar ■ ÞAÐ má nú telja nokkurn veginn öruggt, að Erich Hon- echer muni heimsækja Vestur- Þýskaland dagana 26.-29. næsta mánaðar, þótt valdhaf- arnir í Moskvu séu sennilega á annarri skoðun. í viðtali við Neues Deutschland, aðalmálgagn aust- ur-þýska kommúnistaflokks- ins, sem birtist um síðustu helgi, segir Honecker þetta ekki berum orðum, en hann heldur því hins vegar fram, að vegna vaxandi stríðshættu, sem m.a. leiði af staðsetningu bandarískra eldflauga í Vest- ur-Þýskalandi, sé nauðsynlegt að menn neyti allra ráða til að tryggja friðinn, og þar komi ekki síst til greina að menn talist við. Það má segja, að Honecker gangi hér á vissan hátt á móti stefnu rússnesku valdhafanna, sem er nú helst sú, að hefja ekki viðræður um kjarnavopn- in, nema að uppfylltum vissum skilyrðum eða þeim, að banda- rísku eldflaugarnar í Vestur- Evrópu verði teknar niður. Honecker kemur hins vegar til móts við rússnesku valdhaf- ana á annan hátt. Hann gefur til kynna, að frá hans hálfu munu viðræðurnar snúast um að fá aukna viðurkenningu á sjálfstæði Austur-Þýskalands og draga þannig úr líkum fyrir sameiningu þýsku ríkjanna, nema þá á bandalagsgrund- velli, en honum eru Vestur- Þjóðverjar andvígir. Samkvæmt viðtalinu mun Honecker setja fram þá kröfu, að Vestur-Þýskaland viður- kenni austur-þýskan borgara- rétt, en það er ekki gert nú. heldur er litið á íbúa beggja þýsku ríkjanna sem vestur- þýska ríkisborgara. Þá mun hann setja fram kröfu, að fullu stjórnmála- sambandi verði komið á á milli ríkjanna og samkvæmt því skiptist þau á sendiherrum. Það er ekki gert nú, heldur er talað um sérstaka sendimenn, sem bera ekki venjulegan sendiherratitil. Loks mun hann færa fram ósk um endurskoðun landa mæranna, en í því myndi felast viss viðurkenning á landamærum Austur-Þýska- lands, en þau vilja Vestur- Þjóðverjar ekki viðurkenna sem landamæri milli ríkja. SENNILEGT er að Helmut Kohl hafni öllum þessum kröfum í viðræðunum við Honecker. Fallist hann á þær væri um að ræða frávik frá þeirri yfirlýstu stefnu kristilegu flokkanna að takmarkið sé að sameina þýsku ríkin, þótt dráttur verði á því að sinni. Þetta hefur einnig verið stefna flokks jafnaðarmanna. Samkvæmt stjórnarskrá Vestur-Þýskalands frá 1949 nær hún formlega yfir allt það svæði, sem Þýskaland náði yfir fyrir valdatöku Hitlers. Hún var m.ö.o. miðuð við Weimar- lýðveldið. Jafnframt er tekið fram, að í framkvæmd nái hún fyrst um sinn ekki til annarra landssvæða en þeirra, sem þá voru hernámssvæði Bandaríkj- anna.Bretlands og Frakklands. Þannig var sett það takmark, að í fyllingu tímans myndi stjórnarskráin einnig ná til Austur-Þýskalands og þeirra landsvæða, sem féllu undir Pólland og Sovétríkin í stríðs- lokin. Rússar hafa sí og æ túlkað þetta sem vitnisburð, um, að Vestur-Þjóðverjar stefni að því með illu eða góðu að ná þessum landsvæðum aftur. Hvað eftir annað hafa þeir boðið upp á samninga, sem staðfestu núverandi landamæri í Evrópu. Því hefur verið hafn- að af Vestur-Þjóðverjum, Bandaríkjamönnum, Bretum og Frökkum. Þetta reyndist mikill ásteyt- ingarsteinn, þegar Willy Brandt var að semja um bætta sambúð þýsku ríkjanna og Sovétríkj- anna og Vestur-Þýskalands um 1970 eða nokkru eftir að hann varð kanslari. Samkomulag náðist um orðalag, sem fól það í sér, að ríkin skuldbundu sig til að reyna ekki að breyta landamærum í Evrópu með vopnavaldi. Kristilegu flokk- arnir í Vestur-Þýskalandi voru þó andvígir þesu orðalagi en hafa sætt sig við það síðar. Það eru ekki aðeins Austur- Þjóðverjar sem teljast hafa sama ríkisborgararétt og Vest- ur-Þjóðverjar samkvæmt stjórnarskránni frá 1949. Þetta er einnig talið ná til þeirra Þjóðverja í Póllandi, sem bú- settir eru á þeim landssvæðum, sem voru þýsk á tímum Weim- arlýðveldisins. Þjóðverjar í Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Póllandi telja sig njóta þýsks ríkisborgararéttar og krefjast á þeim grundvelli að njóta ýmissa sérréttinda, m.a. ferða- frelsins. Það vakti mikla athygli í síðastliðinni viku, þegar Glemp erkibiskup gagnrýndi þessa tilhögun og ásakaði stjórnarvöld í Bonn fyrir að framfylgja henni. Fyrir vestur- þýsk stjórnvöld kom þessi gagnrýni Glemps á óheppi- iegum tíma. ÞAÐ KOM fram í viðtali Honeckers við Neues Deutschland, að hann muni ræða um fleiri atriði við Kohl en áðurnefndar kröfur um Erich Honecker Helmut Kohl aukna viðurkenningu á Aust- ur-Þýskalandi. Þar kom til greina sameiginlegar mengunar- varnir ríkjanna og aukin sam- vinna á sviði viðskipta og menningarmála. Vafalaust mun Kohl leggja áherslu á, að viðræður þeirra Honeckers beri árangur að því leyti. Fyrir Honecker er það áreið- anlega mikið metnaðarmál, að viðræður þeirra Kohls beri þann svip, að viðurkenning á Austur-Þýskalandi fari vax- andi. Það er víðar en á íþrótta- sviðinu, sem Austur-Þjóðverj- ar vilja láta að sér kveða. Austur-Þjóðverjar telja það t.d. mikilsvert að vestrænir stjórnmálamenn heimsækja þá í vaxandi mæli. Á þessu ári hafa forsætisráðherra Ítalíu, Svíþjóðar, Grikklands og Kan- ada lagt leið sína til Austur-' Berlínar til viðræðna við Hon- ecker. ökukennsla Ökukennsla og æfingatímar Kenni á Audi ’82. Nýir nemendur geta byrjað strax og greiða aðeins tekna tíma. Æfingatímar fyrir þá sem hafa misst réttindi. Æfing í borgarakstri. Greiðslukjör. Lærið þar sem reynslan er mest. Símar 27716 og 74923. Ökuskóli Guðjóns Ó. Hanssonar. tilboð - útboð Útboð Tilboð óskast í að leggja dreifikerfi hitaveitu fyrir hitaveitu Hveragerðis. Útboösgögn verða afhent á skrifstofu Hvera- gerðishrepps, Hverahlíð 24 og á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Borgartúni 17, Reykjavík gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hveragerðishrepps 3. sept. 1984 kl. 11. Útboð-Loftræsing Stykkishólmshreppur óskar eftir tilboðum í smíði og uppsetningu loftræsikerfis í nýbyggingu Gagnfræðaskólans í Stykkishólmi. Útboðsgögn verða afhent hjá Verkfræðistofunni Fjarhitun h.f., Borgartúni 17, Rvík., gegn 2500 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð föstudaginn 31. ágúst n.k. kl. 11.00 f.h. hjá Fjarhitun h.f. til sölu Til sölu Ford 3000 árg. ’69-’70, allur uppgerður á síðasta ári, vél, olíuverk, góð dekk, ný sprautaður með húsi. Verð 75 þús. kr. Upplýsingar í síma 92-1238 á kvöldin. Til sölu dráttarvél IH 484 árg. 1979. Upplýsingar í síma 99-6538. Jörð til sölu Jörðin Miklaholtssel Miklaholtshreppi á sunnan- verðu Snæfellsnesi er til sölu. Á jörðinni er kúabúskapur. Upplýsingar gefur eigandi jarðar- innar Jóhann Kristjánsson í síma 93-5616 Þegar bilar mætast er ekki nóg að annar viki vel út á vegarbrún og hægi ferö. Sá sem á móti kemur veröur að gera slikt hið sama en not- færa sér ekki tillitssemi hins og grjótberja hann. Hæfilegur hraði þegar mæst er telst u.þ.b. 50 km.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.