NT - 28.08.1984, Page 3
Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vestfjörðum:
Róstur vegna
radarstöðva!
Tveir gengu af fundi
■ „Forsætisráðherra er búinn
að festa sig á það að það sé
nauðsynlegt að setja radarstöð
hér á Vestfirði. Ég er hins vegar
alveg harður á því að gera það
sem ég get til að koma í veg fyrir
að honum takist það,“ sagði
Heiðar Guðbrandsson í Súða-
vík, en á kjördæmisþingi Fram-
sóknarflokksins sem haldið var
í Bolungarvík um helgina var
hann einn af flutningsmönnum
tillögu er andmælti því að radar-
stöð, sem fyrirhuguð er í Stiga-
hlíðinni við Bolungarvík, yrði
sett upp. Forsætisráðherra flutti
hins vegar breytingatillögu um
að í stað radarstöðvar kæmi
orðið herstöð. Sú breytingatil-
laga var samþykkt og þá voru
þeir Heiðar og félagar allt í einu
orðnir flutningsmenn að tillögu
er andmælti herstöð enekki
radarstöð. Því vildu þeir ekki
una. Töldu málsmeðferðina
óþinglega og gengu tveir flutn-
ingsmanna af fundi.
„Ég lít á þetta sem ólýðræðis-
leg vinnubrögð Steingríms til að
koma í veg fyrir að greidd yrðu
atkvæði um þessa tillögu
okkar," sagði Heiðar. „Ég er
ekki að andmæla því að keypt
verði flugstjórnartæki hingað á
Vestfirði ti! þess að auka öryggi
í samgöngum okkar, en hér er
verið að setja upp stöð sem er
kostuð af Bandaríkjamönnum
og á að verða partur af njósna-
kerfi Bandaríkjanna og svona
kerfi myndi auka líkur á því að
við yrðum fórnarlömb í
styrjöld."
■ Forsætisráðherra hlustar brúnaþungur á umræður.
NT-mynd: Finnbogi
Þriðjudagur 28. ágúst 1984 3
■ Frá kjördæmisþingi framsóknarmanna á Vestfjörðum um helgina. Magnús Reynir Guðmundsson
í ræðuStÓI. NT-mynd: Kinnbogi
Deildarstjóri launadeildar fjármálaráðuneytis:
Kennarar fá
sumarlaunin I ’S7’Sm
■ „Ég á von á því að ef hann
starfaði út kennslutímabilið þá
fengi hann kaup út ráðninga-
tímabilið eða til loka júlí", sagði
Indriði H. Þorláksson deildar-
stjóri launadeildar fjármála-
ráðuneytisins, aðspurður um
það hvernig gert yrði upp við
kennara sem segði upp störfum
1. mars með þriggja mánaða
fyrirvara. „Sömuleiðis fengi
kennari við 9 mánaða skóla sem
kenndi til loka apríl 8/9 hluta af
árslaunum“. Indriði gat þess að
uppgjörsmátinn hefði verið
þessi ef kennarar hættu á
kennslutímabilinu og hann
kvaðst ekki eiga von á því að
það breyttist neitt þó að um
hópuppsagnir kennara væri að
ræða.
Eins og komið hefur fram í
NT íhuga kennarar nú hópupp-
sagnir í kjölfar samninganna í
haust. Samkvæmt lögunum um
réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna frá 1954 getur ríkið
framlengt uppsagnarfrest um 3
mánuði ef um hópuppsagnir er
að ræða. Ekki hefur komið til
þess að þessu ákvæði væri beitt
í seinni tíð og er það skoðun
ýmissa innan BSRB að þetta
ákvæði stæðist ekki fyrir dóm-
stólum a.m.k. ekki nema fram-
lengingaákvæðinu væri beitt á
fyrstu vikum uppsagnarfrests-
ins. Þessi skoðun byggist m.a. á
því að þegar menn segja upp
störfum með 3ja mánaða fyrir-
vara þá hafi þeir yfirleitt ráðið
sig í aðra vinnu að þeim tíma
loknum, eða ráðstafað sínum
tíma á annan hátt. Það sama
geti átt við um fleiri eða færri
þó um hópuppsagnir væri að
ræða, sem greinilega miði að
því að ná fram bættum kjörum.
Við veitum
fullkomna bankaþjónustu
um allt land
Samvinnubankinn er ávallt skammt undan
Samvinnubankinn starfrækir 19 afgreiðslustaði um land allt,
sem tryggja viðskiptavinum fjölþætta þjónustu. Auk almennra bankaviðskipta annast
Samvinnubankinn gjaldeyrisþjónustu við ferðamenn og námsmenn í flestum útibúum sínum.
Einnig er hægt að opna innlenda gjaldeyrisreikninga í sömu afgreiðslum.
Samvinnubankinn afgreiðir einnig VISA-greiðslukort, en þau eru útbreidd um allan heim.
Samvinnubankinn leggur áherslu á persónuleg samskipti í heimilislegu umhverfi.
Samvinnubankinn
Útibú í öllum landsfjórðungum