NT


NT - 28.08.1984, Síða 6

NT - 28.08.1984, Síða 6
Aðalfundur Skógræktarfélagsins: Sauðfjárbeit og skógrækt - geta farið saman ■ Ingvi Þorsteinsson flutti á aðalfundi Skógræktarfélags ís- lands erindi um áhrif sauðfjár- beitar í skógiendi og greindi frá nýlegum rannsóknum um þau efni á skógræktinni á Hall- ormsstað. Þar hefur sauðfé ver- ið beitt á skóga og sýnt sig að beitin hefur gefist vel þegar trén hafa náð ákveðinni hæð. Af öðrum málefnum sem komu til umræðu á aðalfundin- um sem var haldinn á Kirkju- bæjarklaustri um síðustu helgi var ræktun nytjaskóga. Fram- taki hins opinbera í þeim efnum var fagnað en á síðasta þingi var kveðið á um það í lögum að skógræktin væri viðurkennd sem búgrein. Ræktun nytjaskóga bænda er hafin í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu og er á byrjunar- stigi víðar um landið. Jafnframt því sem fundurinn þakkaði fyrstu fjárveitingar til þessa verkefnis skoraði hann á stjórn- völd að fylgja þessu eftir með myndarlegri fjárveitingu á næstu fjárlögum. t>á skoraði fundurinn á land- búnaðarráðherra að skora á ráðherra að stórauka fjárveit- ingar til skjólbeltaræktunar. Lagt var til að skjólbeltaræktun verði framlagshæf samkvæmt jarðræktarlögum. Fóðurstöð Suðurlands Selfossi: Framleidd25 tonn á viku Landað * i Frá fréttaritara NT Biskupstungum Guó- mundi G. Einarssyni: ■ f maí síðastliðnum var stofnað hlutafélagið Fóðurstöð Suðurlands. Stofnendur eru' 17 loðdýrabændur á Suðurlandi. Hlutafé félagsins er kr. 540.000 og skiptist jafnt á hluthafa. Stjórn Fóðurstöðvarinnar skipa: Gunnar Bandvinsson Kvíarhóli Ölfusi form., Halldór Guðnason Efra-Seli Hruna- mannahreppi og Bjarni Hall- dórsson Snjallsteinshöfða Landssveit. Að sögn Arngríms Baldurs- sonar forstöðumanns Fóður- stöðvarinnar hófst framleiðsla þar í lok júní. Fóðurstöðin er í 150 m2 leiguhúsnæði sem Sel- fossbær á og er það þegar orðið of lítið en verið er að athuga með kaup á stærra og hentugra húsi. Arngrímur sagði að nú væri framleitt u.þ.b. 25 tonn af fóðri á viku, en notkun fóðurs- ins kemst í hámark í ágústlok en fer aftur minnkandi eftir að kemur fram í nóvember. Hrá- efnið í fóðrið er að mestu innlent, fiskbein sem fengin eru frá Þorlákshöfn og innmatur úr sláturhúsum sem ekki hefur ver- ið nýttur áður. Vegna þess að ekki er búið að koma upp frystigeymslu svo hægt sé að geyma hráefnið frá sláturtíðinni hefur verið brugðið á það ráð að flytja sel frá Breiðafirði og nota hann í staðinn í fóðrið. „Verðið á fóðrinu er 5 kr. kílóið í Fóðurstöðinni og starfsmenn stöðvarinnar eru tveir,“ sagði Arngrímur að lokum. Fulltrúar á 18. aðalfundi Samtaka sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Mynd: S. Adalsteinsson. Eins og skýrt var frá í NT í gær fagnaði fundurinn hinum mikla áhuga sem forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir hefur sýnt skógræktarmálum í landinu og var gerð að heiðursfélaga skógræktarinnar og sæmd gull- merki fyrir störf sín. Fjöldi gesta mætti á fundinn auk Vigdísar og má þar nefna Jón Helgason landbúnaðarráð- herra. Alls voru um 130 manns á fundinum þar af um 80 þing- fulltrúar. Aðalfundur SSA á Hornafirði: Saltsíldarviðskiptin við Sovétríkin verði treyst Grinda- vík ■ I Grindavík er nokkur smábátaút- gerð. Hér landar Ein- ar Sigurðsson úr bát sínum Örvari SH 210, um 600 kílóum af ufsa. Aflann kaupir Baldvin Njálsson í Garðinum. NT-mynd S. Alb. ■ Samband ^veitarfélaga á Austurlandi hélt 18. aðalfund sinn á Höfn í Hornafirði um helgina og meðal málaflokka sem þar voru efst á baugi voru atvinnu- og menntunarmál. Þorvaldur Jóhannsson bæjar- stjóri á Seyðisfirði og formaður SSA flutti skýrslu stjórnar og gerði grein fyrir starfseminni á sl. ári. Meðal málefna sem voru rædd var staða verk- og tækni- menntunar á Austurlandi og skýrsla nefndar sem skipuð var til að gera úttekt og tillögur um samgöngumál og flutningaþjón- ustu á Austurlandi. Mörgönnur mál voru til umræðu á fundinum og samþykkt var eftirfarandi tillaga um mikilvægi síldveiða fyrir Austurland. „Aðalfundur SSA haldinn á Höfn í Hornafirði dagana 24.- 25. ágúst vill minna á mikilvægi síldveiða og vinnslu fyrir fjórð- unginn. Undanfarin ár hafa á milli 40 og 50% síldaraflans komið á land og verið unninn í austfirskum sjávarplássum. Á milli 60 og 70% síldarsöltunar hefur farið fram á Austurlandi. Þessi atvinnurekstur er hins veg- ar í mikilli hættu vegna mikils framboðs síldar frá öðrum þjóð- um og vegna verulegrar sam- keppni. Fundurinn vill því leggja áherslu á mikilvægi sov- éska markaðarins fyrir saltsíld og skorar á stjórnvöld að vinna ötullega að því með hagsmuna- aðilum að auka ogtreystaþessi viðskipti." Þingmenn þrýsti á Þá var samþykkt eftirfarandi ályktun um kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði. „Aðalfumíur SSA fagnar því að Alþingi hefur nú samþykkt þingsályktúnartillögu til stað- festingar á lögum um kísil- ntálmverksmiðju á Reyðarfirði frá 1982 og skorar á ríkisstjórn og iðnaðarráðherra að láta þeg- ar hefja framkvæmdir við bygg- ingu verksmiðjunnar. Aðal- fundurinn treystir því að þing- menn kjördæmisins fylgi máli þessu fast eftir. Þingið bendir á að á sama tíma og mikil þensla á sér stað í atvinnumálum á suðvesturhorni landsins, hefur atvinna í fjórðungnum dregist mikið saman. Þess vegna er áríðandi að þessar framkvæmd- ir geti hafist sem fyrst. Við það skapast nýir atvinnumöguleikar og trú manna á búsetu í fjórð- ungnum styrkist á ný. Margir hafa horft vonaraugum til þessa verkefnis og frestað brottflutn- ingi úr fjórðungnum þess vegna. Verði ekkert úr framkvæmdum standa menn frammi fyrir þeirri staðreynd að þeir verði að fiytja." I stjórn SAA fyrir næsta starfstímabil voru kosnir Sig- urður Gunnarsson frá Fáskrúðs- firði, Helgi Halldórsson frá Eg- ilsstöðum, Þorvaldur Jóhanns- son Seyðisfirði sem jafnframt varendurkjörinn formaður, Reyn- ir Gunnarsson Búlandshreppi Sigurður Hjaltason Höfn fram- kvæmdastjóri, Alexander Árnason Vopnafirði, Tryggvi Árnason Nesjahreppi, Kristinn Jóhannsson Neskaupstað, Svala Eggertsdóttir Fellahreppi og Sigfús Guðlaugsson Reyðar- firði. Varamenn í stjórn eru Örn Ragnarsson Eiðahreppi og Smári Geirsson Neskaupstað.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.