NT - 28.08.1984, Page 9

NT - 28.08.1984, Page 9
* 1 Málsvari frjálslyndis,, . samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 Setnihg og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. r Ölýðræðislegur áróður ■ Þorsteinn Ólafsson framkvæmdastjóri birti grein í NT síðastl. föstudag, þar sem fjallað er um áróðursherferð þá, sem nú er haldið uppi gegn samvinnuhreyfingunni, m.a. í útbreiddustu fjöl- miðlum, og alltof margir láta blekkjast af, sem ættu þó að vita betur. ■ Rallkcppnir eiga að fá untfjöllun og samþykki eins aðila og það strax á undirbúningsstigi, þ.e. Náttúruverndarráðs. hálendinu og viðkvæmum landsvæðum, sem mikið er sótt til. Þessa vörslu mætti fram- kvæma á þann veg að t.d. 2-3 bifreiðir færu um. „Áhöfn“ í hverri bifreið, lögreglumaður og náttúrufræðingur. Þessir menn leiðbeindu fólki og ynnu fyrirbyggjandi starf. Ef á þyrfti að halda gripu þeir inní athafnir fólks með boði eða banni. Þegar þessi mál eru rædd verður ekki komist hjá að víkja að „innfluttum vanda- málum". Það er löngú tíma- bært að takmarka, eða banna með öllu innflutning stórra tor- færuökutækja erlendra ferða- manna, sem þeir síðan nota til ferðalaga um landið þvert og endilangt, þó einkum hið við- kvæma hálendi íslands. Rallkeppnir (stundum nefnt akstursíþróttir) og fram eiga að fara í óbyggðum að veru- legu leyti, eiga að fá umfjöllun og samþykki (eða synjun) eins aðila og það strax á undirbún- ingsstigi, þ.e. Náttúruverndar- ráðs. Því miður, er ekki hægt að banna þennan nútíma trölla- leik. Þar af leiðir að beiðnir um slíkar keppnir þurfa að fá skilvirka umfjöllun strax á undirbúningsstigi. Einn um- sagnaraðili ætti að Ijúka mál- inu á eðlilegum tíma. Það klúður og sá seinagangur sem varð á umfjöllun varðandi fs- landsrallið 1983, þegar málið var sent frá Herodesi til Píla- tusar, gengur einfaldlega ekki. Lokaorð Ef koma á ferðamálum á íslandi í eðlilegt horf, þá að sjálfsögðu jafnt varðandi okk- ur íslendinga, sem erlenda ferðamenn, verður til að koma víðtækt samstarf margra aðila. Ferðamálaráð íslands á að móta stefnuna í nánu samráði við Náttúruverndarráð, toll- gæslu og lögregluyfirvöld, svo og innlendar ferðaskrifstofur, og eigendur hópferðabifreiða. Þeir sem þó oft hafa mest áhrif til jákvæðrar umgengni og skynsamlegrar hegðunar fólks eru vel menntaðir og röggsam- ir leiðsögumenn (fararstjórar) svo og landverðir. Það er því skynsamleg ráð- stöfun að fjölga landvörðum og koma á hreyfanlegri land- vörslu. Því fjármagni sem til þessa yrði varið af opinberum aðilum, væri vel varið. Látum það aldrei á sannast að ísland sé gósenland óheftrar og nær eftirlitslausrar ferða- mennsku. Verum menn til að taka á þessum málum og stjórna þeim. Höfn í Hornafirði, 10. apríl 1984 Friðjón Guðröðarson ■ Torfærumótorhjólin valda ótrúlega miklum gróðurskemmdum, en þar sem afli þeirra er beitt sneiða þau í sundur gróðursvörðinn líkt og hárbeittur hnífur. ■ „Kennarar þurfa að fara með nemendur sína í vettvangsskoðun... Enginn skynjar dýra-, plöntu- og steinaríkið, nema að hluta í grámyglu skólastofunnar...“ Torsteinn Ólafsson segir, að vilji stjórnmála- menn hefja umræðu um samvinnufélögin, verði að gera kröfu til þeirra um undirstöðuþekkingu á eðli þeirra, lýðræðislegri uppbyggingu og helstu starf- semi. Slík umræða væri skýlaust af hinu góða og full þörf á því, að hún eigi sér stað. í áðurnefndum áróðri gegn samvinnuhreyfing- unni sé hins vegar ekki slíku til að dreifa, heldur er um að ræða samsafn af fordómum, fáfræði, misskilningi og staðleysum, sem öllu er hrært saman og síðan sett á prent með tilheyrandi orðbragði og sleggjudómum. Sennilega telji höfundarnir, að slíkur ritstíll sé áhrifaríkur. Því sé heldur ekki að neita að hann hafi oft reynst það hérlendis og erlendis. Hann hafi t.d. verið undanfari þess, þegar samvinnufél- ögin voru bönnuð í Þýskalandi nasismans af flokki sem kenndi sig við þjóðlega jafnaðarmannastefnu. Þorsteinn Ölafsson ræðir nánar um þá ástæðu, sem leiðir til þessa áróðursstíls. Hann segir: „Ástæðan er líklega sú, að þeir sterku fjölmiðlar sem leggja sig eftir áróðri gegn samvinnufélögun- um eru svo mótandi í skoðanamyndun og afstöðu fólks, að augljósar siðferðislegar mótsagnir í málflutningi skipta engu máli, svo framarlega sem þær eru settar fram af þeim sem hefur áróðurs- strauminn með sér.“ Þorsteinn Ólafsson segir ennfremur: „Tað verður hins vegar að telja mjög miður fyrir íslenskt þjóðfélag ef öflugasta atvinnufyrirtæki landsins og jafnframt það lýðræðislegasta, sem er í eigu rúmlega fjörutíu og sex þúsund félagsmanna kaupfélaganna, og þau myndarlegu fyrirtæki hvert í sínu byggðarlagi, sem í senn eru kjölfesta byggðanna og lífæð, hvort sem þau eru innan Sambandsins eða utan, skuli verða fyrir árásum á jafnlágu plani og raun ber vitni. Það er ekki fyrst og fremst miður vegna fyrirtækjanna sem í hlut eiga, ekki vegna stjórn- enda þeirra eða annarra starfsmanna sem beint eða óbeint verða fyrir þessum árásum, og ekki vegna félagsmannanna og stjórnarmanna þeirra í félögunum sem eru sakaðir um að bregðast umbjóðendum sínum og vinna gegn hagsmunum þeirra. Fyrir þessa aðila er málið ekki alvarlegt því þeir vita betur. Málið er hins vegar fyrst og fremst alvarlegt vegna okkar sjálfra og þess lýðræðis sem við höfum leitast við að byggja upp í þessu landi, sem gerir skýlausa kröfu á hverjum tíma um að sú umræða sem fram fer í þjóðfélaginu og stjórnmála- menn standa fyrir, sé að meginstofni byggð á hlutlægum grunni og að sú gagnrýni sem uppi er höfð sé málefnaleg. Séu þær leikreglur ekki virtar kann að vera skammt í ófarnaðinn.“

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.