NT - 28.08.1984, Blaðsíða 12

NT - 28.08.1984, Blaðsíða 12
 Wi' Þriðjudagur 28. ágúst 1984 12 . lll Lesendur tnssffsa ordið Við kennum börnunum heima Víst er hægt að fá undanþágu frá grunnskólalögunum ■ í helgarblaði Tímans (NT) 26. ágúst s.l. svarar Jóliann Pétur Sveinsson lögfræðingur fyrirspurn frá „foreldrum" í pistlinum Lagakrókur. For- eldrarnir spyrja, hvort leyfilegt sé eftir ísienskum lögum að þau kenni sjálf börnum sínum en láti þau ekki fara í íslenska grunnskólann vegna þess að þeim lítist ekki á aðferðir, sem þeim virðist notaðar við kennsluna. Fyrir nokkrum árum stóðum við hjónin í sömu sporum og þetta fólk. Við höfðum að vísu ekki ástæðu til að tortryggja kennsluaðferðirnar, en bjugg- umst við því að þær væru mismunandi eftir kennurum. Við vorum hrædd við öryggis- leysi ungra barna í umferðinni og aukaferðir milli heimilis og skóla vegna sundurslitinnar kennslu og vildum ekki láta leggja á börnin okkar marga biðtíma, af þessum sökum, vorum hrædd við námsleiða og að þau vendust á að slóra. Við töldum okkur ráða við að kenna það sem þau ættu að læra fyrsta skólaskylduvetur- inn. í svari lögfræðingsins segir að engar undanþágur séu til fyrir þetta fólk þar sem engir viðurkenndir einkaskólar séu til. Grunnskólinn erekki alveg eins ósveigjanlegur og fólk gæti haldið við að lesa svarið. Undanþága er til. í grunn- skólalögunum (no. 63/1974, 8. gr.) er fræðslustjóra gefin heimild til að veita tíma- bundna undanþágu frá skóla- sókn, ef knýjandi ástæður eru fyrir því og ef skólanefnd og skólastjóri mæla með því. Frá okkar sjónarhóli voru ástæðurnar knýjandi. Við sótt- um um undanþágu (skriflega) og fengum að kenna börnum okkar heima. Tveimur börnum höfum við kennt heima tvo fyrstu veturna, því þriðja þrjá fyrstu veturna og senn kemur fjórða barnið á skólaskyldu- aldur og vissulega munum við sækja um leyfi til að fá að kenna því heima einnig. Gert er ráð fyrir því að skólanefnd og skólastjóri fylgist með því að barn sem undanþágu fær frá skólasókn stundi nám. Við höfðurn að sjálfsögðu sam- vinnu um þetta allt við skóla- stjóra og kennarann, sem börn- in hefðu átt að vera hjá, feng- um námsgögn og börnin fóru í öll helstu prófin. Þeim gekk ekki lakar en öðrum í prófunum og það gaf okkur kjark til að halda áfram. Við erum ánægð með niðurstöðuna. Við teljum þetta ákvæði gott og gagnlegt. Foreldrar sem hafa ástæðu til að kenna börn- um sínum heima ættu að hugsa sitt ráð. Umfram allt þarf slík kennsla að vera með fullu samþykki barnsins og þess þarf vitaskuld að gæta, sem okkur var óspart bent á, að börnin fari ekki á mis við það að eignast félaga. Samvinna við skólann þarf að vera góð. Hvort sem börnin sækja skóla eða læra heima þá er að okkar dómi ómetanlegt fyrir báða aðila, foreldra og börn, að foreldrar sýni námi barn- anna áhuga og taki þátt í því. Það er líka ómetanleg vítamín- gjöf fyrir skólann, þegar for- eldrar láta sig varða það sem fram fer þar og þá ekki síður það sem vel er gert en hitt. Vonandi eru fram undan betri tímar meiri og betri samskipta og samvinnu heimila og skóla og betri skilningur á starfi kennara við grunnskólana svo að í þau störf veljist eftirleiðis sem hingað til áhugasamt fólk og dugmikið. Halldóra og Sigurður ■ Bréfritara þykir dýrt að skoða Heimilissýninguna, einkum fyrir stórar fjölskyldur. 32. NT Hver hirðir aðgangseyrinn? „Fúlum sýningargesti“ þykir dýrt inn á Heimilissýninguna ■ Mér brá heldur en ekki í brún um helgina, þegar ég fór með fjölskylduna að skoða Heimilissýninguna í Lgugar- dalshöllinni. Það kostaðr hvorki meira né minna en 500 kr. að komast inn fyrir okkur hjónin með 4 börn. Þegar inn var komið var þó ekki öllum fjárútgjöldum lokið. í öðrum hverjum sýningarbás var reynt að troða inn á mann einhverju skrani og reyta þannig af manni þá fáu aura sem maður kynni að hafa í veskinu. Svo þurftu krakkarnir að fá peninga til að eyða f tívolíinu og að lokum var svo meiningin að fá sér kaffi en þar var svo ægileg þvaga að við ákváðum að standa ekki í því, heldur hella upp á könnuna heima, enda kannski eins gott. Nú er mér spurn: Hvert renna allir þessir peningar sem við, fátækir Reykvíkingar borgum í aðgangseyri. Ég spurði að því í einum sýningar- básnum og þar var mér sagt að fyrirtækin borguðu sjálf sína leigu. Er kannski einhver ein- staklingur úti í bæ sem stendur á bak við þetta allt saman og rakar saman peningum? Mér finnst satt að segja að það hljóti að vera hægt að halda svona sýningu án þess að það þurfi að kosta svona mikið inn. „Fúll sýningargestur“ | Svar um hæl Ólaíur Gústafsson hjá Kaupstefnunni gaf Lesenda-j síðunni þær upplýsingar að aðgangseyririnn að Heimilis-1 sýningunni væri hlutfallslega' ódýrari en gilt hefði um fyrri! sýningar. Ef aðgangseyrir' hefði verið látinn fylgja verð- bólgu frá síðustu sýningu hefði miðinn kostað heilar 200 krón- ur í ár í stað 150. Ólafur kvaðst annars hafa orðið var við það að fólki virtist almennt ekki þykja þetta dýrt og nefndi til saman- burðar að nú kostaði 150 kr. að sjá íslenska kvikmynd og sömu upphæð kostaði að horfa á fótboltaleik í stæði. Hann! viðurkenndi hins vegar að auð- vitað gæti þetta verið nokkur kostnaður fyrir stórar fjöl- skyldur. Til þess að sýningin stæði undir sér, sagði Ölafur að tala sýningargesta þyrfti að fara upp í 60-65 þúsund. Áætlaðan kostnað sagði hann vera á bilinu 15-18 milljónir. Það þarf að greiða starfsfólki laun, sagði Ólafur en starfsfólkið er u.þ.b. 50 talsins auk þess sem skemmti- atriðin á kosta sitt. sýningarsvæðinu M Hefurðu skoðun á málunum? Viltu vekja athygli á einhverju sem afíaga fer í samfélaginu? Þarftu að koma kvörtun á framfæri? Eða viltu kannski hrósa ein- hverjum? Lesendasíðan er rétti staðurinn. Hún er vettvangur fyrir allt það sem lesendum liggur á hjarta, hvort sem þar er um að ræða stór mál eða smá. Og við krefjum ábyrga aðila um svör við spurningum lesenda, eftir því sem unnt er. Skrifið til: NT Lesendasíðan Síðumúla 15 108 Reykjavík ... eða hringið í síma 686300 milli kl. 13 og 14. Athugið að við birtum bréf ykkar að sjálfsögðu undir dulnefni ef þess er óskað. Engu að síður verður fullt nafn ogheimilis- fang að fylgja bréfínu. Ekkert kanaútvarp í strætó, takk - vill Valli úr vesturbænum Kæra NT ■ Einsogmargirillalaunaðir vesturbæingar ferðast ég með SVR á degi hverjum og get ég ekki annað en þakkað fyrir þá góðu þjónustu, sem þarna er boðið upp á fyrir lítinn pening á þessum dapurlegu tímum hægri stjórnar Steingríms Her- mannssonar. Ástæða þess, að ég sendi þér ■ Valla úr vesturbænum fínnst allt í lagi að hlusta á útvarpið í strætó, bara það sé ekki kaninn. Skyldu allir les- endur vera sama sinnis? línu að þessu sinni, er nú reyndar ekki efnahagsástandið heldur smá fyrirspurn. Bíl- stjórar SVR hlusta flestir á útvarpið meðan á akstri stend- ur og finnst mér það alls ekki slæmt. Einn bílstjóri á leið 2, sem ekur mér stundum, hefur hins vegar þann leiðinlega ósið að hlusta bara á kanann og finnst mér mjög hvimleitt að þurfa einnig sjálfur að hlusta á þetta rugl af Vellinum. Ég vil taka fram, að það er eftir kl. 10 á morgnana, þannig að Rás 2 er komin í gang, svo ekki er það ástæðan. Gætuð þið á NT ekki kannað fyrir mig hvort bílstjórunum sé yfirleitt leyft að hlusta á útvarp meðan á akstri stendur, svo ekki sé minnst á kanaút- varpið? Með kærri kveðju, Valli úr vesturbænum Svar um hæl Lesendasíðan snéri sér til Sveins Björnssonar, forstjóra SVR og bað hann að svara spurningum Valla úr vestur- bænum. Sveinn sagði að vagnstjórar SVR hefðu fyrirmæli um það að vera ekki með kanaútvarpið á í akstri. Hins vegar væri þarna um 130 manna hóp að ræða og gæti verið erfitt að fylgjast með að því væri framfylgt. Nú væru auk þess 50-60 manns í sumarafleysing- um hjá fyrirtækinu. Sveinn kvaðst reyndar alls ekki vilja fullyrða að hér hefði verið um sumarafleysinga- mann að ræða. Obbinn af af- leysingafólkinu væri ungt fólk og flest af því hefði reynst ágætlega. Sveinn sagði að sá skikkur hefði komist á að vagnstjórum væri heimilt að hlusta á útvarp í vögnunum og mætti kannski deila um hvort nokkurt vit væri í því en erfitt mundi þó að taka það af. Sveinn sagði ennfremur að ef Valli vildi koma formlegri kvörtun á framfæri, gæti hann snúið sér til eftirlitsmanna SVR á Hlemmi. Hann þyrfti þá að gefa upp leiðarnúmer og tíma vagnsins, þannig að ekki færi milli mála um hvaða bíl- stjóra væri að ræða.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.