NT


NT - 28.08.1984, Side 7

NT - 28.08.1984, Side 7
Akureyri: Auglýsa í strætó ■ Á Akureyri hefur verið | heimilað að setja upp auglýs- ingar í strætisvögnum bæjar-1 ins. Stefán Baldursson, sem falið hefur verið að kynna þetta fyrirtækjum í bænum, segir í viðtali við Dag á Akur- eyri að hugmyndin sé að kanna hvort hægt sé að kosta kostn- aðarsama kynningu á leiðar- kerfi strætisvagnanna með | auglýsingum. | Njarðvík: Landnám á Miðnesheiði ■ Nú er unnið við að færa flugvallargirðinguna við Kefla- víkurflugvöU. Við flutning- inn eykst nokkuð byggingar- land í Njarðvíkum sem á land að flugvellinum. Albert K. Sanders, bæjar- stjóri í Njarðvík, sagði NT að bærinn ætti nægt byggingar- rými sunnan til í Stapanum, en svæðið sem þarna bætist við er í framhaldi af því svæði sem byggt hefur verið á und- anfömum árum, norðan Hjalla- vegar. Girðingin verður þó ekki færð eins lagnt og gert er ráð I fyrir, samkvæmt aðalskipu- lagi svæðisins. Nýja girðingin mun liggja nær eldsneytis-, tönkunum en sú gamla, en samkvæmt skipulagi, munu þeir tankar flytjast í Helgu- vík. Að sögn Alberts hefur íbúa- fjölgun í Njarðvík verið jöfn og stöðug síðustu áratugi, og nokkuð meiri en aðlandsmeð- tali. ■ Hérna mun nýja girðingin liggja, fyrir neðan tankinn þó. I framtíðinni mun tankur- inn færast í olíuhöfnina í Helguvík. Á mvndinni eru frá vinstri: Björgvin Garðarsson, ýtustjóri, Walter Leslei, gröfustjóri og Eðvald Bóas- son, verkstjóri. Allir starfs- menn Njarðvíkurbæjar. NT mynd: S. Alb. Þriðjudagur 28. ágúst 1984 ■ Grímsnesingar og velunnar- ar hreppsins gerðu sér um dag- inn glaðan dag við sumarbústað Sigurliða heitins Kristjánssonar í Ásgarðslandi um leið og hreppsnefnd fékk lykla bústað- arins endanlega afhenta úr höndum ættingja Silla. Eins og fram hefur komið í NT keypti Grímsneshreppur nýlega jörð- ina Ásgarð af dánarbúi þeirra hjóna, Silla og frú Helgu fyrir krónur 15 milljónir og nýttu sér þar með forkaupsrétt gegn vilja skiptaráðenda og erfingja. Áð sögn Böðvars Pálssonar varaoddvita þeirra Grímsnes- inga söfnuðust vel á annað hundrað manns saman við bú- staðinn þar sem boðið var upp á veitingar og Jón vélstjóri á írafossi þandi nikkuna við góðar undirtektir. Sumarbústaðurinn er innan 128 hektara girðingar sem sárafáir af sveitarmönnum höfðu nokkru sinni stigið fæti sínum innfyrir. Landið hefur verið friðað ágangi búpenings og er mjög kjarri vaxið. Bústaður Sigurliða er hin glæsilegasta bygging, hátt á ann- að hundrað fermetrar að gólf- plássi, með rafstöð, rennandi vatni og frárennsli. Hann stend- ur við Sog spölkorn ofan við Álftavatn. Veisla í „Silla-bústað“: Fagna málalokum í Ásgarðsmálinu ■ Fáninn var dreginn við hún og fólk flykktist að til þess að sjá herlegheitin sem verið höfðu sem heilög vé í nær hálfa öld. ■ Hér er svo hópur Grímsnesinga á stéttinni hjá Sigurliða heitnum. Lengst til vinstri sjáum við hjónin Gústav Guðnason og Valgerði Kristinsdóttur, þá prestsfrúna Svanhildi Bergsdóttur og mann hennar Rúnar Þór Egilsson. Bakatil eru Helga í Miðengi og Böðvar Guðmundsson Brúarholti en framar og til hægri Jón Olafsson bankamaður á Selfossi, Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja í Ásgarði og Áslaug dóttir hennar, Ásmundsdóttir. NT-myndir: Sigurdur Sigurjónsson ■ Þungur á brún eftir allt stímabrakið við að ná jörðinni inn til | heimamanna. Hér er varaoddvitinn Böðvar Pálsson á Búrfelli á tali | við Elísabetu Pétursdóttur vélstjórafrú af írafossi. _ i Húnvetningar: Happdrætti ■ Dregið hefur verið í happdrætti Húnvetninga- félagsins í Reykjavík. Vinningsnúmerin eru 350, 449,760,2217,2218,2825, 3231,5252 ogóOOO. Vinn- inga má vitja á skrifstofu félagsins að Skeifunni 17. Sauðárkrókur: Nætur- vinna ■ Frystihúsið Skjöldur á Sauðárkróki hefur gefið starfsfólki sfnu kost á að hefja vinnu klukkan 4 á morgnana og hætta klukk- an fimm síðdegis. Hefur þetta mælst vel fyrir hjá starfsfólkinu, að sögn Árna Guðmundssonar framkvæmdastjóra hússins, sem hefur getað notið góðviðriskvöldanna nyrðra í sumar. Laxeldi: 5 milljónir hafa safnast ■ Um fimm milljónir króna hafa safnast í hluta- fé hjá nýju hlutafélagi sem væntanlega verður form- lega stofnað í lok septem- bereðaoktóber. Fyrirtæk- ið mun starfa í Krossdal í Kelduhverfi, en þar eru taldar vera góðar aðstæð- ur til fiskeldis í ferskvatni. Meðal þeirra sem skrifað hafa sig fyrir hlutafé eru Eimskipafélag íslands og Sambandið. Skagafjörður: Brjóstagjöf ■ Helgina 8.-9. septem- ber verður í Varmahlíð í Skagafirði ráðstefna um brjóstagjöf á íslandi. Á ráðstefnunni verður rætt um tilgang og áhrif brjóstagjafar fyrir móður og barn. Fyrir ráðstefn- unni stendur Áhugafélag um Brjóstagjöf, sem stofnað var í Skagafirði fyrir 2 árum. Akranes: Hafnargarður- inn klæddur ■ Akranesbær ver á þessu ári rúmlega fimm og hálfri milljón króna til framkvæmda við Akra- neshöfn. Að auki leggur ríkis- sjóður til tæplega fjórar milljón- ir króna. Mestar eru framkvæmdirnar við aðalhafnargarðinn og Steinsvör, en þar er unnið að gerð klæðningar. Þá er einnig unnið að gerð varnargarðs við Ægisbraut, en nokkur hús við þá götu urðu illa úti í óveðri í febrúar sl. Verið er að byggja nýja flot- bryggju, úr léttsteypu, fyrir smábáta, og einnig er áætlað að koma upp nýjum krana við bátahöfnina. Á Lambhúsasundi, þar sem Þorgeir og Ellert eru með stöð sína, eru áætlaðar tæplega níu hundruð þúsund krónur í stein- steypt plan. ■ Grjótið í klæðningu hafnargarðsins á Akranesi er sótt í Galtavíkurnámu og flutt með prammanum á myndinni út fyrir garðinn. NT-mynd: Amí Bjanu. mati 11' bakstur blóm

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.