NT - 28.08.1984, Page 5
■ Ljósmyndari NT náði þessari skemmtilegu mynd af þyrlu Landhelgisgæslunnar við Viðeyjar-
sund.
Þyrian var að flytja þakjárn fyrir Þjóðminjasafnið út í Viðey, þar sem það verður notað á
hlöðuna. Flugstjóri var Hermann Sigurðsson, en á jörðu niðri stjórnaði Berghreinn Þorsteinsson
flugvirki, og auk þeirra tók Oddur Bjarnason þátt í flutningnum. NT-mynd: s*crrir.
Þridjudagur 28. ágúst 1984
Fá Steindórsmenn kannski
atvinnuleyfi í október?
„Öllum frjálst að sækja um“ segir Ármann Magnússon, formaður úthiutunarnefndar
Reykjavíkurborg:
Fimmmanna
sendinefnd
í heimsókn
til Moskvu
■ Fimm manna sendi-
nefnd frá Reykjavíkur-
borg er nú í opinberri
heimsókn í Moskvu í
Sovétríkjunum. Fimm-
menningarnir héldu aust-
ur um síðustu helgi og
mun heimsókn þeirra
standa í rúma viku. Þeir
eru að endurgjalda heim-
sókn fulltrúa Moskvu til
Reykjavíkur í fyrra.
Sendinefndina skipa
Davíð Oddsson borgar-
stjóri og borgarfulltrúarn-
ir Markús Örn Antonsson,
Kristján Benediktsson og
Sigurjón Pétursson. Þá er
Jón G. Tómasson, borgar-
ritari, með í förinni.
Opinberar heimsóknir
scm þessi eru farnar á
þriggja til sex ára fresti, en
auk Moskvu er farið í
reglulegar ferðir til
Norðurlandanna, að Fær-
eyjum og Grænlandi með-
töldum.
Tilgangur ferðarinnar
er að kynna sér borgarmál
og stofnanir í höfðuborg
Sovétríkjanna, auk þess
sem ýmis sameiginleg
vandamál, svo sem
mengun, eru rædd á fund-
um íslendinganna og
Sovétmannanna.
■ „Öllum er frjálst að sækja
um, en reglurnar eru þannig, að
það er starfsaldurinn, sem
ræður."
Þetta sagði Árrnann Magnús-
son, formaður úthlutunarnefnd-
ar atvinnuleyfa til leigubifreiða-
stjóra, þegar hann var spurður
hvort bílstjórar hjá Steindóri
fengju leyfi til aksturs við út-
hlutun í október. Steindórsstöð-
in verður lögð niður þann 11.
október, í samræmi við dóm
Hæstaréttar frá því í júlí.
Ármann sagði, að ekki væri
hægt að segja til um hve mörg-
um leyfum yrði úthlutað í októ-
(gæsluvarð-
haldi vegna
ávísanafals
■ Einn maður situr nú í
gæsluvarðhaldi vegna
ávísanamisferlis. Sam-
kvæmt upplýsingum RLR
þá er hér um talsverðar
fjárupphæðir að ræða sem
sviknar hafa verið út með
fölsuðum ávísunum. Ekki
eru þó öll kurl komin til
grafar enn og er unnið að
rannsókn málsins.
ber, en aðeins yrði úthlutað 'A
þeirra leyfa, sem losnuðu. Væri
það gert vegna þess, að stéttin
væri of fjölmenn. Hann sagði
ennfremur, að almennt væru
umsækjendur fleiri en leyfi á
lausu.
Umsóknarfrestur um at-
vinnuleyfin rennur út 1. október
og verða þeir, sem hyggja á
leiguakstur að leggja fram vott-
orð með umsókn sinni þess
efnis, að þeir komist inn á stöð,
fái þeir leyfi. Sagði Ármann, að
það ætti ekki að verða neinum
vandkvæðum bundið. „Það
verður engum hefndarráðstöf-
unum beitt“ sagði hann.
Lýst er eftir
stolnum Fiat!
■ Grænum Fiat 127 árgerð
1978 var stolið frá Grettisgötu
aðfaranótt sl. laugardags. Ekk-
ert hefur spurst til bifreiðarinn-
ar síðan, sem ber einkennisstaf-
ina R-47956. Þeir sem kynnu að
hafa orðið bifreiðarinnar varir
eftir þann tíma er bent á að hafa
samband við Iögregluna í
Reykjavík strax.
Verslið ódýrt
Teg. 290. Litir: svart eða hvitt leð-
ur. Stærðir36—41.
Verð kr. 675,-
Teg. 370. Litur: ijósbrúnt. Stærðir
36-41.
Verðkr. 590,-
Teg. 8001. Litir: svart/svart,
svart/grátt, svart! vínrautt eða
svartikarrigult leður, m/gúmmi-
sóla. Stærðir 36—41.
Verð kr. 498.-
Teg. 7211. Litir: svartur eða hvitur.
Stœrðir 36—39.
Verðkr.298,-
Teg. 204. Litur: brúnt leður.
Stærðir 36—41.
Verðkr. 590,-
Teg. 3001. Litir: grátt eða rautt,
hamrað leður. Stærðir36—41.
Verö kr. 575,-
Teg. 2001. Litir: svart, rautt eða
dökkblátt, hamrað leður. Stærðir
36-41.
Verðkr. 495,-
Teg. 5408. Litir: hvitt leður. Stærð- Teg. 11. Litir: svart/grátt,
ir 36—41. svart/vino eða svart/svart leður.
Verð kr. 745,- Verð kr. 395,-
Póstsendum
Teg. 7339. Litir: rautt eöa hvitt.
Stærðir 36—41.
Verðkr. 370,-
Skóverslun
Teg. 277. Litur: blátt leður. Stærð-
ir 36-41.
Verðkr. 398,-
Teg. 7081. Litur: svart.
Verð kr. 295.-
Teg. 7573. Litur: hvítt.
Verð kr. 298.-
Þessir skór
eru á aðeins
kr. 100.-
Teg. 37. Litir: hvitur, svartur eða
rauður, m/leðursóla.
Teg. 251. Litur: Ijósbrúnt leður.
Stærðir 36—41.
ÞÓrðdr Péturssonar Kirkjustræti8, sími 14181-Laugavegi95, sími 13570.